Kranavísitalan rís upp úr öskunni Snærós Sindradóttir skrifar 10. júlí 2014 07:00 Appelsínugulu turnunum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu mánuðum. Allt bendir til þess að þetta sé þó bara byrjunin. Fréttablaðið/Pjetur „Sumir segja að við séum að fara aftur til ársins 2007. Ég held að það sé nú ekki alveg svo gott eða slæmt,“ segir Þröstur Lýðsson, framkvæmdastjóri Merkúrs sem hefur umboð fyrir Liebherr-byggingakrana á Íslandi. Mikil fjölgun hefur orðið á byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu síðan í dýpstu lægðinni eftir hrun. Segja má að kranar spretti nú upp eins og gorkúlur. Samkvæmt talningu Fréttablaðsins árið 2010 voru sjötíu kranar uppi á höfuðborgarsvæðinu. Þó voru einungis 24 þeirra í notkun en aðrir stóðu óhreyfðir og erfitt reyndist að fá eigendur þeirra til að taka þá niður. Nú eru ónotaðir reistir kranar teljandi á fingrum annarrar handar. Fréttablaðið taldi 144 krana á rúnti sínum um höfuðborgarsvæðið.Þröstur Lýðsson framkvæmdastjóri Merkúrs. mYND/kLARA sIGURÐARDÓTTIRReykjavíkurborg hyggst stuðla að byggingu 2.500-3.000 leiguíbúða á kjörtímabilinu. „Sígandi lukka er alltaf best. Ef þú sprengir upp markaðinn segir það sig sjálft að þá verður offramboð og þá kemur aftur hrun. Ef menn gæta sín ekki þá lendum við bara í sama bullinu og var árið 2007. Menn verða að hugsa til framtíðar, sérstaklega ráðamenn,“ segir Þröstur. „Það sem er að gerast er að allir kranar sem voru til eru komnir upp og það er byrjaður þó nokkur innflutningur. Við erum að taka inn nýjan krana og erum nærri viss um að þegar við reisum hann í næstu viku þá muni hann seljast,“ segir Þröstur.Hann segir sömuleiðis að á síðasta ári hafi sala á varahlutum í byggingakrana verið tvöföld miðað við það sem hún var á árunum 2009-2012 samanlagt. Ólafur Klemensson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, segir að fylgni megi sjá í fjölgun byggingakrana og sölu á íbúðamarkaði. „Við tókum þetta saman meira í gamni en í alvöru snemma í vor. Við tengdum saman fjölda uppsettra byggingakrana og þróun fjárfestinga í íbúðarhúsnæði og þá kom í ljós gríðarlega gott samband. Það kom okkur þægilega á óvart,“ segir Ólafur. Samkvæmt spá Seðlabankans mun fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukast um 23,9 prósent á árinu 2014 og 17,7 prósent á næsta ári. Georg Árnason sér um eftirlit með byggingakrönum fyrir Vinnueftirlitið. Hann segist hafa töluvert meira að gera í vinnu nú en fyrir nokkrum árum. Mikilvægt sé þó að ná jafnvægi í byggingariðnaðinum svo hann endurspegli heilbrigðan efnahag. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
„Sumir segja að við séum að fara aftur til ársins 2007. Ég held að það sé nú ekki alveg svo gott eða slæmt,“ segir Þröstur Lýðsson, framkvæmdastjóri Merkúrs sem hefur umboð fyrir Liebherr-byggingakrana á Íslandi. Mikil fjölgun hefur orðið á byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu síðan í dýpstu lægðinni eftir hrun. Segja má að kranar spretti nú upp eins og gorkúlur. Samkvæmt talningu Fréttablaðsins árið 2010 voru sjötíu kranar uppi á höfuðborgarsvæðinu. Þó voru einungis 24 þeirra í notkun en aðrir stóðu óhreyfðir og erfitt reyndist að fá eigendur þeirra til að taka þá niður. Nú eru ónotaðir reistir kranar teljandi á fingrum annarrar handar. Fréttablaðið taldi 144 krana á rúnti sínum um höfuðborgarsvæðið.Þröstur Lýðsson framkvæmdastjóri Merkúrs. mYND/kLARA sIGURÐARDÓTTIRReykjavíkurborg hyggst stuðla að byggingu 2.500-3.000 leiguíbúða á kjörtímabilinu. „Sígandi lukka er alltaf best. Ef þú sprengir upp markaðinn segir það sig sjálft að þá verður offramboð og þá kemur aftur hrun. Ef menn gæta sín ekki þá lendum við bara í sama bullinu og var árið 2007. Menn verða að hugsa til framtíðar, sérstaklega ráðamenn,“ segir Þröstur. „Það sem er að gerast er að allir kranar sem voru til eru komnir upp og það er byrjaður þó nokkur innflutningur. Við erum að taka inn nýjan krana og erum nærri viss um að þegar við reisum hann í næstu viku þá muni hann seljast,“ segir Þröstur.Hann segir sömuleiðis að á síðasta ári hafi sala á varahlutum í byggingakrana verið tvöföld miðað við það sem hún var á árunum 2009-2012 samanlagt. Ólafur Klemensson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, segir að fylgni megi sjá í fjölgun byggingakrana og sölu á íbúðamarkaði. „Við tókum þetta saman meira í gamni en í alvöru snemma í vor. Við tengdum saman fjölda uppsettra byggingakrana og þróun fjárfestinga í íbúðarhúsnæði og þá kom í ljós gríðarlega gott samband. Það kom okkur þægilega á óvart,“ segir Ólafur. Samkvæmt spá Seðlabankans mun fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukast um 23,9 prósent á árinu 2014 og 17,7 prósent á næsta ári. Georg Árnason sér um eftirlit með byggingakrönum fyrir Vinnueftirlitið. Hann segist hafa töluvert meira að gera í vinnu nú en fyrir nokkrum árum. Mikilvægt sé þó að ná jafnvægi í byggingariðnaðinum svo hann endurspegli heilbrigðan efnahag.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun