Hrós til þroskaþjálfa Sigurður Örn Ágústsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Það er ótrúlega margt í lífinu sem maður hefur engan áhuga né skilning á, þangað til að það skiptir mann sjálfan, persónulega, máli. Fyrir ekki svo löngu vissi ég ekki neitt um, né hafði ég sérstakan áhuga á að vita, hvaða hlutverki þroskaþjálfar gegna. Vissi að þeir væru til en lítið annað. En nú veit ég að þeir skipta þá sem þeirra liðveislu njóta gríðarlega miklu máli. Og líka að munurinn á góðum, reynslumiklum þroskaþjálfa sem leggur sig fram í starfi og hinum sem leggja minna á sig er í veldisvís. Góðir þroskaþjálfar geta skipt sköpum. Drengurinn minn var snemma greindur einhverfur og það var lán. Hann fékk það sem kallað er snemmtæk íhlutun. Sem, þegar maður hugsar um það, er alveg lykilatriði – að ná til barna meðan þau eru á aldursbili mests mögulegs þroska – þá eru bestar líkur á örum framförum. Leikskólinn hans Ágústs réð þroskaþjálfa til að sinna hans þörfum eftir að greining lá fyrir. Þegar Ágúst mætti eldhress í leikskólann sinn í fyrsta skipti var hann vart talandi og um mjög margt félagslega talsvert frá því að vera aldurssvarandi (bara eins og pabbi sinn, myndu margir segja – en það er önnur saga). Núna er það ærið verkefni að fá hann til að þagna stundarkorn – sem er ótrúlega góð tilfinning. Hann er margfalt félagsfærnari og eiginlega bara allur annar. Það hefur tekist að tosa hann úr skelinni að hluta a.m.k. Það er magnað hvað honum hefur fleygt fram. Það var mikil gæfa fyrir okkur Ágúst að leikskólinn hans, Akrar í Garðabæ, réði Hafdísi Björk Þorsteinsdóttur til starfa sem þroskaþjálfa fyrir um tveimur árum. Henni vil ég hrósa sérstaklega fyrir hennar starf og árangur með drenginn minn. Hún hefur ekki bara skipt máli, heldur verið lykilmanneskja í hans framförum. Hún hefur reynst honum og mér svo vel að nú, þegar hún fer til annarra starfa, er maður bæði þakklátur og sorgmæddur. Þakklátur fyrir allt hennar starf, atlæti og alúð gagnvart Ágústi og sorgmæddur að hún sé að yfirgefa okkur. Hafdís hefur kennt honum Ágústi margt sem seint verður fullþakkað en mér hefur hún helst kennt að meta starf góðs þroskaþjálfa að verðleikum. Takk Hafdís fyrir þinn þátt í stórstígum framförum Ágústs undanfarin ár. Ég vona bara að sá sem tekur við af Hafdísi komist með tærnar þar sem hún fer úr skónum. Þá verðum við Ágúst ánægðir. Við verðum reyndar líka ánægðir ef Hafdís verður ánægð í nýju vinnunni sinni – ef ekki, þá veit hún hvar okkur verður að finna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlega margt í lífinu sem maður hefur engan áhuga né skilning á, þangað til að það skiptir mann sjálfan, persónulega, máli. Fyrir ekki svo löngu vissi ég ekki neitt um, né hafði ég sérstakan áhuga á að vita, hvaða hlutverki þroskaþjálfar gegna. Vissi að þeir væru til en lítið annað. En nú veit ég að þeir skipta þá sem þeirra liðveislu njóta gríðarlega miklu máli. Og líka að munurinn á góðum, reynslumiklum þroskaþjálfa sem leggur sig fram í starfi og hinum sem leggja minna á sig er í veldisvís. Góðir þroskaþjálfar geta skipt sköpum. Drengurinn minn var snemma greindur einhverfur og það var lán. Hann fékk það sem kallað er snemmtæk íhlutun. Sem, þegar maður hugsar um það, er alveg lykilatriði – að ná til barna meðan þau eru á aldursbili mests mögulegs þroska – þá eru bestar líkur á örum framförum. Leikskólinn hans Ágústs réð þroskaþjálfa til að sinna hans þörfum eftir að greining lá fyrir. Þegar Ágúst mætti eldhress í leikskólann sinn í fyrsta skipti var hann vart talandi og um mjög margt félagslega talsvert frá því að vera aldurssvarandi (bara eins og pabbi sinn, myndu margir segja – en það er önnur saga). Núna er það ærið verkefni að fá hann til að þagna stundarkorn – sem er ótrúlega góð tilfinning. Hann er margfalt félagsfærnari og eiginlega bara allur annar. Það hefur tekist að tosa hann úr skelinni að hluta a.m.k. Það er magnað hvað honum hefur fleygt fram. Það var mikil gæfa fyrir okkur Ágúst að leikskólinn hans, Akrar í Garðabæ, réði Hafdísi Björk Þorsteinsdóttur til starfa sem þroskaþjálfa fyrir um tveimur árum. Henni vil ég hrósa sérstaklega fyrir hennar starf og árangur með drenginn minn. Hún hefur ekki bara skipt máli, heldur verið lykilmanneskja í hans framförum. Hún hefur reynst honum og mér svo vel að nú, þegar hún fer til annarra starfa, er maður bæði þakklátur og sorgmæddur. Þakklátur fyrir allt hennar starf, atlæti og alúð gagnvart Ágústi og sorgmæddur að hún sé að yfirgefa okkur. Hafdís hefur kennt honum Ágústi margt sem seint verður fullþakkað en mér hefur hún helst kennt að meta starf góðs þroskaþjálfa að verðleikum. Takk Hafdís fyrir þinn þátt í stórstígum framförum Ágústs undanfarin ár. Ég vona bara að sá sem tekur við af Hafdísi komist með tærnar þar sem hún fer úr skónum. Þá verðum við Ágúst ánægðir. Við verðum reyndar líka ánægðir ef Hafdís verður ánægð í nýju vinnunni sinni – ef ekki, þá veit hún hvar okkur verður að finna.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun