
Hrós til þroskaþjálfa
Drengurinn minn var snemma greindur einhverfur og það var lán. Hann fékk það sem kallað er snemmtæk íhlutun. Sem, þegar maður hugsar um það, er alveg lykilatriði – að ná til barna meðan þau eru á aldursbili mests mögulegs þroska – þá eru bestar líkur á örum framförum.
Leikskólinn hans Ágústs réð þroskaþjálfa til að sinna hans þörfum eftir að greining lá fyrir. Þegar Ágúst mætti eldhress í leikskólann sinn í fyrsta skipti var hann vart talandi og um mjög margt félagslega talsvert frá því að vera aldurssvarandi (bara eins og pabbi sinn, myndu margir segja – en það er önnur saga).
Núna er það ærið verkefni að fá hann til að þagna stundarkorn – sem er ótrúlega góð tilfinning. Hann er margfalt félagsfærnari og eiginlega bara allur annar. Það hefur tekist að tosa hann úr skelinni að hluta a.m.k. Það er magnað hvað honum hefur fleygt fram.
Það var mikil gæfa fyrir okkur Ágúst að leikskólinn hans, Akrar í Garðabæ, réði Hafdísi Björk Þorsteinsdóttur til starfa sem þroskaþjálfa fyrir um tveimur árum. Henni vil ég hrósa sérstaklega fyrir hennar starf og árangur með drenginn minn. Hún hefur ekki bara skipt máli, heldur verið lykilmanneskja í hans framförum. Hún hefur reynst honum og mér svo vel að nú, þegar hún fer til annarra starfa, er maður bæði þakklátur og sorgmæddur.
Þakklátur fyrir allt hennar starf, atlæti og alúð gagnvart Ágústi og sorgmæddur að hún sé að yfirgefa okkur. Hafdís hefur kennt honum Ágústi margt sem seint verður fullþakkað en mér hefur hún helst kennt að meta starf góðs þroskaþjálfa að verðleikum. Takk Hafdís fyrir þinn þátt í stórstígum framförum Ágústs undanfarin ár.
Ég vona bara að sá sem tekur við af Hafdísi komist með tærnar þar sem hún fer úr skónum. Þá verðum við Ágúst ánægðir. Við verðum reyndar líka ánægðir ef Hafdís verður ánægð í nýju vinnunni sinni – ef ekki, þá veit hún hvar okkur verður að finna.
Skoðun

Nýjar lausnir fyrir nýja tíma
Finnur Beck skrifar

Freklega vegið að líffræðilegum fjölbreytileika
Jódís Skúladóttir skrifar

… hver er á bakvakt?
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Lygarinn, ég?
Jón Ármann Steinsson skrifar

Nokkur orð um Sinfó
Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar

Að verða vitni að drápi á hvalkýr og kálfi
Arne Feuerhahn skrifar

Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir
Skúli Helgason skrifar

Ópera - framtíðin er björt!
Andri Björn Róbertsson skrifar

Þegar lítil þúfa...
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Að brenna bláa akurinn
Jón Kaldal skrifar

Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Breytum um kúrs
Sigmar Guðmundsson skrifar

Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni
Jón Ármann Steinsson skrifar

Hálfleikur
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Kvóti á kyrrð öræfanna
Haukur Arnþórsson skrifar

Burt með sjálftöku og spillingu
Sigurjón Þórðarson skrifar

Ríkislögreglustjóri hótar héraðsdómi
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar

Sjúkraliðar – ný viðbót í geðheilbrigðisþjónustu
Sandra B. Franks skrifar

Tekur landsstjórnin ekkert mark á lögum um almannatryggingar?
Finnur Birgisson skrifar

Götóttar kvíar og enn lekara regluverk
Tómas Guðbjartsson skrifar

Svar við grein Samuel Rostøl
Jón Vigfús Guðjónsson skrifar

Forvarnir gegn fávisku
Birgir Dýrfjörð skrifar

Hungurverkfall í 21 dag
Samuel Rostøl skrifar

Bergið headspace er 5 ára
Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar

Neistaflug
Guðmundur Engilbertsson skrifar

Breytum orðum í aðgerðir - hraðari árangur til 2030
Auður Hrefna Guðmundsdóttir,Vala Karen Viðarsdóttir skrifar

Ekki meinlaus heldur hatursfull orðræða
Anna Lilja Björnsdóttir,Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar

Hugum að heyrn
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Bílrúðuviðgerð er ókeypis og umhverfisvæn
Ágúst Mogensen skrifar

Stór orð en ekkert fjármagn
Kristrún Frostadóttir skrifar