Hrós til þroskaþjálfa Sigurður Örn Ágústsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Það er ótrúlega margt í lífinu sem maður hefur engan áhuga né skilning á, þangað til að það skiptir mann sjálfan, persónulega, máli. Fyrir ekki svo löngu vissi ég ekki neitt um, né hafði ég sérstakan áhuga á að vita, hvaða hlutverki þroskaþjálfar gegna. Vissi að þeir væru til en lítið annað. En nú veit ég að þeir skipta þá sem þeirra liðveislu njóta gríðarlega miklu máli. Og líka að munurinn á góðum, reynslumiklum þroskaþjálfa sem leggur sig fram í starfi og hinum sem leggja minna á sig er í veldisvís. Góðir þroskaþjálfar geta skipt sköpum. Drengurinn minn var snemma greindur einhverfur og það var lán. Hann fékk það sem kallað er snemmtæk íhlutun. Sem, þegar maður hugsar um það, er alveg lykilatriði – að ná til barna meðan þau eru á aldursbili mests mögulegs þroska – þá eru bestar líkur á örum framförum. Leikskólinn hans Ágústs réð þroskaþjálfa til að sinna hans þörfum eftir að greining lá fyrir. Þegar Ágúst mætti eldhress í leikskólann sinn í fyrsta skipti var hann vart talandi og um mjög margt félagslega talsvert frá því að vera aldurssvarandi (bara eins og pabbi sinn, myndu margir segja – en það er önnur saga). Núna er það ærið verkefni að fá hann til að þagna stundarkorn – sem er ótrúlega góð tilfinning. Hann er margfalt félagsfærnari og eiginlega bara allur annar. Það hefur tekist að tosa hann úr skelinni að hluta a.m.k. Það er magnað hvað honum hefur fleygt fram. Það var mikil gæfa fyrir okkur Ágúst að leikskólinn hans, Akrar í Garðabæ, réði Hafdísi Björk Þorsteinsdóttur til starfa sem þroskaþjálfa fyrir um tveimur árum. Henni vil ég hrósa sérstaklega fyrir hennar starf og árangur með drenginn minn. Hún hefur ekki bara skipt máli, heldur verið lykilmanneskja í hans framförum. Hún hefur reynst honum og mér svo vel að nú, þegar hún fer til annarra starfa, er maður bæði þakklátur og sorgmæddur. Þakklátur fyrir allt hennar starf, atlæti og alúð gagnvart Ágústi og sorgmæddur að hún sé að yfirgefa okkur. Hafdís hefur kennt honum Ágústi margt sem seint verður fullþakkað en mér hefur hún helst kennt að meta starf góðs þroskaþjálfa að verðleikum. Takk Hafdís fyrir þinn þátt í stórstígum framförum Ágústs undanfarin ár. Ég vona bara að sá sem tekur við af Hafdísi komist með tærnar þar sem hún fer úr skónum. Þá verðum við Ágúst ánægðir. Við verðum reyndar líka ánægðir ef Hafdís verður ánægð í nýju vinnunni sinni – ef ekki, þá veit hún hvar okkur verður að finna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Það er ótrúlega margt í lífinu sem maður hefur engan áhuga né skilning á, þangað til að það skiptir mann sjálfan, persónulega, máli. Fyrir ekki svo löngu vissi ég ekki neitt um, né hafði ég sérstakan áhuga á að vita, hvaða hlutverki þroskaþjálfar gegna. Vissi að þeir væru til en lítið annað. En nú veit ég að þeir skipta þá sem þeirra liðveislu njóta gríðarlega miklu máli. Og líka að munurinn á góðum, reynslumiklum þroskaþjálfa sem leggur sig fram í starfi og hinum sem leggja minna á sig er í veldisvís. Góðir þroskaþjálfar geta skipt sköpum. Drengurinn minn var snemma greindur einhverfur og það var lán. Hann fékk það sem kallað er snemmtæk íhlutun. Sem, þegar maður hugsar um það, er alveg lykilatriði – að ná til barna meðan þau eru á aldursbili mests mögulegs þroska – þá eru bestar líkur á örum framförum. Leikskólinn hans Ágústs réð þroskaþjálfa til að sinna hans þörfum eftir að greining lá fyrir. Þegar Ágúst mætti eldhress í leikskólann sinn í fyrsta skipti var hann vart talandi og um mjög margt félagslega talsvert frá því að vera aldurssvarandi (bara eins og pabbi sinn, myndu margir segja – en það er önnur saga). Núna er það ærið verkefni að fá hann til að þagna stundarkorn – sem er ótrúlega góð tilfinning. Hann er margfalt félagsfærnari og eiginlega bara allur annar. Það hefur tekist að tosa hann úr skelinni að hluta a.m.k. Það er magnað hvað honum hefur fleygt fram. Það var mikil gæfa fyrir okkur Ágúst að leikskólinn hans, Akrar í Garðabæ, réði Hafdísi Björk Þorsteinsdóttur til starfa sem þroskaþjálfa fyrir um tveimur árum. Henni vil ég hrósa sérstaklega fyrir hennar starf og árangur með drenginn minn. Hún hefur ekki bara skipt máli, heldur verið lykilmanneskja í hans framförum. Hún hefur reynst honum og mér svo vel að nú, þegar hún fer til annarra starfa, er maður bæði þakklátur og sorgmæddur. Þakklátur fyrir allt hennar starf, atlæti og alúð gagnvart Ágústi og sorgmæddur að hún sé að yfirgefa okkur. Hafdís hefur kennt honum Ágústi margt sem seint verður fullþakkað en mér hefur hún helst kennt að meta starf góðs þroskaþjálfa að verðleikum. Takk Hafdís fyrir þinn þátt í stórstígum framförum Ágústs undanfarin ár. Ég vona bara að sá sem tekur við af Hafdísi komist með tærnar þar sem hún fer úr skónum. Þá verðum við Ágúst ánægðir. Við verðum reyndar líka ánægðir ef Hafdís verður ánægð í nýju vinnunni sinni – ef ekki, þá veit hún hvar okkur verður að finna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar