Það er ótrúlega margt í lífinu sem maður hefur engan áhuga né skilning á, þangað til að það skiptir mann sjálfan, persónulega, máli. Fyrir ekki svo löngu vissi ég ekki neitt um, né hafði ég sérstakan áhuga á að vita, hvaða hlutverki þroskaþjálfar gegna. Vissi að þeir væru til en lítið annað. En nú veit ég að þeir skipta þá sem þeirra liðveislu njóta gríðarlega miklu máli. Og líka að munurinn á góðum, reynslumiklum þroskaþjálfa sem leggur sig fram í starfi og hinum sem leggja minna á sig er í veldisvís. Góðir þroskaþjálfar geta skipt sköpum.
Drengurinn minn var snemma greindur einhverfur og það var lán. Hann fékk það sem kallað er snemmtæk íhlutun. Sem, þegar maður hugsar um það, er alveg lykilatriði – að ná til barna meðan þau eru á aldursbili mests mögulegs þroska – þá eru bestar líkur á örum framförum.
Leikskólinn hans Ágústs réð þroskaþjálfa til að sinna hans þörfum eftir að greining lá fyrir. Þegar Ágúst mætti eldhress í leikskólann sinn í fyrsta skipti var hann vart talandi og um mjög margt félagslega talsvert frá því að vera aldurssvarandi (bara eins og pabbi sinn, myndu margir segja – en það er önnur saga).
Núna er það ærið verkefni að fá hann til að þagna stundarkorn – sem er ótrúlega góð tilfinning. Hann er margfalt félagsfærnari og eiginlega bara allur annar. Það hefur tekist að tosa hann úr skelinni að hluta a.m.k. Það er magnað hvað honum hefur fleygt fram.
Það var mikil gæfa fyrir okkur Ágúst að leikskólinn hans, Akrar í Garðabæ, réði Hafdísi Björk Þorsteinsdóttur til starfa sem þroskaþjálfa fyrir um tveimur árum. Henni vil ég hrósa sérstaklega fyrir hennar starf og árangur með drenginn minn. Hún hefur ekki bara skipt máli, heldur verið lykilmanneskja í hans framförum. Hún hefur reynst honum og mér svo vel að nú, þegar hún fer til annarra starfa, er maður bæði þakklátur og sorgmæddur.
Þakklátur fyrir allt hennar starf, atlæti og alúð gagnvart Ágústi og sorgmæddur að hún sé að yfirgefa okkur. Hafdís hefur kennt honum Ágústi margt sem seint verður fullþakkað en mér hefur hún helst kennt að meta starf góðs þroskaþjálfa að verðleikum. Takk Hafdís fyrir þinn þátt í stórstígum framförum Ágústs undanfarin ár.
Ég vona bara að sá sem tekur við af Hafdísi komist með tærnar þar sem hún fer úr skónum. Þá verðum við Ágúst ánægðir. Við verðum reyndar líka ánægðir ef Hafdís verður ánægð í nýju vinnunni sinni – ef ekki, þá veit hún hvar okkur verður að finna.

Hrós til þroskaþjálfa
Skoðun

Stöðvum aðför að heilsu kvenna
Erna Bjarnadóttir,Margrét Hildur Ríkharðsdóttir,Jóna Dóra Karlsdóttir,Una María Óskarsdóttir skrifar

Með eða ekki, áfram eða stopp?
Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar

Lýðræði ofar ríki!
Ágústa Ágústsdóttir skrifar

Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Stefán Andri Gunnarsson skrifar

Öll á sömu línunni?
Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Sókn Icelandair Group
Úlfar Steindórsson skrifar

Áfram öflugt og sterkt VR undir forystu Ragnars Þórs Ingólfssonar
Guðrún B Hallbjörnsdóttir skrifar

Er samfélagið tilbúið í breytingar?
Ólafur Þór Gunnarsson skrifar

Mikilvægi menntastefnu á breyttum vinnumarkaði
Sigmundur Halldórsson skrifar

Sjálfstæðir Íslendingar í Píradís
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Veðja á hvern?
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Fíkniefnalaust Ísland árið 2000
Ásgrímur Hermannsson skrifar

Eftiráskýringar Ragnars Þórs í aðdraganda formannskjörs í VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Lekt þak, brotið klósettrör og kaldur ofn
Jón Pétursson skrifar

Píratísk flóttamannastefna
Magnús D. Norðdahl skrifar