Lífið

Ástarbréf Amy Winehouse seld á uppboði

Ugla Egilsdóttir skrifar
Amy Winehouse samdi heilan helling af ástarlögum.
Amy Winehouse samdi heilan helling af ástarlögum.
Ástarbréf sem Amy Winehouse skrifaði voru seld á uppboði í desember. Bréfin sendi hún eiginmanni sínum, Blake Fielder-Civil, á meðan hann afplánaði fangelsisdóm. Amy Winehouse lést í júlí árið 2011. Ekki er vitað hver seldi bréfin.

Eitt bréfanna sem var til sölu á uppboðinu var Valentínusarkort sem Amy sendi Blake eftir að hann sótti um skilnað frá henni.

Inn í kortið skrifaði hún upp textann við lagið Love is a Losing Game, auk fleiri ástarorða. Meðal þess sem kemur fram í bréfinu er að hún geti ekki beðið eftir að biðja um hönd hans á ný.

Samband þeirra var afar stormasamt, og mörg af lögunum á plötu hennar Back to Black voru skrifuð þegar hún var í ástarsorg eftir eitt af þeim skiptum sem þau hættu saman.

Hér að neðan er hlekkur á myndband af Amy Winehouse að syngja Love is a Losing Game á tónleikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.