Af silfurreyni og hótelfaraldri í 101 eða reitur 1.7.2.2. Egill Ólafsson skrifar 12. júní 2014 07:00 Enginn er sár, hvað þá gramur, nei, það er helst að maður fyllist sorg – sorg yfir því að horfa upp á enn einn faraldurinn ríða húsum skefjalaust í okkar krumpaða og um margt vanþróaða samfélagi. Nú heitir faraldurinn; Hótel má vera í öðru hverju húsi í 101. Borgarkerfið tekur þátt í að bera smitið út með því að horfa aðeins til stundargræðgissjónarmiða. Kerfið stundar blekkingarleiki í kynningu á fyrirhuguðum breytingum á reitnum Grettisgötu 17 auk lóðanna fyrir norðan reitinn. Þar sem t.d. reiturinn er ekki nefndur með nafni heldur 1.7.2.2. og er að auki auglýstur í Fréttablaðinu 23.12.13, já, á Þorláksmessu. Þannig er engu líkara en stjórnvöld gangi til liðs við gíruga fjárfesta sem krefjast ávöxtunar með ljóshraða og hafa gjarnan enga tilfinningu fyrir umhverfi, væntanlegu raski, lífi, framtíð eða sögu borgarhlutans. Hótellóðarreitirnir eru gjarnan fylltir með of miklu byggingarmagni og oftar en ekki fylgja smekklausar lausnir (eins og dæmin sanna). Ef framkvæmdir vegna Grettisgötu 17 ganga eftir mun fylgja því heilmikið rask, jafnvel rask sem skaðað getur nærliggjandi hús, fyrir utan aðrar afleiðingar. Nú er svo komið að í Grettisgötu einni eru 12 gistihús og enn fjölgar þeim. Afleiðingin af þessu er augljós; göturnar fyllast af rútum og bílaleigubílum sem þjónusta ferðamenn. Skröltandi ferðatöskur liðlangan sólarhringinn setja mark sitt á hljóðheiminn og ekki síður hið sýnilega. Nú á að farga gömlum og fallegum silfurreyni – óbeint er vegið að tilvist íbúanna sem fyrir eru í 101 – það er verið að takmarka lífsgæði þeirra og það sem meira er, það er verið að lækka verðgildi og gæði húsa þeirra, hver vill þegar upp er staðið búa í þyrpingu hótela – hér á að byggja ofan í jörðina og láta gamalt hús þjóna sem fortjald með því að flytja það að götu, en reisa stærri byggingar innar í lóðinni að húsum við Laugaveg. Verstur verður fylgikvillinn sem er að þjónustan við íbúana fer þverrandi – þegar ber á þessu og ef fram heldur sem horfir þá er stutt í að íbúarnir flytji í burtu. Hvað stendur þá eftir, þegar 101 verður orðinn að samfelldri byggð gistihúsa þar sem ferðamenn gapa hver upp í annan. Skynsemi segir að þetta beri að takmarka – það sé ráðlegt að búa til regluverk um hvers konar hótel eigi að vera í 101 og hvað þau megi vera þétt. Þessi eftirlátssemi og stjórnleysi Reykjavíkurborgar leiðir til þess að allir tapa – íbúarnir flytjast úr hverfunum og einsleitnin verður allsráðandi í stóru og smáu – getur verið að einhver sækist í þannig umhverfi – Nei, ekki ég og heldur ekki sá sem vill kynnast landi og þjóð á sínum ferðalögum. Gerum Grettisgötu 17 að aðlaðandi reit – litlu torgi þar sem við öll, því öll erum við ferðamenn í gegnum þetta skarða líf – já, þar sem við öll eigum griðland undir öldruðum SILFURREYNI, sem enn á eftir 150 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Enginn er sár, hvað þá gramur, nei, það er helst að maður fyllist sorg – sorg yfir því að horfa upp á enn einn faraldurinn ríða húsum skefjalaust í okkar krumpaða og um margt vanþróaða samfélagi. Nú heitir faraldurinn; Hótel má vera í öðru hverju húsi í 101. Borgarkerfið tekur þátt í að bera smitið út með því að horfa aðeins til stundargræðgissjónarmiða. Kerfið stundar blekkingarleiki í kynningu á fyrirhuguðum breytingum á reitnum Grettisgötu 17 auk lóðanna fyrir norðan reitinn. Þar sem t.d. reiturinn er ekki nefndur með nafni heldur 1.7.2.2. og er að auki auglýstur í Fréttablaðinu 23.12.13, já, á Þorláksmessu. Þannig er engu líkara en stjórnvöld gangi til liðs við gíruga fjárfesta sem krefjast ávöxtunar með ljóshraða og hafa gjarnan enga tilfinningu fyrir umhverfi, væntanlegu raski, lífi, framtíð eða sögu borgarhlutans. Hótellóðarreitirnir eru gjarnan fylltir með of miklu byggingarmagni og oftar en ekki fylgja smekklausar lausnir (eins og dæmin sanna). Ef framkvæmdir vegna Grettisgötu 17 ganga eftir mun fylgja því heilmikið rask, jafnvel rask sem skaðað getur nærliggjandi hús, fyrir utan aðrar afleiðingar. Nú er svo komið að í Grettisgötu einni eru 12 gistihús og enn fjölgar þeim. Afleiðingin af þessu er augljós; göturnar fyllast af rútum og bílaleigubílum sem þjónusta ferðamenn. Skröltandi ferðatöskur liðlangan sólarhringinn setja mark sitt á hljóðheiminn og ekki síður hið sýnilega. Nú á að farga gömlum og fallegum silfurreyni – óbeint er vegið að tilvist íbúanna sem fyrir eru í 101 – það er verið að takmarka lífsgæði þeirra og það sem meira er, það er verið að lækka verðgildi og gæði húsa þeirra, hver vill þegar upp er staðið búa í þyrpingu hótela – hér á að byggja ofan í jörðina og láta gamalt hús þjóna sem fortjald með því að flytja það að götu, en reisa stærri byggingar innar í lóðinni að húsum við Laugaveg. Verstur verður fylgikvillinn sem er að þjónustan við íbúana fer þverrandi – þegar ber á þessu og ef fram heldur sem horfir þá er stutt í að íbúarnir flytji í burtu. Hvað stendur þá eftir, þegar 101 verður orðinn að samfelldri byggð gistihúsa þar sem ferðamenn gapa hver upp í annan. Skynsemi segir að þetta beri að takmarka – það sé ráðlegt að búa til regluverk um hvers konar hótel eigi að vera í 101 og hvað þau megi vera þétt. Þessi eftirlátssemi og stjórnleysi Reykjavíkurborgar leiðir til þess að allir tapa – íbúarnir flytjast úr hverfunum og einsleitnin verður allsráðandi í stóru og smáu – getur verið að einhver sækist í þannig umhverfi – Nei, ekki ég og heldur ekki sá sem vill kynnast landi og þjóð á sínum ferðalögum. Gerum Grettisgötu 17 að aðlaðandi reit – litlu torgi þar sem við öll, því öll erum við ferðamenn í gegnum þetta skarða líf – já, þar sem við öll eigum griðland undir öldruðum SILFURREYNI, sem enn á eftir 150 ár.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun