Lífið

Nýtt andlit Chanel No. 5

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Gisele er afar vinsæl.
Gisele er afar vinsæl. Vísir/Getty
Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen er nýtt andlit ilmvatnsins Chanel No. 5 samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu sem var send út í gær.

Leikstjórinn Baz Luhrmann leikstýrir Gisele í nýrri auglýsingaherferð en hún var valin fyrir „sína náttúrulegu fegurð og nútímalegan kvenleika,“ segir í tilkynningunni.

Baz vann einnig að herferðinni sem skartaði leikkonunni Nicole Kidman í aðalhlutverki.

Aðrar stjörnur sem hafa verið andlit ilmsins eru til að mynda Audrey Tautou, Marilyn Monroe og Brad Pitt.

Herferðin með Gisele í aðalhlutverki verður frumsýnd í lok þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.