Sjóður Gamma vill byggja 50-60 íbúðir við Hverfisgötu Haraldur Guðmundsson skrifar 21. maí 2014 07:00 Landsbankinn og Valitor voru áður með skrifstofur og útibú við Laugaveg 77. Vísir/GVA Fagfjárfestasjóður á vegum fjármálafyrirtækisins Gam Management hf. (Gamma) vill reisa fjögur til fimm þúsund fermetra húsnæði á bílastæðinu fyrir aftan Laugaveg 77. Unnið er að hönnun byggingarinnar og er þar gert ráð fyrir 50-60 íbúðum. Framkvæmdir gætu hafist í haust og heildarkostnaður verkefnisins er um tveir milljarðar króna. „Þetta er í skipulagsferli eins og staðan er núna og skipulagsyfirvöld hafa tekið mjög vel í þetta,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri Gamma. „Við stefnum að því að reisa þarna íbúðarhúsnæði og þar á meðal minni íbúðir sem henta yngra fólki. Planið er að hafa þær á viðráðanlegu verði,“ segir Gísli.Gísli HaukssonGamma hefur vakið mikla athygli á undanförnum mánuðum fyrir umsvif sín á fasteignamarkaði. Fyrirtækið rekur meðal annars sjóðina Centrum, Eclipse og Novus sem eiga Leigufélag Íslands. Leigufélagið á nú um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en stefnir á að bæta við 850 íbúðum á næstu þremur árum. Fagfjárfestasjóðurinn keypti Laugaveg 77 og lóðina fyrir aftan í apríl 2013. Húsið og lóðin voru áður í eigu Landsbankans. „Við vorum að klára að fylla húsið nú í maí. Stærstu leigjendurnir eru Reykjavíkurborg og Plain Vanilla og síðan má nefna að þarna verður einnig stórt kaffihús Pennans á jarðhæð,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar um einu og hálfu ári eftir að framkvæmdir hefjast. „Þetta svæði er að verða eitt helsta vaxtarsvæðið í miðbænum og það er ekki ólíklegt að íbúum á þessu svæði muni fjölga um 1.500 til 2.000 á næstu þremur árum ef áætlanir um uppbyggingu í kringum Hlemmsvæðið ná fram að ganga.“550 íbúðir byggðar nálægt Hlemmi Um 550 íbúðir eru í byggingu eða á leið í byggingu á nokkrum lóðum nálægt Hlemmi, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Búseti byggir nú 230 íbúðir í Þverholti, 140 íbúðir eiga að rísa á Hampiðjureitnum, 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti og 75 íbúðir á Höfðatorgi. Einnig er verið að byggja nokkur hótel á svæðinu með samtals 500 hótelherbergjum og má þar nefna 350 herbergja hótel á Höfðatorgi. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Fagfjárfestasjóður á vegum fjármálafyrirtækisins Gam Management hf. (Gamma) vill reisa fjögur til fimm þúsund fermetra húsnæði á bílastæðinu fyrir aftan Laugaveg 77. Unnið er að hönnun byggingarinnar og er þar gert ráð fyrir 50-60 íbúðum. Framkvæmdir gætu hafist í haust og heildarkostnaður verkefnisins er um tveir milljarðar króna. „Þetta er í skipulagsferli eins og staðan er núna og skipulagsyfirvöld hafa tekið mjög vel í þetta,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri Gamma. „Við stefnum að því að reisa þarna íbúðarhúsnæði og þar á meðal minni íbúðir sem henta yngra fólki. Planið er að hafa þær á viðráðanlegu verði,“ segir Gísli.Gísli HaukssonGamma hefur vakið mikla athygli á undanförnum mánuðum fyrir umsvif sín á fasteignamarkaði. Fyrirtækið rekur meðal annars sjóðina Centrum, Eclipse og Novus sem eiga Leigufélag Íslands. Leigufélagið á nú um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en stefnir á að bæta við 850 íbúðum á næstu þremur árum. Fagfjárfestasjóðurinn keypti Laugaveg 77 og lóðina fyrir aftan í apríl 2013. Húsið og lóðin voru áður í eigu Landsbankans. „Við vorum að klára að fylla húsið nú í maí. Stærstu leigjendurnir eru Reykjavíkurborg og Plain Vanilla og síðan má nefna að þarna verður einnig stórt kaffihús Pennans á jarðhæð,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar um einu og hálfu ári eftir að framkvæmdir hefjast. „Þetta svæði er að verða eitt helsta vaxtarsvæðið í miðbænum og það er ekki ólíklegt að íbúum á þessu svæði muni fjölga um 1.500 til 2.000 á næstu þremur árum ef áætlanir um uppbyggingu í kringum Hlemmsvæðið ná fram að ganga.“550 íbúðir byggðar nálægt Hlemmi Um 550 íbúðir eru í byggingu eða á leið í byggingu á nokkrum lóðum nálægt Hlemmi, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Búseti byggir nú 230 íbúðir í Þverholti, 140 íbúðir eiga að rísa á Hampiðjureitnum, 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti og 75 íbúðir á Höfðatorgi. Einnig er verið að byggja nokkur hótel á svæðinu með samtals 500 hótelherbergjum og má þar nefna 350 herbergja hótel á Höfðatorgi.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira