Sjóður Gamma vill byggja 50-60 íbúðir við Hverfisgötu Haraldur Guðmundsson skrifar 21. maí 2014 07:00 Landsbankinn og Valitor voru áður með skrifstofur og útibú við Laugaveg 77. Vísir/GVA Fagfjárfestasjóður á vegum fjármálafyrirtækisins Gam Management hf. (Gamma) vill reisa fjögur til fimm þúsund fermetra húsnæði á bílastæðinu fyrir aftan Laugaveg 77. Unnið er að hönnun byggingarinnar og er þar gert ráð fyrir 50-60 íbúðum. Framkvæmdir gætu hafist í haust og heildarkostnaður verkefnisins er um tveir milljarðar króna. „Þetta er í skipulagsferli eins og staðan er núna og skipulagsyfirvöld hafa tekið mjög vel í þetta,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri Gamma. „Við stefnum að því að reisa þarna íbúðarhúsnæði og þar á meðal minni íbúðir sem henta yngra fólki. Planið er að hafa þær á viðráðanlegu verði,“ segir Gísli.Gísli HaukssonGamma hefur vakið mikla athygli á undanförnum mánuðum fyrir umsvif sín á fasteignamarkaði. Fyrirtækið rekur meðal annars sjóðina Centrum, Eclipse og Novus sem eiga Leigufélag Íslands. Leigufélagið á nú um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en stefnir á að bæta við 850 íbúðum á næstu þremur árum. Fagfjárfestasjóðurinn keypti Laugaveg 77 og lóðina fyrir aftan í apríl 2013. Húsið og lóðin voru áður í eigu Landsbankans. „Við vorum að klára að fylla húsið nú í maí. Stærstu leigjendurnir eru Reykjavíkurborg og Plain Vanilla og síðan má nefna að þarna verður einnig stórt kaffihús Pennans á jarðhæð,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar um einu og hálfu ári eftir að framkvæmdir hefjast. „Þetta svæði er að verða eitt helsta vaxtarsvæðið í miðbænum og það er ekki ólíklegt að íbúum á þessu svæði muni fjölga um 1.500 til 2.000 á næstu þremur árum ef áætlanir um uppbyggingu í kringum Hlemmsvæðið ná fram að ganga.“550 íbúðir byggðar nálægt Hlemmi Um 550 íbúðir eru í byggingu eða á leið í byggingu á nokkrum lóðum nálægt Hlemmi, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Búseti byggir nú 230 íbúðir í Þverholti, 140 íbúðir eiga að rísa á Hampiðjureitnum, 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti og 75 íbúðir á Höfðatorgi. Einnig er verið að byggja nokkur hótel á svæðinu með samtals 500 hótelherbergjum og má þar nefna 350 herbergja hótel á Höfðatorgi. Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Fagfjárfestasjóður á vegum fjármálafyrirtækisins Gam Management hf. (Gamma) vill reisa fjögur til fimm þúsund fermetra húsnæði á bílastæðinu fyrir aftan Laugaveg 77. Unnið er að hönnun byggingarinnar og er þar gert ráð fyrir 50-60 íbúðum. Framkvæmdir gætu hafist í haust og heildarkostnaður verkefnisins er um tveir milljarðar króna. „Þetta er í skipulagsferli eins og staðan er núna og skipulagsyfirvöld hafa tekið mjög vel í þetta,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri Gamma. „Við stefnum að því að reisa þarna íbúðarhúsnæði og þar á meðal minni íbúðir sem henta yngra fólki. Planið er að hafa þær á viðráðanlegu verði,“ segir Gísli.Gísli HaukssonGamma hefur vakið mikla athygli á undanförnum mánuðum fyrir umsvif sín á fasteignamarkaði. Fyrirtækið rekur meðal annars sjóðina Centrum, Eclipse og Novus sem eiga Leigufélag Íslands. Leigufélagið á nú um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en stefnir á að bæta við 850 íbúðum á næstu þremur árum. Fagfjárfestasjóðurinn keypti Laugaveg 77 og lóðina fyrir aftan í apríl 2013. Húsið og lóðin voru áður í eigu Landsbankans. „Við vorum að klára að fylla húsið nú í maí. Stærstu leigjendurnir eru Reykjavíkurborg og Plain Vanilla og síðan má nefna að þarna verður einnig stórt kaffihús Pennans á jarðhæð,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar um einu og hálfu ári eftir að framkvæmdir hefjast. „Þetta svæði er að verða eitt helsta vaxtarsvæðið í miðbænum og það er ekki ólíklegt að íbúum á þessu svæði muni fjölga um 1.500 til 2.000 á næstu þremur árum ef áætlanir um uppbyggingu í kringum Hlemmsvæðið ná fram að ganga.“550 íbúðir byggðar nálægt Hlemmi Um 550 íbúðir eru í byggingu eða á leið í byggingu á nokkrum lóðum nálægt Hlemmi, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Búseti byggir nú 230 íbúðir í Þverholti, 140 íbúðir eiga að rísa á Hampiðjureitnum, 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti og 75 íbúðir á Höfðatorgi. Einnig er verið að byggja nokkur hótel á svæðinu með samtals 500 hótelherbergjum og má þar nefna 350 herbergja hótel á Höfðatorgi.
Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent