Sjóður Gamma vill byggja 50-60 íbúðir við Hverfisgötu Haraldur Guðmundsson skrifar 21. maí 2014 07:00 Landsbankinn og Valitor voru áður með skrifstofur og útibú við Laugaveg 77. Vísir/GVA Fagfjárfestasjóður á vegum fjármálafyrirtækisins Gam Management hf. (Gamma) vill reisa fjögur til fimm þúsund fermetra húsnæði á bílastæðinu fyrir aftan Laugaveg 77. Unnið er að hönnun byggingarinnar og er þar gert ráð fyrir 50-60 íbúðum. Framkvæmdir gætu hafist í haust og heildarkostnaður verkefnisins er um tveir milljarðar króna. „Þetta er í skipulagsferli eins og staðan er núna og skipulagsyfirvöld hafa tekið mjög vel í þetta,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri Gamma. „Við stefnum að því að reisa þarna íbúðarhúsnæði og þar á meðal minni íbúðir sem henta yngra fólki. Planið er að hafa þær á viðráðanlegu verði,“ segir Gísli.Gísli HaukssonGamma hefur vakið mikla athygli á undanförnum mánuðum fyrir umsvif sín á fasteignamarkaði. Fyrirtækið rekur meðal annars sjóðina Centrum, Eclipse og Novus sem eiga Leigufélag Íslands. Leigufélagið á nú um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en stefnir á að bæta við 850 íbúðum á næstu þremur árum. Fagfjárfestasjóðurinn keypti Laugaveg 77 og lóðina fyrir aftan í apríl 2013. Húsið og lóðin voru áður í eigu Landsbankans. „Við vorum að klára að fylla húsið nú í maí. Stærstu leigjendurnir eru Reykjavíkurborg og Plain Vanilla og síðan má nefna að þarna verður einnig stórt kaffihús Pennans á jarðhæð,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar um einu og hálfu ári eftir að framkvæmdir hefjast. „Þetta svæði er að verða eitt helsta vaxtarsvæðið í miðbænum og það er ekki ólíklegt að íbúum á þessu svæði muni fjölga um 1.500 til 2.000 á næstu þremur árum ef áætlanir um uppbyggingu í kringum Hlemmsvæðið ná fram að ganga.“550 íbúðir byggðar nálægt Hlemmi Um 550 íbúðir eru í byggingu eða á leið í byggingu á nokkrum lóðum nálægt Hlemmi, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Búseti byggir nú 230 íbúðir í Þverholti, 140 íbúðir eiga að rísa á Hampiðjureitnum, 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti og 75 íbúðir á Höfðatorgi. Einnig er verið að byggja nokkur hótel á svæðinu með samtals 500 hótelherbergjum og má þar nefna 350 herbergja hótel á Höfðatorgi. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Fagfjárfestasjóður á vegum fjármálafyrirtækisins Gam Management hf. (Gamma) vill reisa fjögur til fimm þúsund fermetra húsnæði á bílastæðinu fyrir aftan Laugaveg 77. Unnið er að hönnun byggingarinnar og er þar gert ráð fyrir 50-60 íbúðum. Framkvæmdir gætu hafist í haust og heildarkostnaður verkefnisins er um tveir milljarðar króna. „Þetta er í skipulagsferli eins og staðan er núna og skipulagsyfirvöld hafa tekið mjög vel í þetta,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri Gamma. „Við stefnum að því að reisa þarna íbúðarhúsnæði og þar á meðal minni íbúðir sem henta yngra fólki. Planið er að hafa þær á viðráðanlegu verði,“ segir Gísli.Gísli HaukssonGamma hefur vakið mikla athygli á undanförnum mánuðum fyrir umsvif sín á fasteignamarkaði. Fyrirtækið rekur meðal annars sjóðina Centrum, Eclipse og Novus sem eiga Leigufélag Íslands. Leigufélagið á nú um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en stefnir á að bæta við 850 íbúðum á næstu þremur árum. Fagfjárfestasjóðurinn keypti Laugaveg 77 og lóðina fyrir aftan í apríl 2013. Húsið og lóðin voru áður í eigu Landsbankans. „Við vorum að klára að fylla húsið nú í maí. Stærstu leigjendurnir eru Reykjavíkurborg og Plain Vanilla og síðan má nefna að þarna verður einnig stórt kaffihús Pennans á jarðhæð,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar um einu og hálfu ári eftir að framkvæmdir hefjast. „Þetta svæði er að verða eitt helsta vaxtarsvæðið í miðbænum og það er ekki ólíklegt að íbúum á þessu svæði muni fjölga um 1.500 til 2.000 á næstu þremur árum ef áætlanir um uppbyggingu í kringum Hlemmsvæðið ná fram að ganga.“550 íbúðir byggðar nálægt Hlemmi Um 550 íbúðir eru í byggingu eða á leið í byggingu á nokkrum lóðum nálægt Hlemmi, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Búseti byggir nú 230 íbúðir í Þverholti, 140 íbúðir eiga að rísa á Hampiðjureitnum, 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti og 75 íbúðir á Höfðatorgi. Einnig er verið að byggja nokkur hótel á svæðinu með samtals 500 hótelherbergjum og má þar nefna 350 herbergja hótel á Höfðatorgi.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur