Veturinn segir okkur að Valur verði meistari Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2014 07:00 Hrafnhildur Skúladóttir fer í gegn í bikarsigri Vals. Vísir/Daníel Úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta hefst í kvöld í Mýrinni í Garðabæ en flautað verður til leiks klukkan 19.45. Stjarnan er deildar- og deildarbikarmeistari en Valskonur unnu bikarmeistaratitilinn. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu, til að rýna í einvígið og hann segir það óumdeilt að þarna mætist tvö bestu lið landsins. „Það er engin spurning. Veturinn hefur sýnt það að Stjarnan og Valur eru með bestu liðin. Þau mættust í bikarnum og enduðu í tveimur efstu sætum deildarinnar. Stjarnan vinnur okkur, 3-1, í undanúrslitum og Valur vinnur ÍBV, 3-1. Þetta eru bestu liðin, alveg klárt,“ segir Kári. Valur vann öruggan 29-21 sigur á Stjörnunni í Mýrinni í Olís-deildinni í vetur en liðin skildu jöfn á Hlíðarenda. Valur hafði svo betur í bikarúrslitaleik liðanna, 24-19, þar sem Valsstúlkur skelltu í lás í varnarleiknum. „Það er ofboðslega erfitt að ráða í þetta. Veturinn segir okkur að Valskonur séu sigurstranglegri. Valur sigraði í tveimur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og svo gerðu þau eitt jafntefli. Ef maður horfir á tölurnar bara hrátt þá hallast maður að Valssigri en ég held það verði þá í fjórum til fimm leikjum. Allavega vonast maður eftir því,“ segir Kári en bæði lið hafa misst leikmenn meiðsli á tímabilinu. „Sólveig Lára var ekkert með Stjörnunni á móti okkur og áður eru Garðbæingar búnir að missa Hönnu Birnu í meiðsli. Þar fara rosalega mörg hraðaupphlaupsmörk. Aftur á móti verður Valur ekki með Jenny í markinu. Begga (Berglind Íris Hansdóttir) er ekkert síðri markvörður en nú þarf hún að spila kannski fimm leiki í úrslitarimmu og maður veit ekki alveg í hvernig spilformi hún er. Svo missti Valur líka Írisi Ástu út sem er vanmetinn leikmaður. Það er eitthvað sem þarf að skoða rækilega.“ Hvað þarf Stjarnan að gera til að vinna þetta einvígi? „Hún þarf að spila sinn sterka varnarleik og stoppa þessa reynslumiklu leikmenn Vals. Stjörnustúlkurnar verða líka að skora eitthvað úr hraðaupphlaupum og seinni bylgjum því þeim hefur stundum gengið erfiðlega í sóknarleiknum,“ segir Kári, en hvernig spáir hann að einvígið fari? „Ég held að Valur vinni þetta 3-2 og það verði spenna fram á síðustu sekúndu.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta hefst í kvöld í Mýrinni í Garðabæ en flautað verður til leiks klukkan 19.45. Stjarnan er deildar- og deildarbikarmeistari en Valskonur unnu bikarmeistaratitilinn. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu, til að rýna í einvígið og hann segir það óumdeilt að þarna mætist tvö bestu lið landsins. „Það er engin spurning. Veturinn hefur sýnt það að Stjarnan og Valur eru með bestu liðin. Þau mættust í bikarnum og enduðu í tveimur efstu sætum deildarinnar. Stjarnan vinnur okkur, 3-1, í undanúrslitum og Valur vinnur ÍBV, 3-1. Þetta eru bestu liðin, alveg klárt,“ segir Kári. Valur vann öruggan 29-21 sigur á Stjörnunni í Mýrinni í Olís-deildinni í vetur en liðin skildu jöfn á Hlíðarenda. Valur hafði svo betur í bikarúrslitaleik liðanna, 24-19, þar sem Valsstúlkur skelltu í lás í varnarleiknum. „Það er ofboðslega erfitt að ráða í þetta. Veturinn segir okkur að Valskonur séu sigurstranglegri. Valur sigraði í tveimur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og svo gerðu þau eitt jafntefli. Ef maður horfir á tölurnar bara hrátt þá hallast maður að Valssigri en ég held það verði þá í fjórum til fimm leikjum. Allavega vonast maður eftir því,“ segir Kári en bæði lið hafa misst leikmenn meiðsli á tímabilinu. „Sólveig Lára var ekkert með Stjörnunni á móti okkur og áður eru Garðbæingar búnir að missa Hönnu Birnu í meiðsli. Þar fara rosalega mörg hraðaupphlaupsmörk. Aftur á móti verður Valur ekki með Jenny í markinu. Begga (Berglind Íris Hansdóttir) er ekkert síðri markvörður en nú þarf hún að spila kannski fimm leiki í úrslitarimmu og maður veit ekki alveg í hvernig spilformi hún er. Svo missti Valur líka Írisi Ástu út sem er vanmetinn leikmaður. Það er eitthvað sem þarf að skoða rækilega.“ Hvað þarf Stjarnan að gera til að vinna þetta einvígi? „Hún þarf að spila sinn sterka varnarleik og stoppa þessa reynslumiklu leikmenn Vals. Stjörnustúlkurnar verða líka að skora eitthvað úr hraðaupphlaupum og seinni bylgjum því þeim hefur stundum gengið erfiðlega í sóknarleiknum,“ segir Kári, en hvernig spáir hann að einvígið fari? „Ég held að Valur vinni þetta 3-2 og það verði spenna fram á síðustu sekúndu.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn