Bóndinn mættur í Bundesliguna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. mars 2014 06:45 Heiðmar ásamt Till Hermann (17) og Cedric Post, tveimur leikmönnum sínum úr 2. flokki félagsins, en allir spiluðu þeir gegn Lemgo á miðvikudaginn. mynd/heimasíða hannover „Tilfinningin er svipuð og þegar ég var sextán ára í fótboltanum hjá Þór undir stjórn Sigga Lár. Þá tjáði hann mér að ég væri í liðinu á móti KR. Ég er með sama fiðring núna,“ sagði handknattleikskappinn Heiðmar Felixson, sem reif óvænt fram skóna á miðvikudag og lék þá með Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni. Heiðmar skoraði tvö mörk í endurkomu sinni er liðið tapaði fyrir Lemgo, 29-27. Hinn 37 ára gamli Heiðmar spilaði síðast alvöruhandboltaleik fyrir fjórum árum. Það kemur ekki til að af góðu að hann er byrjaður að spila á ný. Rúnar Kárason sleit krossband á dögunum og hin örvhenta skytta félagsins er líka meidd. „Ég er eina örvhenta skyttan sem félagið á núna. Ég vænti þess að klára tímabilið með liðinu eins og staðan er núna.“Líklega bara 55 mínútna maður Þjálfari Hannover sótti vatnið ekki yfir lækinn er hann bað Heiðmar um að spila. Heiðmar er yfirþjálfari yngri flokka félagsins og var leikmaður félagsins um árabil. „Þjálfarinn spurði mig í hvernig standi ég væri. Ég sagði honum að ég gæti væntanlega ekki spilað 60 mínútur í leik. Næ væntanlega ekki meira en 55 mínútum,“ sagði Heiðmar léttur. „Ég hef haldið mér vel við og er í fínu formi. Spila einstaka leiki fyrir önnur lið félagsins í neðri deildunum. Ég æfi ekki beint mikið en held ég kunni þetta alveg enn þá. Ég er búinn að vera brosandi alla vikuna enda frábært að fá óvænt aftur svona tækifæri þó svo það komi ekki til af góðu. Ég ætla að reyna að njóta þess.“ Hannover-Burgdorf er með gríðarlega mikla starfsemi. Lið í fjórum deildum og svo með þrjátíu yngri flokka. Eins og áður segir er Heiðmar yfirþjálfari allra yngri flokkanna og svo er hann aðalþjálfari hjá 2. flokki félagsins.Með hesta og hænur Hann hefur komið sér vel fyrir í Þýskalandi með fjölskyldu sinni á bóndabæ fyrir utan borgina. Sjálfur er hann frá Árskógsströnd þannig að hann kann vel við sveitalífið. „Það er svakalega fínt. Við erum með hesta og hænur til að mynda. Kartöflugarð og bara nefndu það. Mér finnst fara vel saman að vera bóndi og handboltaþjálfari. Það er oft mikið stress og læti í handboltaheiminum og þá er gott að dunda sér í rólegheitunum við sveitastörfin. Þetta hentar mér fullkomlega.“ Handbolti Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira
„Tilfinningin er svipuð og þegar ég var sextán ára í fótboltanum hjá Þór undir stjórn Sigga Lár. Þá tjáði hann mér að ég væri í liðinu á móti KR. Ég er með sama fiðring núna,“ sagði handknattleikskappinn Heiðmar Felixson, sem reif óvænt fram skóna á miðvikudag og lék þá með Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni. Heiðmar skoraði tvö mörk í endurkomu sinni er liðið tapaði fyrir Lemgo, 29-27. Hinn 37 ára gamli Heiðmar spilaði síðast alvöruhandboltaleik fyrir fjórum árum. Það kemur ekki til að af góðu að hann er byrjaður að spila á ný. Rúnar Kárason sleit krossband á dögunum og hin örvhenta skytta félagsins er líka meidd. „Ég er eina örvhenta skyttan sem félagið á núna. Ég vænti þess að klára tímabilið með liðinu eins og staðan er núna.“Líklega bara 55 mínútna maður Þjálfari Hannover sótti vatnið ekki yfir lækinn er hann bað Heiðmar um að spila. Heiðmar er yfirþjálfari yngri flokka félagsins og var leikmaður félagsins um árabil. „Þjálfarinn spurði mig í hvernig standi ég væri. Ég sagði honum að ég gæti væntanlega ekki spilað 60 mínútur í leik. Næ væntanlega ekki meira en 55 mínútum,“ sagði Heiðmar léttur. „Ég hef haldið mér vel við og er í fínu formi. Spila einstaka leiki fyrir önnur lið félagsins í neðri deildunum. Ég æfi ekki beint mikið en held ég kunni þetta alveg enn þá. Ég er búinn að vera brosandi alla vikuna enda frábært að fá óvænt aftur svona tækifæri þó svo það komi ekki til af góðu. Ég ætla að reyna að njóta þess.“ Hannover-Burgdorf er með gríðarlega mikla starfsemi. Lið í fjórum deildum og svo með þrjátíu yngri flokka. Eins og áður segir er Heiðmar yfirþjálfari allra yngri flokkanna og svo er hann aðalþjálfari hjá 2. flokki félagsins.Með hesta og hænur Hann hefur komið sér vel fyrir í Þýskalandi með fjölskyldu sinni á bóndabæ fyrir utan borgina. Sjálfur er hann frá Árskógsströnd þannig að hann kann vel við sveitalífið. „Það er svakalega fínt. Við erum með hesta og hænur til að mynda. Kartöflugarð og bara nefndu það. Mér finnst fara vel saman að vera bóndi og handboltaþjálfari. Það er oft mikið stress og læti í handboltaheiminum og þá er gott að dunda sér í rólegheitunum við sveitastörfin. Þetta hentar mér fullkomlega.“
Handbolti Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira