Bóndinn mættur í Bundesliguna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. mars 2014 06:45 Heiðmar ásamt Till Hermann (17) og Cedric Post, tveimur leikmönnum sínum úr 2. flokki félagsins, en allir spiluðu þeir gegn Lemgo á miðvikudaginn. mynd/heimasíða hannover „Tilfinningin er svipuð og þegar ég var sextán ára í fótboltanum hjá Þór undir stjórn Sigga Lár. Þá tjáði hann mér að ég væri í liðinu á móti KR. Ég er með sama fiðring núna,“ sagði handknattleikskappinn Heiðmar Felixson, sem reif óvænt fram skóna á miðvikudag og lék þá með Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni. Heiðmar skoraði tvö mörk í endurkomu sinni er liðið tapaði fyrir Lemgo, 29-27. Hinn 37 ára gamli Heiðmar spilaði síðast alvöruhandboltaleik fyrir fjórum árum. Það kemur ekki til að af góðu að hann er byrjaður að spila á ný. Rúnar Kárason sleit krossband á dögunum og hin örvhenta skytta félagsins er líka meidd. „Ég er eina örvhenta skyttan sem félagið á núna. Ég vænti þess að klára tímabilið með liðinu eins og staðan er núna.“Líklega bara 55 mínútna maður Þjálfari Hannover sótti vatnið ekki yfir lækinn er hann bað Heiðmar um að spila. Heiðmar er yfirþjálfari yngri flokka félagsins og var leikmaður félagsins um árabil. „Þjálfarinn spurði mig í hvernig standi ég væri. Ég sagði honum að ég gæti væntanlega ekki spilað 60 mínútur í leik. Næ væntanlega ekki meira en 55 mínútum,“ sagði Heiðmar léttur. „Ég hef haldið mér vel við og er í fínu formi. Spila einstaka leiki fyrir önnur lið félagsins í neðri deildunum. Ég æfi ekki beint mikið en held ég kunni þetta alveg enn þá. Ég er búinn að vera brosandi alla vikuna enda frábært að fá óvænt aftur svona tækifæri þó svo það komi ekki til af góðu. Ég ætla að reyna að njóta þess.“ Hannover-Burgdorf er með gríðarlega mikla starfsemi. Lið í fjórum deildum og svo með þrjátíu yngri flokka. Eins og áður segir er Heiðmar yfirþjálfari allra yngri flokkanna og svo er hann aðalþjálfari hjá 2. flokki félagsins.Með hesta og hænur Hann hefur komið sér vel fyrir í Þýskalandi með fjölskyldu sinni á bóndabæ fyrir utan borgina. Sjálfur er hann frá Árskógsströnd þannig að hann kann vel við sveitalífið. „Það er svakalega fínt. Við erum með hesta og hænur til að mynda. Kartöflugarð og bara nefndu það. Mér finnst fara vel saman að vera bóndi og handboltaþjálfari. Það er oft mikið stress og læti í handboltaheiminum og þá er gott að dunda sér í rólegheitunum við sveitastörfin. Þetta hentar mér fullkomlega.“ Handbolti Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
„Tilfinningin er svipuð og þegar ég var sextán ára í fótboltanum hjá Þór undir stjórn Sigga Lár. Þá tjáði hann mér að ég væri í liðinu á móti KR. Ég er með sama fiðring núna,“ sagði handknattleikskappinn Heiðmar Felixson, sem reif óvænt fram skóna á miðvikudag og lék þá með Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni. Heiðmar skoraði tvö mörk í endurkomu sinni er liðið tapaði fyrir Lemgo, 29-27. Hinn 37 ára gamli Heiðmar spilaði síðast alvöruhandboltaleik fyrir fjórum árum. Það kemur ekki til að af góðu að hann er byrjaður að spila á ný. Rúnar Kárason sleit krossband á dögunum og hin örvhenta skytta félagsins er líka meidd. „Ég er eina örvhenta skyttan sem félagið á núna. Ég vænti þess að klára tímabilið með liðinu eins og staðan er núna.“Líklega bara 55 mínútna maður Þjálfari Hannover sótti vatnið ekki yfir lækinn er hann bað Heiðmar um að spila. Heiðmar er yfirþjálfari yngri flokka félagsins og var leikmaður félagsins um árabil. „Þjálfarinn spurði mig í hvernig standi ég væri. Ég sagði honum að ég gæti væntanlega ekki spilað 60 mínútur í leik. Næ væntanlega ekki meira en 55 mínútum,“ sagði Heiðmar léttur. „Ég hef haldið mér vel við og er í fínu formi. Spila einstaka leiki fyrir önnur lið félagsins í neðri deildunum. Ég æfi ekki beint mikið en held ég kunni þetta alveg enn þá. Ég er búinn að vera brosandi alla vikuna enda frábært að fá óvænt aftur svona tækifæri þó svo það komi ekki til af góðu. Ég ætla að reyna að njóta þess.“ Hannover-Burgdorf er með gríðarlega mikla starfsemi. Lið í fjórum deildum og svo með þrjátíu yngri flokka. Eins og áður segir er Heiðmar yfirþjálfari allra yngri flokkanna og svo er hann aðalþjálfari hjá 2. flokki félagsins.Með hesta og hænur Hann hefur komið sér vel fyrir í Þýskalandi með fjölskyldu sinni á bóndabæ fyrir utan borgina. Sjálfur er hann frá Árskógsströnd þannig að hann kann vel við sveitalífið. „Það er svakalega fínt. Við erum með hesta og hænur til að mynda. Kartöflugarð og bara nefndu það. Mér finnst fara vel saman að vera bóndi og handboltaþjálfari. Það er oft mikið stress og læti í handboltaheiminum og þá er gott að dunda sér í rólegheitunum við sveitastörfin. Þetta hentar mér fullkomlega.“
Handbolti Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira