Bóndinn mættur í Bundesliguna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. mars 2014 06:45 Heiðmar ásamt Till Hermann (17) og Cedric Post, tveimur leikmönnum sínum úr 2. flokki félagsins, en allir spiluðu þeir gegn Lemgo á miðvikudaginn. mynd/heimasíða hannover „Tilfinningin er svipuð og þegar ég var sextán ára í fótboltanum hjá Þór undir stjórn Sigga Lár. Þá tjáði hann mér að ég væri í liðinu á móti KR. Ég er með sama fiðring núna,“ sagði handknattleikskappinn Heiðmar Felixson, sem reif óvænt fram skóna á miðvikudag og lék þá með Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni. Heiðmar skoraði tvö mörk í endurkomu sinni er liðið tapaði fyrir Lemgo, 29-27. Hinn 37 ára gamli Heiðmar spilaði síðast alvöruhandboltaleik fyrir fjórum árum. Það kemur ekki til að af góðu að hann er byrjaður að spila á ný. Rúnar Kárason sleit krossband á dögunum og hin örvhenta skytta félagsins er líka meidd. „Ég er eina örvhenta skyttan sem félagið á núna. Ég vænti þess að klára tímabilið með liðinu eins og staðan er núna.“Líklega bara 55 mínútna maður Þjálfari Hannover sótti vatnið ekki yfir lækinn er hann bað Heiðmar um að spila. Heiðmar er yfirþjálfari yngri flokka félagsins og var leikmaður félagsins um árabil. „Þjálfarinn spurði mig í hvernig standi ég væri. Ég sagði honum að ég gæti væntanlega ekki spilað 60 mínútur í leik. Næ væntanlega ekki meira en 55 mínútum,“ sagði Heiðmar léttur. „Ég hef haldið mér vel við og er í fínu formi. Spila einstaka leiki fyrir önnur lið félagsins í neðri deildunum. Ég æfi ekki beint mikið en held ég kunni þetta alveg enn þá. Ég er búinn að vera brosandi alla vikuna enda frábært að fá óvænt aftur svona tækifæri þó svo það komi ekki til af góðu. Ég ætla að reyna að njóta þess.“ Hannover-Burgdorf er með gríðarlega mikla starfsemi. Lið í fjórum deildum og svo með þrjátíu yngri flokka. Eins og áður segir er Heiðmar yfirþjálfari allra yngri flokkanna og svo er hann aðalþjálfari hjá 2. flokki félagsins.Með hesta og hænur Hann hefur komið sér vel fyrir í Þýskalandi með fjölskyldu sinni á bóndabæ fyrir utan borgina. Sjálfur er hann frá Árskógsströnd þannig að hann kann vel við sveitalífið. „Það er svakalega fínt. Við erum með hesta og hænur til að mynda. Kartöflugarð og bara nefndu það. Mér finnst fara vel saman að vera bóndi og handboltaþjálfari. Það er oft mikið stress og læti í handboltaheiminum og þá er gott að dunda sér í rólegheitunum við sveitastörfin. Þetta hentar mér fullkomlega.“ Handbolti Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira
„Tilfinningin er svipuð og þegar ég var sextán ára í fótboltanum hjá Þór undir stjórn Sigga Lár. Þá tjáði hann mér að ég væri í liðinu á móti KR. Ég er með sama fiðring núna,“ sagði handknattleikskappinn Heiðmar Felixson, sem reif óvænt fram skóna á miðvikudag og lék þá með Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni. Heiðmar skoraði tvö mörk í endurkomu sinni er liðið tapaði fyrir Lemgo, 29-27. Hinn 37 ára gamli Heiðmar spilaði síðast alvöruhandboltaleik fyrir fjórum árum. Það kemur ekki til að af góðu að hann er byrjaður að spila á ný. Rúnar Kárason sleit krossband á dögunum og hin örvhenta skytta félagsins er líka meidd. „Ég er eina örvhenta skyttan sem félagið á núna. Ég vænti þess að klára tímabilið með liðinu eins og staðan er núna.“Líklega bara 55 mínútna maður Þjálfari Hannover sótti vatnið ekki yfir lækinn er hann bað Heiðmar um að spila. Heiðmar er yfirþjálfari yngri flokka félagsins og var leikmaður félagsins um árabil. „Þjálfarinn spurði mig í hvernig standi ég væri. Ég sagði honum að ég gæti væntanlega ekki spilað 60 mínútur í leik. Næ væntanlega ekki meira en 55 mínútum,“ sagði Heiðmar léttur. „Ég hef haldið mér vel við og er í fínu formi. Spila einstaka leiki fyrir önnur lið félagsins í neðri deildunum. Ég æfi ekki beint mikið en held ég kunni þetta alveg enn þá. Ég er búinn að vera brosandi alla vikuna enda frábært að fá óvænt aftur svona tækifæri þó svo það komi ekki til af góðu. Ég ætla að reyna að njóta þess.“ Hannover-Burgdorf er með gríðarlega mikla starfsemi. Lið í fjórum deildum og svo með þrjátíu yngri flokka. Eins og áður segir er Heiðmar yfirþjálfari allra yngri flokkanna og svo er hann aðalþjálfari hjá 2. flokki félagsins.Með hesta og hænur Hann hefur komið sér vel fyrir í Þýskalandi með fjölskyldu sinni á bóndabæ fyrir utan borgina. Sjálfur er hann frá Árskógsströnd þannig að hann kann vel við sveitalífið. „Það er svakalega fínt. Við erum með hesta og hænur til að mynda. Kartöflugarð og bara nefndu það. Mér finnst fara vel saman að vera bóndi og handboltaþjálfari. Það er oft mikið stress og læti í handboltaheiminum og þá er gott að dunda sér í rólegheitunum við sveitastörfin. Þetta hentar mér fullkomlega.“
Handbolti Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira