Bóndinn mættur í Bundesliguna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. mars 2014 06:45 Heiðmar ásamt Till Hermann (17) og Cedric Post, tveimur leikmönnum sínum úr 2. flokki félagsins, en allir spiluðu þeir gegn Lemgo á miðvikudaginn. mynd/heimasíða hannover „Tilfinningin er svipuð og þegar ég var sextán ára í fótboltanum hjá Þór undir stjórn Sigga Lár. Þá tjáði hann mér að ég væri í liðinu á móti KR. Ég er með sama fiðring núna,“ sagði handknattleikskappinn Heiðmar Felixson, sem reif óvænt fram skóna á miðvikudag og lék þá með Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni. Heiðmar skoraði tvö mörk í endurkomu sinni er liðið tapaði fyrir Lemgo, 29-27. Hinn 37 ára gamli Heiðmar spilaði síðast alvöruhandboltaleik fyrir fjórum árum. Það kemur ekki til að af góðu að hann er byrjaður að spila á ný. Rúnar Kárason sleit krossband á dögunum og hin örvhenta skytta félagsins er líka meidd. „Ég er eina örvhenta skyttan sem félagið á núna. Ég vænti þess að klára tímabilið með liðinu eins og staðan er núna.“Líklega bara 55 mínútna maður Þjálfari Hannover sótti vatnið ekki yfir lækinn er hann bað Heiðmar um að spila. Heiðmar er yfirþjálfari yngri flokka félagsins og var leikmaður félagsins um árabil. „Þjálfarinn spurði mig í hvernig standi ég væri. Ég sagði honum að ég gæti væntanlega ekki spilað 60 mínútur í leik. Næ væntanlega ekki meira en 55 mínútum,“ sagði Heiðmar léttur. „Ég hef haldið mér vel við og er í fínu formi. Spila einstaka leiki fyrir önnur lið félagsins í neðri deildunum. Ég æfi ekki beint mikið en held ég kunni þetta alveg enn þá. Ég er búinn að vera brosandi alla vikuna enda frábært að fá óvænt aftur svona tækifæri þó svo það komi ekki til af góðu. Ég ætla að reyna að njóta þess.“ Hannover-Burgdorf er með gríðarlega mikla starfsemi. Lið í fjórum deildum og svo með þrjátíu yngri flokka. Eins og áður segir er Heiðmar yfirþjálfari allra yngri flokkanna og svo er hann aðalþjálfari hjá 2. flokki félagsins.Með hesta og hænur Hann hefur komið sér vel fyrir í Þýskalandi með fjölskyldu sinni á bóndabæ fyrir utan borgina. Sjálfur er hann frá Árskógsströnd þannig að hann kann vel við sveitalífið. „Það er svakalega fínt. Við erum með hesta og hænur til að mynda. Kartöflugarð og bara nefndu það. Mér finnst fara vel saman að vera bóndi og handboltaþjálfari. Það er oft mikið stress og læti í handboltaheiminum og þá er gott að dunda sér í rólegheitunum við sveitastörfin. Þetta hentar mér fullkomlega.“ Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
„Tilfinningin er svipuð og þegar ég var sextán ára í fótboltanum hjá Þór undir stjórn Sigga Lár. Þá tjáði hann mér að ég væri í liðinu á móti KR. Ég er með sama fiðring núna,“ sagði handknattleikskappinn Heiðmar Felixson, sem reif óvænt fram skóna á miðvikudag og lék þá með Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni. Heiðmar skoraði tvö mörk í endurkomu sinni er liðið tapaði fyrir Lemgo, 29-27. Hinn 37 ára gamli Heiðmar spilaði síðast alvöruhandboltaleik fyrir fjórum árum. Það kemur ekki til að af góðu að hann er byrjaður að spila á ný. Rúnar Kárason sleit krossband á dögunum og hin örvhenta skytta félagsins er líka meidd. „Ég er eina örvhenta skyttan sem félagið á núna. Ég vænti þess að klára tímabilið með liðinu eins og staðan er núna.“Líklega bara 55 mínútna maður Þjálfari Hannover sótti vatnið ekki yfir lækinn er hann bað Heiðmar um að spila. Heiðmar er yfirþjálfari yngri flokka félagsins og var leikmaður félagsins um árabil. „Þjálfarinn spurði mig í hvernig standi ég væri. Ég sagði honum að ég gæti væntanlega ekki spilað 60 mínútur í leik. Næ væntanlega ekki meira en 55 mínútum,“ sagði Heiðmar léttur. „Ég hef haldið mér vel við og er í fínu formi. Spila einstaka leiki fyrir önnur lið félagsins í neðri deildunum. Ég æfi ekki beint mikið en held ég kunni þetta alveg enn þá. Ég er búinn að vera brosandi alla vikuna enda frábært að fá óvænt aftur svona tækifæri þó svo það komi ekki til af góðu. Ég ætla að reyna að njóta þess.“ Hannover-Burgdorf er með gríðarlega mikla starfsemi. Lið í fjórum deildum og svo með þrjátíu yngri flokka. Eins og áður segir er Heiðmar yfirþjálfari allra yngri flokkanna og svo er hann aðalþjálfari hjá 2. flokki félagsins.Með hesta og hænur Hann hefur komið sér vel fyrir í Þýskalandi með fjölskyldu sinni á bóndabæ fyrir utan borgina. Sjálfur er hann frá Árskógsströnd þannig að hann kann vel við sveitalífið. „Það er svakalega fínt. Við erum með hesta og hænur til að mynda. Kartöflugarð og bara nefndu það. Mér finnst fara vel saman að vera bóndi og handboltaþjálfari. Það er oft mikið stress og læti í handboltaheiminum og þá er gott að dunda sér í rólegheitunum við sveitastörfin. Þetta hentar mér fullkomlega.“
Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira