Ekkert íslenskt hráefni Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 24. mars 2014 08:00 Tollarnir virðast aðeins vernda tvo framleiðendur kartöflusnakks. Vísir/Stefán Háir tollar eru lagðir á kartöflusnakk sem flutt er inn til landsins. Alls er 59 prósenta tollur lagður á snakk sem unnið er úr kartöflum og 42 prósenta tollur á snakk sem unnið er úr kartöflumjöli. Þannig greiddu íslenskir neytendur 145 milljónir í verndartolla á innfluttu kartöflusnakki árið 2013. Á sama tíma er innflutningur á snakki sem unnið er úr korni tollfrjáls frá Evrópu, en utan Evrópu er tollurinn á kornsnakki 20 prósent eða meira en helmingi lægri en á kartöflusnakki. Aðeins tvö fyrirtæki hér á landi framleiða kartöflusnakk. Samkvæmt innihaldslýsingum á snakkinu sem þau framleiða notar hvorugt þeirra íslenskar kartöflur, eða annað innlent hráefni, í framleiðslu sína. Snakkið er búið til úr svokölluðum „pellets“ sem fluttar eru inn.Hjördís Birna Hjartardóttir lögmaðurUndanfarið hafa þær raddir orðið háværari sem draga í efa lögmæti þessarar gjaldheimtu. Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður á Málflutningsstofu Reykjavíkur, segir nokkur fyrirtæki vera að skoða réttarstöðu sína vegna hárrar gjaldtöku af innfluttu kartöflusnakki. Þessi fyrirtæki íhugi nú að stefna íslenska ríkinu og láta á það reyna hvort svona sérhagsmunadrifin gjaldtaka standist ákvæði stjórnarskrár. „Það er ljóst að ekkert innlent hráefni fer í að búa til það snakk sem þessir tveir innlendu framleiðendur eru að selja. Sú röksemdafærsla að verið sé að vernda íslenskan landbúnað er þess vegna að engu hafandi. Í besta falli er verið að vernda verksmiðjuframleiðslu á snakki úr erlendu hráefni,“ segir Hjördís. Þá segir hún það vekja athygli hvernig gerður sé greinarmunur á kartöflusnakki annars vegar og kornsnakki hins vegar. Lagðir séu ofurtollar á kartöflusnakk, en mun lægri eða engir tollar á kornsnakk, en þessar vörur séu í beinni samkeppni hvor við aðra. Munurinn er sá að kartöflusnakk er framleitt hér á landi en ekki kornsnakk. „Markmiðið með tollunum virðist því vera að vernda þessa tvo framleiðendur sem selja kartöflusnakk. Enginn munur er hins vegar á kartöflu- og kornsnakki í þeim skilningi að hvorugt er framleitt úr íslenskum landbúnaðarafurðum. Er því vandskilið hvað réttlætir þennan gífurlega mun annað en að vernda einstök fyrirtæki,“ segir Hjördís.Jóhannes Gunnarsson formaður NeytendasamtakannaJóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir samtökin alfarið á móti tollum af þessu tagi. „Við teljum að það eigi að lækka og í sumum tilvikum afnema alfarið tolla af vörum sem eru framleiddar úr landbúnaðarvörum hvort sem þær sjálfar eru innfluttar eða hráefnið innflutt. Þarna er verið að vernda mjög fáa framleiðendur en það er verið að senda hærri reikning heldur en nauðsynlegt er á heimilin í landinu,“ segir Jóhannes og bætir við: „Þetta er bara iðnaðarframleiðsla og á að vera tollfrjálst eins og önnur matvælaiðnarframleiðsla sem kemur inn í landið.“ Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Háir tollar eru lagðir á kartöflusnakk sem flutt er inn til landsins. Alls er 59 prósenta tollur lagður á snakk sem unnið er úr kartöflum og 42 prósenta tollur á snakk sem unnið er úr kartöflumjöli. Þannig greiddu íslenskir neytendur 145 milljónir í verndartolla á innfluttu kartöflusnakki árið 2013. Á sama tíma er innflutningur á snakki sem unnið er úr korni tollfrjáls frá Evrópu, en utan Evrópu er tollurinn á kornsnakki 20 prósent eða meira en helmingi lægri en á kartöflusnakki. Aðeins tvö fyrirtæki hér á landi framleiða kartöflusnakk. Samkvæmt innihaldslýsingum á snakkinu sem þau framleiða notar hvorugt þeirra íslenskar kartöflur, eða annað innlent hráefni, í framleiðslu sína. Snakkið er búið til úr svokölluðum „pellets“ sem fluttar eru inn.Hjördís Birna Hjartardóttir lögmaðurUndanfarið hafa þær raddir orðið háværari sem draga í efa lögmæti þessarar gjaldheimtu. Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður á Málflutningsstofu Reykjavíkur, segir nokkur fyrirtæki vera að skoða réttarstöðu sína vegna hárrar gjaldtöku af innfluttu kartöflusnakki. Þessi fyrirtæki íhugi nú að stefna íslenska ríkinu og láta á það reyna hvort svona sérhagsmunadrifin gjaldtaka standist ákvæði stjórnarskrár. „Það er ljóst að ekkert innlent hráefni fer í að búa til það snakk sem þessir tveir innlendu framleiðendur eru að selja. Sú röksemdafærsla að verið sé að vernda íslenskan landbúnað er þess vegna að engu hafandi. Í besta falli er verið að vernda verksmiðjuframleiðslu á snakki úr erlendu hráefni,“ segir Hjördís. Þá segir hún það vekja athygli hvernig gerður sé greinarmunur á kartöflusnakki annars vegar og kornsnakki hins vegar. Lagðir séu ofurtollar á kartöflusnakk, en mun lægri eða engir tollar á kornsnakk, en þessar vörur séu í beinni samkeppni hvor við aðra. Munurinn er sá að kartöflusnakk er framleitt hér á landi en ekki kornsnakk. „Markmiðið með tollunum virðist því vera að vernda þessa tvo framleiðendur sem selja kartöflusnakk. Enginn munur er hins vegar á kartöflu- og kornsnakki í þeim skilningi að hvorugt er framleitt úr íslenskum landbúnaðarafurðum. Er því vandskilið hvað réttlætir þennan gífurlega mun annað en að vernda einstök fyrirtæki,“ segir Hjördís.Jóhannes Gunnarsson formaður NeytendasamtakannaJóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir samtökin alfarið á móti tollum af þessu tagi. „Við teljum að það eigi að lækka og í sumum tilvikum afnema alfarið tolla af vörum sem eru framleiddar úr landbúnaðarvörum hvort sem þær sjálfar eru innfluttar eða hráefnið innflutt. Þarna er verið að vernda mjög fáa framleiðendur en það er verið að senda hærri reikning heldur en nauðsynlegt er á heimilin í landinu,“ segir Jóhannes og bætir við: „Þetta er bara iðnaðarframleiðsla og á að vera tollfrjálst eins og önnur matvælaiðnarframleiðsla sem kemur inn í landið.“
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira