Ofurtollar á innfluttum frönskum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. mars 2014 08:00 Félag atvinnurekenda segir neytendur borga brúsann af ofurtollum á franskar kartöflur. Vísir/Daníel Háir tollar eru lagðir á innfluttar franskar kartöflur, eða 76 prósent, samkvæmt núgildandi tollalögum. Á sama tíma er talið fullnægjandi að leggja 30 prósenta tolla á innfluttar kartöflur, sem ætla má að séu hið eiginlega verndarandlag landbúnaðarins. Aðeins eitt fyrirtæki, Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar, framleiðir franskar kartöflur hér á landi. Samkvæmt tölum frá Capacent selur umrætt fyrirtæki árlega í kringum 200 tonn af frönskum kartöflum, sem er innan við 2 prósent af heildarframleiðslu kartaflna hérlendis ef miðað er við síðastliðin fimm ár. Þá er aðeins hluti af þeim frönsku kartöflum búinn til úr íslensku hráefni, þar sem Þykkvabær flytur einnig inn kartöflur erlendis frá til að mæta vaxandi eftirspurn neytenda, og notar þær í framleiðslu sína.Björg Ásta ÞórðardóttirBjörg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda, telur þessa álagningu ekki réttlætanlega. „Samkvæmt okkar útreikningum nemur framleiðsla Þykkvabæjar á frönskum kartöflum, sem unnin er úr íslensku hráefni, innan við 5 prósent af árlegri innanlandsneyslu á frönskum kartöflum. Það þýðir í raun að 76 prósenta ofurtollur er lagður á rúmlega 95 prósent af neyslu Íslendinga á frönskum kartöflum, undir því yfirskyni að verið sé að vernda þau 5 prósent sem eftir standa“, segir Björg Ásta. Að mati Bjargar Ástu er ekki unnt að halda því fram að verið sé að vernda hagsmuni neytenda með þessu. Bendir hún á að hærri tollar leiði til hærra vöruverðs og að í tilfelli franskra kartaflna sé verðið um það bil 45 prósenta hærra fyrir íslenska neytendur en það væri ella. Þær séu því umtalsvert dýrari. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum lagt áherslu á að menn rugli ekki saman hagsmunum neytenda og einstakra framleiðenda. Í þessu tilfelli lýtur verndin að starfsemi eins fyrirtækis, sem vinnur vöru sína að stórum hluta úr erlendu hráefni. Íslenskir neytendur njóta ekki góðs af því, það eru þvert á móti þeir sem borga brúsann,“ segir Björg Ásta að lokum. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Sjá meira
Háir tollar eru lagðir á innfluttar franskar kartöflur, eða 76 prósent, samkvæmt núgildandi tollalögum. Á sama tíma er talið fullnægjandi að leggja 30 prósenta tolla á innfluttar kartöflur, sem ætla má að séu hið eiginlega verndarandlag landbúnaðarins. Aðeins eitt fyrirtæki, Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar, framleiðir franskar kartöflur hér á landi. Samkvæmt tölum frá Capacent selur umrætt fyrirtæki árlega í kringum 200 tonn af frönskum kartöflum, sem er innan við 2 prósent af heildarframleiðslu kartaflna hérlendis ef miðað er við síðastliðin fimm ár. Þá er aðeins hluti af þeim frönsku kartöflum búinn til úr íslensku hráefni, þar sem Þykkvabær flytur einnig inn kartöflur erlendis frá til að mæta vaxandi eftirspurn neytenda, og notar þær í framleiðslu sína.Björg Ásta ÞórðardóttirBjörg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda, telur þessa álagningu ekki réttlætanlega. „Samkvæmt okkar útreikningum nemur framleiðsla Þykkvabæjar á frönskum kartöflum, sem unnin er úr íslensku hráefni, innan við 5 prósent af árlegri innanlandsneyslu á frönskum kartöflum. Það þýðir í raun að 76 prósenta ofurtollur er lagður á rúmlega 95 prósent af neyslu Íslendinga á frönskum kartöflum, undir því yfirskyni að verið sé að vernda þau 5 prósent sem eftir standa“, segir Björg Ásta. Að mati Bjargar Ástu er ekki unnt að halda því fram að verið sé að vernda hagsmuni neytenda með þessu. Bendir hún á að hærri tollar leiði til hærra vöruverðs og að í tilfelli franskra kartaflna sé verðið um það bil 45 prósenta hærra fyrir íslenska neytendur en það væri ella. Þær séu því umtalsvert dýrari. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum lagt áherslu á að menn rugli ekki saman hagsmunum neytenda og einstakra framleiðenda. Í þessu tilfelli lýtur verndin að starfsemi eins fyrirtækis, sem vinnur vöru sína að stórum hluta úr erlendu hráefni. Íslenskir neytendur njóta ekki góðs af því, það eru þvert á móti þeir sem borga brúsann,“ segir Björg Ásta að lokum.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Sjá meira