Norðurþing undirbýr útboð lóða á Bakka Haraldur Guðmundsson skrifar 19. mars 2014 07:30 Gert er ráð fyrir að kísilmálmversmiðja PCC hefji starfsemi í byrjun árs 2017. Vísir/Pjetur „Það sem er einfaldlega að gerast er að hér er allt á fullu. Við erum að undirbúa útboð á lóðum á Bakka og hér er fullt af verktökum sem eru að skoða svæðið og meta stöðuna," segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings. Landsvirkjun tilkynnti á mánudag um orkusamning fyrirtækisins og PCC Bakki Silicon hf. Orkufyrirtækið mun samkvæmt honum útvega rafmagn fyrir fjörutíu milljarða króna kísilmálmverksmiðju sem PCC hyggst reisa á Bakka við Húsavík. Mánuði áður var tilkynnt um samning Landsnets og PCC um raforkuflutninga og tveimur vikum síðar bárust fréttir af ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að heimila ríkissjóði og Norðurþingi að veita fé til uppbyggingar iðnaðarhafna á Húsavík, verkefni upp á fjóra milljarða króna. Í síðustu viku samþykkti ESA síðan ríkisaðstoð til PCC vegna byggingar verksmiðjunnar. Orkusamningur Landsvirkjunar og PCC bíður nú samþykkis ESA. „Þetta er tilkynningaskylda en maður hefur ekki áhyggjur af þeim málum," segir Bergur. Bæjaryfirvöld ræða nú við önnur fyrirtæki sem hafa sýnt iðnaðaruppbyggingu á Bakka áhuga. Á meðal þeirra eru franska stórfyrirtækið Saint Gobain sem hefur óskað eftir lóð undir slípiefnaverksmiðju og íslenska félagið Klappir Development sem vill byggja og reka 120 þúsund tonna álver á svæðinu. Ingvar Unnsteinn Skúlason, framkvæmdastjóri Klappir Development, segir verkefnið í góðum farvegi og að félagið ræði nú við Landsvirkjun um orkusölu. „Það er ýmislegt í deiglunni sem ekki er tímabært að greina frá," segir Bergur spurður hvaða önnur fyrirtæki eigi nú í viðræðum við bæjaryfirvöld. „En það er þannig að við erum farin að finna fyrir öðrum umsvifum. Hér á Húsavík eru allt í einu komin þrjú endurskoðunarfyrirtæki, tvær verkfræðistofur og ýmis önnur fyrirtæki hafa komið hingað til að skoða aðstæður. Svo er verið að stækka hótel á staðnum um 4.700 fermetra og deiliskipuleggja fyrir öðru. Við erum því farin að finna fyrir þessum afleiddu áhrifum sem menn hafa óskað sér og það er mjög jákvætt," segir Bergur. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Það sem er einfaldlega að gerast er að hér er allt á fullu. Við erum að undirbúa útboð á lóðum á Bakka og hér er fullt af verktökum sem eru að skoða svæðið og meta stöðuna," segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings. Landsvirkjun tilkynnti á mánudag um orkusamning fyrirtækisins og PCC Bakki Silicon hf. Orkufyrirtækið mun samkvæmt honum útvega rafmagn fyrir fjörutíu milljarða króna kísilmálmverksmiðju sem PCC hyggst reisa á Bakka við Húsavík. Mánuði áður var tilkynnt um samning Landsnets og PCC um raforkuflutninga og tveimur vikum síðar bárust fréttir af ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að heimila ríkissjóði og Norðurþingi að veita fé til uppbyggingar iðnaðarhafna á Húsavík, verkefni upp á fjóra milljarða króna. Í síðustu viku samþykkti ESA síðan ríkisaðstoð til PCC vegna byggingar verksmiðjunnar. Orkusamningur Landsvirkjunar og PCC bíður nú samþykkis ESA. „Þetta er tilkynningaskylda en maður hefur ekki áhyggjur af þeim málum," segir Bergur. Bæjaryfirvöld ræða nú við önnur fyrirtæki sem hafa sýnt iðnaðaruppbyggingu á Bakka áhuga. Á meðal þeirra eru franska stórfyrirtækið Saint Gobain sem hefur óskað eftir lóð undir slípiefnaverksmiðju og íslenska félagið Klappir Development sem vill byggja og reka 120 þúsund tonna álver á svæðinu. Ingvar Unnsteinn Skúlason, framkvæmdastjóri Klappir Development, segir verkefnið í góðum farvegi og að félagið ræði nú við Landsvirkjun um orkusölu. „Það er ýmislegt í deiglunni sem ekki er tímabært að greina frá," segir Bergur spurður hvaða önnur fyrirtæki eigi nú í viðræðum við bæjaryfirvöld. „En það er þannig að við erum farin að finna fyrir öðrum umsvifum. Hér á Húsavík eru allt í einu komin þrjú endurskoðunarfyrirtæki, tvær verkfræðistofur og ýmis önnur fyrirtæki hafa komið hingað til að skoða aðstæður. Svo er verið að stækka hótel á staðnum um 4.700 fermetra og deiliskipuleggja fyrir öðru. Við erum því farin að finna fyrir þessum afleiddu áhrifum sem menn hafa óskað sér og það er mjög jákvætt," segir Bergur.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira