Ellefu fyrirtæki til fyrirmyndar 13. mars 2014 00:01 Frá verðlaunaafhendingunni í gær. Mynd/Aðsend Viðskiptaráð Íslands afhenti á þriðjudag ellefu fyrirtækjum viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum eftir úttekt sérstakra úttektaraðila og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti. Sjö þeirra hafa áður hlotið slíka viðurkenningu en þau eru: Icelandair group hf., Íslandspóstur hf., Íslandssjóðir hf., Landsbréf hf., Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Mannvit hf. og Stefnir hf. Fjögur fyrirtæki bættust í hópinn en þau eru: Advania hf., Greiðsluveitan ehf., Íslandsbanki hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. Viðurkenningin var veitt af Páli Harðarssyni, forstjóra Nasdaq OMX á Íslandi, Sævar Freyr Þráinssyni, Viðskiptaráði Íslands og Eyþóri Ívari Jónssyni, forstöðumanni Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands. Úlfar Steindórsson, stjórnarmaður hjá Icelandair group, sagði að ráðstefnan Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum væri mikilvæg og markaði tímamót hvað varðar að ýta á viðskiptalífið til þess að eiga samræður um hvernig megi efla góða stjórnarhætti á Íslandi í stað þess að týnast í regluverki. „Oft kemur upp umræða um hvort æskilegra sé að bindandi fyrirmæli um stjórnarhætti séu sett af löggjafarvaldinu eða hvort fyrirtækjum sé eftirlátið ríkara svigrúm til að móta sína eigin stjórnarhætti. Að mínu mati er mikilvægt að fyrirtækjum sé ekki sniðinn of þröngur stakkur að þessu leyti. Í lögum þarf vissulega að tryggja ákveðna vernd hluhafa t.d. rétt hluthafa til upplýsinga, vægi hluthafafunda og fleira. Aftur á móti verður að gæta þess að lögfesta ekki ítarlegar reglur sem kunn að vera mjög íþyngjandi fyrir atvinnulífið. Því miður viðrist tilhneiging löggjafarvaldsins oft hníga í þá átt að setja sífellt strangari reglur um með hvaða hætti aðilar eiga að stjórna sínu eigin fyrirtæki" sagði Úlfar Steindórsson. Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti, sem stóð að ráðstefnunni sagði að tilgangur verkefnisins um Fyrirmyndarfyrirtæki um góða stjórnarhætti væri fyrst og fremst til þess að færa frumkvæðið í umræðunni á góðum stjórnarháttum til stjórna fyrirtækja. „Það er mikilvægt að þau fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar hvað varðar góða stjórnarhætti séu ekki einungis að uppfylla skilyrði í reglum og leiðbeiningum heldur séu að vinna með þeim hætti og kynni nýjungar í starfsháttum sem er öðrum til fyrirmyndar." Hrund Rudolfsdóttir, stjórnarformaður Stefnis, benti á að það væri mikilvægt fyrir íslenskt atvinnulíf að endurheimta það traust sem tapast hefði á síðustu árum. Í trausti og trúverðugleika viðskiptalífsins felast mikil verðmæti. Jón Már Halldórsson, stjórnarformaður Mannvits, sagði: „Að lokum vil ég þakka Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við HÍ, Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX og Samtökum Atvinnulífsins fyrir það frumkvæði að setja á sínum tíma af stað verkefnið um Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum og hvet ég jafnframt fyrirtæki til að taka þátt, þar sem þetta er gullið tækifæri fyrir stjórnir sem vilja bæta sig." Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands afhenti á þriðjudag ellefu fyrirtækjum viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum eftir úttekt sérstakra úttektaraðila og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti. Sjö þeirra hafa áður hlotið slíka viðurkenningu en þau eru: Icelandair group hf., Íslandspóstur hf., Íslandssjóðir hf., Landsbréf hf., Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Mannvit hf. og Stefnir hf. Fjögur fyrirtæki bættust í hópinn en þau eru: Advania hf., Greiðsluveitan ehf., Íslandsbanki hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. Viðurkenningin var veitt af Páli Harðarssyni, forstjóra Nasdaq OMX á Íslandi, Sævar Freyr Þráinssyni, Viðskiptaráði Íslands og Eyþóri Ívari Jónssyni, forstöðumanni Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands. Úlfar Steindórsson, stjórnarmaður hjá Icelandair group, sagði að ráðstefnan Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum væri mikilvæg og markaði tímamót hvað varðar að ýta á viðskiptalífið til þess að eiga samræður um hvernig megi efla góða stjórnarhætti á Íslandi í stað þess að týnast í regluverki. „Oft kemur upp umræða um hvort æskilegra sé að bindandi fyrirmæli um stjórnarhætti séu sett af löggjafarvaldinu eða hvort fyrirtækjum sé eftirlátið ríkara svigrúm til að móta sína eigin stjórnarhætti. Að mínu mati er mikilvægt að fyrirtækjum sé ekki sniðinn of þröngur stakkur að þessu leyti. Í lögum þarf vissulega að tryggja ákveðna vernd hluhafa t.d. rétt hluthafa til upplýsinga, vægi hluthafafunda og fleira. Aftur á móti verður að gæta þess að lögfesta ekki ítarlegar reglur sem kunn að vera mjög íþyngjandi fyrir atvinnulífið. Því miður viðrist tilhneiging löggjafarvaldsins oft hníga í þá átt að setja sífellt strangari reglur um með hvaða hætti aðilar eiga að stjórna sínu eigin fyrirtæki" sagði Úlfar Steindórsson. Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti, sem stóð að ráðstefnunni sagði að tilgangur verkefnisins um Fyrirmyndarfyrirtæki um góða stjórnarhætti væri fyrst og fremst til þess að færa frumkvæðið í umræðunni á góðum stjórnarháttum til stjórna fyrirtækja. „Það er mikilvægt að þau fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar hvað varðar góða stjórnarhætti séu ekki einungis að uppfylla skilyrði í reglum og leiðbeiningum heldur séu að vinna með þeim hætti og kynni nýjungar í starfsháttum sem er öðrum til fyrirmyndar." Hrund Rudolfsdóttir, stjórnarformaður Stefnis, benti á að það væri mikilvægt fyrir íslenskt atvinnulíf að endurheimta það traust sem tapast hefði á síðustu árum. Í trausti og trúverðugleika viðskiptalífsins felast mikil verðmæti. Jón Már Halldórsson, stjórnarformaður Mannvits, sagði: „Að lokum vil ég þakka Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við HÍ, Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX og Samtökum Atvinnulífsins fyrir það frumkvæði að setja á sínum tíma af stað verkefnið um Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum og hvet ég jafnframt fyrirtæki til að taka þátt, þar sem þetta er gullið tækifæri fyrir stjórnir sem vilja bæta sig."
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira