Milljarður í hlutafé á einu ári Þorgils Jónsson skrifar 8. mars 2014 12:00 Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga. Íslenska tæknifyrirtækið Meniga jók í gær hlutafé sitt um eina milljón evra, sem svarar til rúmlega 150 milljóna íslenskra króna, þegar hollenski áhættufjárfestingasjóðurinn Velocity Capital keypti hlut í fyrirtækinu. Að meðtalinni fjárfestingu upp á hálfa milljón evra frá svissneska fyrirtækinu Crealogix fyrr í vetur og 800 milljóna fjárfestingu frá Kjölfestu og Frumtaki sem Meniga tilkynnti um í júní 2013, nemur hlutafjáraukning rúmlega milljarði króna á innan við ári. Verðmat fyrirtækisins stendur nú í tæpum þremur milljörðum króna. Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga, segir að fjárfestingin sé ætluð til að styðja við áframhaldandi öran vöxt og auka fjárfestingu í vöru- og viðskiptaþróun. „Meniga er leiðandi í netbankahugbúnaði í Evrópu og við sjáum mikil tækifæri í því að útvíkka lausnir okkar til að hjálpa bönkum að nýta gögn betur til að vera markvissari í að sníða vöruframboð og markaðssetningu að þörfum sinna viðskiptavina. Þannig mun þessi fjárfesting fara aðallega í að hanna lausnir sem miða að því að greina gögn og skilja þarfir neytenda og hjálpa bæði bönkum og fyrirtækjum almennt að nálgast neytendur og keppa um viðskipti þeirra.“ Georg bætir því við að mikill akkur sé í því að fá Velocity til liðs við Meniga. Sjóðurinn búi yfir sterku tengslaneti og mikilli sérþekkingu á fyrirtækjum á sviði fjármálahugbúnaðar. „Fjárfesting þeirra staðfestir verðmæti og möguleika Meniga og er í raun fyrsta fjárfesting erlends áhættufjárfestingasjóðs í íslensku nýsköpunarfyrirtæki frá hruni.“ Hann segir að fjármagnshöftin og íslenskt lagaumhverfi hafi truflað en sem betur fer hafi það ekki stöðvað viðskiptin. Georg segir margt í burðarliðnum hjá Meniga í nánustu framtíð. „Við höfum vaxið mjög hratt að undanförnu og erum stærstir á okkar sviði í Evrópu. Framtíðin er björt og allt bendir til áframhaldandi hraðs vaxtar og nýrra landvinninga. Hugbúnaður Meniga verður kominn í snertingu við um fimmtán milljónir neytenda um mitt þetta ár, og við erum á góðri leið með að ná til tuga milljóna á næstu misserum.“ Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Íslenska tæknifyrirtækið Meniga jók í gær hlutafé sitt um eina milljón evra, sem svarar til rúmlega 150 milljóna íslenskra króna, þegar hollenski áhættufjárfestingasjóðurinn Velocity Capital keypti hlut í fyrirtækinu. Að meðtalinni fjárfestingu upp á hálfa milljón evra frá svissneska fyrirtækinu Crealogix fyrr í vetur og 800 milljóna fjárfestingu frá Kjölfestu og Frumtaki sem Meniga tilkynnti um í júní 2013, nemur hlutafjáraukning rúmlega milljarði króna á innan við ári. Verðmat fyrirtækisins stendur nú í tæpum þremur milljörðum króna. Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga, segir að fjárfestingin sé ætluð til að styðja við áframhaldandi öran vöxt og auka fjárfestingu í vöru- og viðskiptaþróun. „Meniga er leiðandi í netbankahugbúnaði í Evrópu og við sjáum mikil tækifæri í því að útvíkka lausnir okkar til að hjálpa bönkum að nýta gögn betur til að vera markvissari í að sníða vöruframboð og markaðssetningu að þörfum sinna viðskiptavina. Þannig mun þessi fjárfesting fara aðallega í að hanna lausnir sem miða að því að greina gögn og skilja þarfir neytenda og hjálpa bæði bönkum og fyrirtækjum almennt að nálgast neytendur og keppa um viðskipti þeirra.“ Georg bætir því við að mikill akkur sé í því að fá Velocity til liðs við Meniga. Sjóðurinn búi yfir sterku tengslaneti og mikilli sérþekkingu á fyrirtækjum á sviði fjármálahugbúnaðar. „Fjárfesting þeirra staðfestir verðmæti og möguleika Meniga og er í raun fyrsta fjárfesting erlends áhættufjárfestingasjóðs í íslensku nýsköpunarfyrirtæki frá hruni.“ Hann segir að fjármagnshöftin og íslenskt lagaumhverfi hafi truflað en sem betur fer hafi það ekki stöðvað viðskiptin. Georg segir margt í burðarliðnum hjá Meniga í nánustu framtíð. „Við höfum vaxið mjög hratt að undanförnu og erum stærstir á okkar sviði í Evrópu. Framtíðin er björt og allt bendir til áframhaldandi hraðs vaxtar og nýrra landvinninga. Hugbúnaður Meniga verður kominn í snertingu við um fimmtán milljónir neytenda um mitt þetta ár, og við erum á góðri leið með að ná til tuga milljóna á næstu misserum.“
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira