Án styrkja er viðvarandi halli á landbúnaðarkerfinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. mars 2014 07:00 Hagstofan er í nýrri grein í Vísbendingu sögð hafa unnið gott starf á sviði landbúnaðartölfræði. Enn sé þó mikið verk óunnið. Fréttablaðið/Valli Árlegur rekstrarhalli landbúnaðarins nemur um fimm til átta milljörðum króna sé ekki tekið tillit til framleiðslustyrkja frá hinu opinbera. Þetta kemur fram í grein sem Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar í nýjasta tölublað efnahagsritsins Vísbendingar. Þórólfur styðst við gögn frá Hagstofu Íslands, sem fékk styrk frá Evrópusambandinu til að efla tölfræðivinnslu tengda landbúnaði. „Tölurnar afhjúpa svo að ekki verður um villst að tolla-, hafta- og bannstefna sem fylgt hefur verið frá því um 1930 þegar innflutningur á landbúnaðarafurðum var bannaður hefur skilað minni en engum árangri,“ segir Þórólfur í grein sinni. „Mál er að linni. Mál er að gjörbylta landbúnaðarkerfinu.“Þórólfur MatthíassonHann bendir á að um langt árabil hafi landbúnaðartölfræði verið unnin af Búnaðarfélagi Íslands eða undir handarjaðri félagasamtaka bænda. „Þessi sömu samtök hafa staðið í margháttuðu stappi við stjórnvöld, sömdu um niðurgreiðslur og útflutningsuppbætur, geymslugjöld og vaxtakostnað. Nú er samið um beingreiðslur og kvótasetningu,“ segir hann og bendir á að allir byggi þessir samningar á umfangsmikilli gagnasöfnun og gagnavinnslu. „Gagnavinnslan hefur væntanlega mótast af þörfum og hagsmunum bænda en ekki miðað að því að skaffa bókhöldurum þjóðarhags sem bestar upplýsingar.“ Fyrstu niðurstöður gagnavinnslu Hagstofunnar hafi hins vegar verið að týnast inn. Þórólfur bendir á að hallinn á rekstri landbúnaðarins, að fráteknum styrkjum, hafi verið langmestur, 30 milljarðar króna, árið 2008. Árið sé hins vegar afbrigðilegt vegna gjaldfærsluáhrifa gengis á höfuðstól gengisbundinna lána. Fram kemur í grein Þórólfs að í venjulegu árferði sé nettó fjármagnskostnaður landbúnaðarins í kringum fimm milljarðar króna. Árin sem undir séu í grein hans nemi hins vegar nettó fjármagnskostnaður hærri upphæð en hreint vinnsluvirði án styrkja. „Það þýðir að bændur nota hluta af framleiðslustyrkjunum til að greiða vexti af lánum.“ Þá séu greiðslur neikvæðar sé litið til atvinnurekstrar og launagreiðslna án framleiðslustyrkja. „Þetta þýðir að framlag vinnuaflsins til hreins vinnsluvirðis án framleiðslustyrkja er minna en ekki neitt! Framleiðni vinnuafls í landbúnaði er ekki bara lítið, það er neikvætt!“ Mest lesið Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Árlegur rekstrarhalli landbúnaðarins nemur um fimm til átta milljörðum króna sé ekki tekið tillit til framleiðslustyrkja frá hinu opinbera. Þetta kemur fram í grein sem Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar í nýjasta tölublað efnahagsritsins Vísbendingar. Þórólfur styðst við gögn frá Hagstofu Íslands, sem fékk styrk frá Evrópusambandinu til að efla tölfræðivinnslu tengda landbúnaði. „Tölurnar afhjúpa svo að ekki verður um villst að tolla-, hafta- og bannstefna sem fylgt hefur verið frá því um 1930 þegar innflutningur á landbúnaðarafurðum var bannaður hefur skilað minni en engum árangri,“ segir Þórólfur í grein sinni. „Mál er að linni. Mál er að gjörbylta landbúnaðarkerfinu.“Þórólfur MatthíassonHann bendir á að um langt árabil hafi landbúnaðartölfræði verið unnin af Búnaðarfélagi Íslands eða undir handarjaðri félagasamtaka bænda. „Þessi sömu samtök hafa staðið í margháttuðu stappi við stjórnvöld, sömdu um niðurgreiðslur og útflutningsuppbætur, geymslugjöld og vaxtakostnað. Nú er samið um beingreiðslur og kvótasetningu,“ segir hann og bendir á að allir byggi þessir samningar á umfangsmikilli gagnasöfnun og gagnavinnslu. „Gagnavinnslan hefur væntanlega mótast af þörfum og hagsmunum bænda en ekki miðað að því að skaffa bókhöldurum þjóðarhags sem bestar upplýsingar.“ Fyrstu niðurstöður gagnavinnslu Hagstofunnar hafi hins vegar verið að týnast inn. Þórólfur bendir á að hallinn á rekstri landbúnaðarins, að fráteknum styrkjum, hafi verið langmestur, 30 milljarðar króna, árið 2008. Árið sé hins vegar afbrigðilegt vegna gjaldfærsluáhrifa gengis á höfuðstól gengisbundinna lána. Fram kemur í grein Þórólfs að í venjulegu árferði sé nettó fjármagnskostnaður landbúnaðarins í kringum fimm milljarðar króna. Árin sem undir séu í grein hans nemi hins vegar nettó fjármagnskostnaður hærri upphæð en hreint vinnsluvirði án styrkja. „Það þýðir að bændur nota hluta af framleiðslustyrkjunum til að greiða vexti af lánum.“ Þá séu greiðslur neikvæðar sé litið til atvinnurekstrar og launagreiðslna án framleiðslustyrkja. „Þetta þýðir að framlag vinnuaflsins til hreins vinnsluvirðis án framleiðslustyrkja er minna en ekki neitt! Framleiðni vinnuafls í landbúnaði er ekki bara lítið, það er neikvætt!“
Mest lesið Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira