Högnuðust um 64,6 milljarða og greiða 21 milljarð í arð Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. mars 2014 07:00 Samsett mynd af stóru viðskiptabönkunum þremur. Skattgreiðslur viðskiptabankanna stóru, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, jukust um 70,6 prósent á milli áranna 2012 og 2013, samkvæmt því sem lesa má úr nýbirtum ársreikningum þeirra. Allir kvarta þeir undan auknum opinberum álögum, sem setji mark sitt á reksturinn. Þannig dregur úr hagnaði á milli ára hjá Arion banka og Íslandsbanka, en báðir birtu uppgjör skömmu fyrir mánaðamót. Hagnaður Íslandsbanka dróst saman um eitt og hálft prósent, fór úr 23,4 milljörðum í 23,1 milljarða króna, en hagnaður Arion banka um fjórðung, fór úr 17,1 milljarði í 12,7 milljarða. Einungis Landsbankinn eykur hagnað sinn á milli ára, fer úr 25,4 milljörðum króna í 28,8 milljarða, sem er 13,4 prósenta aukning á milli ára. Heildareignir jukust hjá öllum bönkunum. Samtals áttu þeir í lok síðasta árs sem svarar 2.956,4 milljörðum króna, en það er aukning um 5,3 prósent frá fyrra ári þegar þeir áttu sem svarar 2.808,5 milljörðum króna. Bankarnir leggja allir til að hluta hagnaðar síðasta árs verði varið til greiðslu arðs, en mismikils þó eftir bönkum. Íslandsbanki leggur til lægsta hlutfallið af hagnaði, 40 prósent, sem samsvarar því að bankinn greiði hluthöfum sínum 9,2 milljarða króna í arð. Arion banki leggur til að arðgreiðslan nemi 60 prósentum af hagnaði og verði 7,6 milljarðar króna. Báðir bankarnir eru að stærstum hluta í eigu kröfuhafa. Ríkið á þó fimm prósenta hlut í Íslandsbanka og fær því 461,4 milljónir króna hlutdeild af arðgreiðslu bankans. Arion banki er svo aftur að 13 prósentum í eigu ríkisins sem því fær 988 milljóna króna hlut. Landsbankinn, sem núna leggur til greiðslu arðs af 70 prósentum hagnaðar síðasta árs, eða sem svarar 20,1 milljarði króna, er hins vegar að stærstum hluta í eigu ríkisins. Bankasýslan fer með 97,08 prósenta eignarhlut í bankanum og því renna rúmir 19,5 milljarðar af arðgreiðslunni til ríkisins. Alls fær íslenska ríkið því rétt tæpan 21 milljarð króna í arð af eign sinni í viðskiptabönkunum þremur. Á kynningarfundi um uppgjör Landsbankans í gærmorgun, sem var síðastur bankanna til að birta uppgjör sitt í byrjun þessarar viku, kom fram í máli Hreiðars Bjarnasonar, framkvæmdastjóra fjármála hjá bankanum, að gangi arðgreiðslan eftir á aðalfundi muni hún hafa áhrif til lækkunar á eigin fé bankans sem nemi rúmum tveimur prósentum. „En eiginfjárstaðan er áfram gríðarlega sterk verði tillagan samþykkt,“ bætti hann við. Í árslok stóð eiginfjárhlutfall bankans í 26,7 prósentum.Bankastjórar Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans.Samsett myndLaun hækkuðu hjá öllum bankastjórum Breytingar til hækkunar urðu á launakjörum allra yfirmanna í viðskiptabönkunum þremur milli áranna 2012 og 2013 að því er lesa má út úr ársskýrslum bankanna sem birtar hafa verið síðustu daga. Af bankastjórnunum þremur er Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, með hæst mánaðarlaun, 4,2 milljónir króna. Laun hans hækkuðu um 13,9 prósent á milli ára, en á fyrra ári námu mánaðarlaun hans 3,7 milljónum. Næsthæst laun er svo Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, með, eða sem svarar rúmum þremur milljónum króna. Séu árangurstengdar greiðslur teknar með má svo hækka mánaðartekjur hennar í fyrra í 3,6 milljónir króna. Hækkun milli ára nemur 15,6 prósentum og 27 prósentum ef árangurstengdu greiðslurnar eru teknar með. Hlutfallslega hækka hins vegar mest á milli ára laun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, eða um 32,5 prósent. Hann er engu að síður með umtalsvert lægri laun en kollegar hans í hinum bönkunum. Launagreiðslur (með lífeyrissjóðsgreiðslum) til hans jafngilda mánaðarlaunum upp á rúmlega 1,8 milljónir króna í fyrra, en árið áður námu laun hans tæpum fjórtán hundruð þúsundum á mánuði. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Skattgreiðslur viðskiptabankanna stóru, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, jukust um 70,6 prósent á milli áranna 2012 og 2013, samkvæmt því sem lesa má úr nýbirtum ársreikningum þeirra. Allir kvarta þeir undan auknum opinberum álögum, sem setji mark sitt á reksturinn. Þannig dregur úr hagnaði á milli ára hjá Arion banka og Íslandsbanka, en báðir birtu uppgjör skömmu fyrir mánaðamót. Hagnaður Íslandsbanka dróst saman um eitt og hálft prósent, fór úr 23,4 milljörðum í 23,1 milljarða króna, en hagnaður Arion banka um fjórðung, fór úr 17,1 milljarði í 12,7 milljarða. Einungis Landsbankinn eykur hagnað sinn á milli ára, fer úr 25,4 milljörðum króna í 28,8 milljarða, sem er 13,4 prósenta aukning á milli ára. Heildareignir jukust hjá öllum bönkunum. Samtals áttu þeir í lok síðasta árs sem svarar 2.956,4 milljörðum króna, en það er aukning um 5,3 prósent frá fyrra ári þegar þeir áttu sem svarar 2.808,5 milljörðum króna. Bankarnir leggja allir til að hluta hagnaðar síðasta árs verði varið til greiðslu arðs, en mismikils þó eftir bönkum. Íslandsbanki leggur til lægsta hlutfallið af hagnaði, 40 prósent, sem samsvarar því að bankinn greiði hluthöfum sínum 9,2 milljarða króna í arð. Arion banki leggur til að arðgreiðslan nemi 60 prósentum af hagnaði og verði 7,6 milljarðar króna. Báðir bankarnir eru að stærstum hluta í eigu kröfuhafa. Ríkið á þó fimm prósenta hlut í Íslandsbanka og fær því 461,4 milljónir króna hlutdeild af arðgreiðslu bankans. Arion banki er svo aftur að 13 prósentum í eigu ríkisins sem því fær 988 milljóna króna hlut. Landsbankinn, sem núna leggur til greiðslu arðs af 70 prósentum hagnaðar síðasta árs, eða sem svarar 20,1 milljarði króna, er hins vegar að stærstum hluta í eigu ríkisins. Bankasýslan fer með 97,08 prósenta eignarhlut í bankanum og því renna rúmir 19,5 milljarðar af arðgreiðslunni til ríkisins. Alls fær íslenska ríkið því rétt tæpan 21 milljarð króna í arð af eign sinni í viðskiptabönkunum þremur. Á kynningarfundi um uppgjör Landsbankans í gærmorgun, sem var síðastur bankanna til að birta uppgjör sitt í byrjun þessarar viku, kom fram í máli Hreiðars Bjarnasonar, framkvæmdastjóra fjármála hjá bankanum, að gangi arðgreiðslan eftir á aðalfundi muni hún hafa áhrif til lækkunar á eigin fé bankans sem nemi rúmum tveimur prósentum. „En eiginfjárstaðan er áfram gríðarlega sterk verði tillagan samþykkt,“ bætti hann við. Í árslok stóð eiginfjárhlutfall bankans í 26,7 prósentum.Bankastjórar Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans.Samsett myndLaun hækkuðu hjá öllum bankastjórum Breytingar til hækkunar urðu á launakjörum allra yfirmanna í viðskiptabönkunum þremur milli áranna 2012 og 2013 að því er lesa má út úr ársskýrslum bankanna sem birtar hafa verið síðustu daga. Af bankastjórnunum þremur er Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, með hæst mánaðarlaun, 4,2 milljónir króna. Laun hans hækkuðu um 13,9 prósent á milli ára, en á fyrra ári námu mánaðarlaun hans 3,7 milljónum. Næsthæst laun er svo Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, með, eða sem svarar rúmum þremur milljónum króna. Séu árangurstengdar greiðslur teknar með má svo hækka mánaðartekjur hennar í fyrra í 3,6 milljónir króna. Hækkun milli ára nemur 15,6 prósentum og 27 prósentum ef árangurstengdu greiðslurnar eru teknar með. Hlutfallslega hækka hins vegar mest á milli ára laun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, eða um 32,5 prósent. Hann er engu að síður með umtalsvert lægri laun en kollegar hans í hinum bönkunum. Launagreiðslur (með lífeyrissjóðsgreiðslum) til hans jafngilda mánaðarlaunum upp á rúmlega 1,8 milljónir króna í fyrra, en árið áður námu laun hans tæpum fjórtán hundruð þúsundum á mánuði.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira