Viðskipti innlent

Segja höfnun á beiðni Haga ólögmæta

Bjarki Ármannsson skrifar
Í tilkynningu segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, meðferð málsins á skjön við ákvæði laganna.
Í tilkynningu segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, meðferð málsins á skjön við ákvæði laganna. Vísir/Anton
Höfnun atvinnuvegaráðuneytisins á beiðni Haga um gjaldlausan innflutning á ákveðnum ostum og lífrænum kjúklingi er ólögmæt, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hyggst fara fram á að ákvörðun ráðuneytisins verði dregin til baka. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins frá því í gær.

Þar segir að samkvæmt búvörulögum sé ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara skylt að senda tillögur sínar til ákveðinna aðila sem geta veitt sérfræðiráðgjöf. Þessir aðilar eru Bændasamtök Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda. Þeir hafi þá tíma til að bregðast við og koma til skila upplýsingum áður en tillögurnar eru sendar til ráðherra.

Félagið segir umsókn Haga ekki hafa borist til sín áður en henni var hafnað. Því eigi að draga þá ákvörðun ráðuneytisins til baka og senda málið lögbundnu álitsgjöfunum til umsagnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×