„Ég kúplaði mig alveg út úr lífinu“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. febrúar 2014 09:00 „Ég hef lært að sjá heiminn í nýju ljósi, lært að þekkja sjálfa mig og lært að bera virðingu fyrir mér,“ segir Erna. Vísir/Stefán Ég hef gengið í gegnum ýmislegt. Þeir hlutir sem henda mann á mótunarárunum hafa vissulega áhrif á þá sjálfsmynd sem maður mótar og þær leiðir sem maður fer í lífinu. Ég ólst upp hjá ömmu minni og afa frá eins árs aldri þar sem foreldrar mínir gátu ekki haft mig. Grunnskólagangan var mér erfið, ég var lögð í einelti sem linnti ekki fyrr en ég var komin í níunda bekk,“ segir Erna Gunnþórsdóttir. Erna gerði garðinn frægan fyrir rúmlega áratug sem eitt af fyrstu glamúrmódelum Íslands. Hún er dóttir Elínborgar Halldórsdóttur, sem betur er þekkt sem Ellý í Q4U. Erna hefur nú sagt skilið við fyrirsætubransann en líf hennar hefur ekki verið dans á rósum.Beitt kynferðislegu ofbeldi „Ég var flutt á milli skóla þegar ég var sjö ára gömul. Í skólanum sem ég fór í var mjög sterk hópamyndun og ég upplifði mig ekki velkomna. Mér var strítt fyrir að vera innskeif, kölluð ljót, feit og hvaðeina. Ég trúði því að það væri eitthvað að mér sem gerði það að verkum að krökkunum líkaði ekki við mig. Á unglingsárunum varð þessi neikvæða sjálfsmynd uppspretta sjálfshaturs og reiði en annað áfall spilaði einnig inn í,“ segir Erna. „Ég var með þráhyggju fyrir hestum og tíu ára fékk ég hest. Ég var ofsalega glöð og fannst mér ég eiga þarna athvarf og skjól. Það entist ekki lengi þar sem ég var beitt kynferðislegu ofbeldi af manni sem var með hesta á sama stað. Ég þagði lengi en þegar ég sagði loks frá þá var ekkert aðhafst. Ég vildi óska að ég gæti sagt að ég væri búin að ná sátt við þessa atburði, að ég væri búin að fyrirgefa. Það hefur ekki ennþá gerst en vonandi get ég það einhvern tíma, mín vegna.“Viti sínu fjær Fimmtán ára gömul leitaði Erna í vímugjafa til að deyfa sársaukann. „Ég byrjaði að drekka og reykja fimmtán ára og það varð mikil breyting á mér. Ég hætti að vera utangarðs og leitaði leiða til að fá útrás fyrir reiðina. Þegar ég drakk varð ég oft á tíðum ofbeldisfull og viti mínu fjær. Ég var sem betur fer orðin átján ára gömul þegar ég byrjaði að neyta fíkniefna en ég fór hratt niður. Ég man að ég gekk einu sinni inn á Langabar átján ára gömul, innan um fólk í mjög myrkum aðstæðum, og hugsaði: Hérna á ég heima.“ Næstu tvö árin einkenndust af harðri neyslu þar sem Erna sökk dýpra og dýpra. „Ég kúplaði mig alveg út úr lífinu, ég vildi ekkert með það hafa. Ég hafði engin prinsipp og fór illa með mig. Aðstandendur mínir reyndu að rétta mig af, ég fór í ótal innlagnir á geðdeild og meðferðarstofnanir en það hafði ekkert að segja. Það er ekki hægt að bjarga fólki sem vill ekki hjálp og sumir þiggja hana aldrei.“Réðst á ömmu sína Erna upplifði ýmislegt sem hún óskar engum. „Ég átti eitt sumar heima í bíldruslu sem var full af neysluáhöldum, mjög ógeðfellt. Ég hef varla náð fimmtíu kílóum í þyngd og var með sár í munnvikunum vegna vannæringar, með sýkingar og var farin að missa hár, meira að segja augnhár. Ég varð einu sinni næstum úti, það var kalda febrúarnótt. Ég var í annarlegu ástandi og var eitthvað að vafra um og hef misst meðvitund. Ég vaknaði daginn eftir ísköld. Þetta líf snerist bara um að lifa af, útvega sér efni. Ég hikaði ekki við að stela, beita ofbeldi, ég hef meira að segja ráðist á ömmu mína sem er mér harmur. Þegar ég var 21 árs rann sá dagur upp sem er sá versti í lífi fíkilsins, efnin hættu að virka. Ég hélt áfram neyslu í dálítinn tíma eftir þetta en það var allt breytt. Amma hafði áður hent mér út en þarna voru allir búnir að gefast upp. Hún vildi frekar hafa mig nær sér en vita ekki hvar ég væri eða hvort ég væri lífs eða liðin. Á þessum tíma varð afi veikur og greindist með krabbamein. Ég man þegar amma sagði við mig: Afi þinn er með krabbamein og það er erfiður tími framundan. Ég get þetta ekki með þig líka. Það brast eitthvað inní mér og ég þáði það að fara í meðferð í Götusmiðjunni hjá Guðmundi Tý, oft kallaður Mummi í Mótorsmiðjunni.“Lá á gólfinu og grét Erna dvaldi í meðferð hjá Mumma í Gunnarsholti í fjóra mánuði, rúmlega tvítug. „Ég var þarna til að verða edrú, ekki endilega vegna þess að mig langaði til þess, en ég gat ekki hugsað mér að vera í neyslu. Ég fór að njóta þess að vera edrú með tímanum og ég á einni manneskju það mikið að þakka. Hún hét Susie og var stelpa sem ég hafði kynnst þegar við vorum báðar í neyslu. Ég ætlaði ekki að trúa eigin augum þegar hún kom á Gunnarsholt eitt kvöldið með AA-fund. Hún hafði snúið við blaðinu og ég fór að trúa því að ég gæti gert slíkt hið sama. Við urðum óaðskiljanlegar upp frá þessu. Ég hef aldrei verið svona náin neinni manneskju og ég unni henni mikið, enda var ekki annað hægt, hún var svo yndisleg,“ segir Erna. Einn daginn dundi enn eitt áfallið yfir hana. „Ég var búin að vera fjóra mánuði í Gunnarsholti þegar Mummi bað mig um að koma afsíðis einn morguninn. Ég man eftir tilfinningunni sem var eins og ég hefði verið kýld niður. Afi hafði orðið bráðkvaddur um nóttina, ég lá bara á gólfinu og grét og fannst eins og öllu hefði verið kippt undan mér. Hann hafði gengið mér í föðurstað og ég gat ekki skilið af hverju hann var tekinn frá okkur. Mig langaði að gera hann stoltan af mér og biðja hann afsökunar á því hvernig ég hefði verið. Ég veit að hann yrði stoltur af mér ef hann sæi mig í dag, vonandi gerir hann það.“ Missti góða vinkonu Eftir að afi Ernu dó flutti hún aftur í bæinn og hóf nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Ég kláraði stúdentspróf á tveimur og hálfu ári með því að vera í dag- og kvöldskóla saman. Á þessum tíma kom gamall draugur upp aftur, átröskunin sem ég hafði verið að glíma við frá fimmtán ára aldri. Í Þetta skiptið heltók mig þráhyggja að vera grönn, æfa mikið, læra mikið og reyna að vera eins fullkomin og ég gæti. Það gekk allt vel á yfirborðinu, ég útskrifaðist, hóf nám við verkfræðideild Háskóla Reykjavíkur og var í sambúð með manni sem ég elskaði. Samt sem áður gat ég ekki verið hamingjusöm, ég forðaðist að fást við líðan mína og tilfinningar og það fór að síga á ógæfuhliðina fyrir mér. Það varð einhver hugarfarsbreyting, ekki bara hjá mér heldur einnig Susie. Susie fannst meðvitundarlaus á Landspítalanum í júní 2007, hún hafði tekið inn of stóran skammt vímuefna og vaknaði aldrei aftur. Hún kom frá góðu heimili en hafði lent í einelti eins og ég í skóla. Það sár greri ekki, ekki frekar en mitt. Ég var reið og ég skildi ekki hvernig það mátti vera að hún hefði dáið,“ segir Erna. Hún gafst upp á lífinu og varð háð morfíni. „Það var nýtt fyrir mér, ég hafði ekki notað það þegar ég var í neyslu áður. Morfínfíkn er skelfilegt fangelsi. Ég var lengi í feluneyslu en það fór fljótlega að halla undan fæti en eitt vissi ég, að ég vildi ekki fara inní neysluumhverfið aftur. Það var svolítið eins og ég væri föst á milli tveggja heima og tilheyrði hvorugum. Ég náði þó að hætta, fór aftur í nám og lífið virtist vera á uppleið aftur.“ Vildi verða góð mamma Árið 2008 uppgötvaðist fyrir slysni að Erna væri þunguð og komin fjóra mánuði á leið. „Mig langaði svo að verða góða mamma og vildi gefa barninu mínu gott líf. Ég trúði því og treysti að nú yrði allt í lagi. Ég vildi óska að ég gæti sagt núna að sagan hefði endað hér og allt hefði verið gott upp frá því. Því miður var það ekki svo. Í apríl 2009 var ég aftur komin í meðferð, ófrísk af mínu seinna barni en í þetta skiptið var tími skilnings og tækifæra liðinn. Ég gafst upp, þáði alla hjálp sem mér bauðst og tók leiðsögn. Ég fór í langtímameðferð, fyrst á Hlaðgerðarkoti og síðan á Brú á vegum Samhjálpar. Ég upplifði svo mikla sorg og mér fannst stundum allt svo svart og sá ekki fram á að það myndi nokkurn tíma verða betra. Í dag get ég litið á þetta tímabil með væntumþykju og þakklæti. Frá þessum tímapunkti hefur líf mitt verið yndislegt. Ég tók mér góðan tíma til að jafna mig og vera með börnunum mínum. Ég lærði að sjá heiminn upp á nýtt og mig í honum. Ég gat loksins orðið sú manneskja sem ég vildi vera og það sem mestu máli skiptir góð móðir fyrir börnin mín.“ Erna útskrifast sem hjúkrunarfræðingur núna í vor og stefnir á að hefja nám í læknisfræði erlendis. „Ég hef lært að sjá heiminn í nýju ljósi, lært að þekkja sjálfa mig og lært að bera virðingu fyrir mér. Í dag er ég umkringd fólki sem ég elska og það ann mér. Ég er búin að kveðja þetta tímabil og leggja það til hliðar og búin að ná nokkurs konar sátt. Ég myndi ekki óska neinni manneskju að lifa eins og ég lifði og líða eins og mér leið.“ Playboy-stimpillinn Talið berst að fyrirsætuheiminum en Erna er hvað þekktust fyrir að vera svokallað glamúrmódel fyrir rúmum áratug. Hún sat fyrir léttklædd í tímaritum og þótti ansi djörf. „Ég var ekki alveg í jarðsambandi á þessum tíma og sat fyrir á frekar vandræðalegum myndum sem teknar voru á kjánalegum stöðum, til dæmis í bílakjallaranum í Kringlunni, í einhverjum smáfötum. Við vorum nokkrar sem komum fram á sjónarsviðið á svipuðum tíma en ég hneykslaði fólk meira, held ég. Ég hafði ágætlega upp úr þessu á þessum árum, en þetta er nú ekki beint eitthvað sem ég set feitletrað í hástafi á ferilskrána mína,“ segir Erna. Hún hefur setið fyrir í tímaritum hérlendis og erlendis, nú síðast í Playboy Italia árið 2012. „Í þessum glamúrheimi er Playboy toppurinn. Fólk hefur frekar neikvætt viðhorf til þessarar gerðar fyrirsætustarfa. Ég skil það svo sem alveg. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta sjálfri, ég er allavega hætt að sitja fyrir. Ég passa ekkert inn í þennan heim: ég er innskeif, pæli ekkert í tísku, hef áhuga á fornleifum og eyðibýlum, drekk ekki, reyki ekki, les mikið og er ekki gefin fyrir margmenni. Það kemur alveg fyrir að fólk stimpli mig út af þessu en ég læt það yfirleitt ekki á mig fá,“ segir Erna „Mér finnst athyglisvert að glamúrmynd af berbrjósta konu úti í haga er sögð vera argasti ósómi á meðan fjórtán ára stúlkur eru myndaðar hálf berrassaðar, í grófum, ofbeldisfullum og klámfengnum stellingum fyrir tískumerki á borð við Armani og Chanel. Tónlistarmyndbönd í dag eru orðin mjög djörf. Klámvæðing virðist vera búin að þröngva sér inn í dægurmenninguna og fólk orðið svo ónæmt fyrir þessu. Nema ef einhver segir Playboy þá virðast allar viðvörunarbjöllur hringja og hneykslunin lekur af mannskapnum. Það er kannski ágætt. Fólk virðist vera að velta því alvarlega fyrir sér hvaða skilaboð börnin okkar fá úr umhverfinu.“ Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Sjá meira
Ég hef gengið í gegnum ýmislegt. Þeir hlutir sem henda mann á mótunarárunum hafa vissulega áhrif á þá sjálfsmynd sem maður mótar og þær leiðir sem maður fer í lífinu. Ég ólst upp hjá ömmu minni og afa frá eins árs aldri þar sem foreldrar mínir gátu ekki haft mig. Grunnskólagangan var mér erfið, ég var lögð í einelti sem linnti ekki fyrr en ég var komin í níunda bekk,“ segir Erna Gunnþórsdóttir. Erna gerði garðinn frægan fyrir rúmlega áratug sem eitt af fyrstu glamúrmódelum Íslands. Hún er dóttir Elínborgar Halldórsdóttur, sem betur er þekkt sem Ellý í Q4U. Erna hefur nú sagt skilið við fyrirsætubransann en líf hennar hefur ekki verið dans á rósum.Beitt kynferðislegu ofbeldi „Ég var flutt á milli skóla þegar ég var sjö ára gömul. Í skólanum sem ég fór í var mjög sterk hópamyndun og ég upplifði mig ekki velkomna. Mér var strítt fyrir að vera innskeif, kölluð ljót, feit og hvaðeina. Ég trúði því að það væri eitthvað að mér sem gerði það að verkum að krökkunum líkaði ekki við mig. Á unglingsárunum varð þessi neikvæða sjálfsmynd uppspretta sjálfshaturs og reiði en annað áfall spilaði einnig inn í,“ segir Erna. „Ég var með þráhyggju fyrir hestum og tíu ára fékk ég hest. Ég var ofsalega glöð og fannst mér ég eiga þarna athvarf og skjól. Það entist ekki lengi þar sem ég var beitt kynferðislegu ofbeldi af manni sem var með hesta á sama stað. Ég þagði lengi en þegar ég sagði loks frá þá var ekkert aðhafst. Ég vildi óska að ég gæti sagt að ég væri búin að ná sátt við þessa atburði, að ég væri búin að fyrirgefa. Það hefur ekki ennþá gerst en vonandi get ég það einhvern tíma, mín vegna.“Viti sínu fjær Fimmtán ára gömul leitaði Erna í vímugjafa til að deyfa sársaukann. „Ég byrjaði að drekka og reykja fimmtán ára og það varð mikil breyting á mér. Ég hætti að vera utangarðs og leitaði leiða til að fá útrás fyrir reiðina. Þegar ég drakk varð ég oft á tíðum ofbeldisfull og viti mínu fjær. Ég var sem betur fer orðin átján ára gömul þegar ég byrjaði að neyta fíkniefna en ég fór hratt niður. Ég man að ég gekk einu sinni inn á Langabar átján ára gömul, innan um fólk í mjög myrkum aðstæðum, og hugsaði: Hérna á ég heima.“ Næstu tvö árin einkenndust af harðri neyslu þar sem Erna sökk dýpra og dýpra. „Ég kúplaði mig alveg út úr lífinu, ég vildi ekkert með það hafa. Ég hafði engin prinsipp og fór illa með mig. Aðstandendur mínir reyndu að rétta mig af, ég fór í ótal innlagnir á geðdeild og meðferðarstofnanir en það hafði ekkert að segja. Það er ekki hægt að bjarga fólki sem vill ekki hjálp og sumir þiggja hana aldrei.“Réðst á ömmu sína Erna upplifði ýmislegt sem hún óskar engum. „Ég átti eitt sumar heima í bíldruslu sem var full af neysluáhöldum, mjög ógeðfellt. Ég hef varla náð fimmtíu kílóum í þyngd og var með sár í munnvikunum vegna vannæringar, með sýkingar og var farin að missa hár, meira að segja augnhár. Ég varð einu sinni næstum úti, það var kalda febrúarnótt. Ég var í annarlegu ástandi og var eitthvað að vafra um og hef misst meðvitund. Ég vaknaði daginn eftir ísköld. Þetta líf snerist bara um að lifa af, útvega sér efni. Ég hikaði ekki við að stela, beita ofbeldi, ég hef meira að segja ráðist á ömmu mína sem er mér harmur. Þegar ég var 21 árs rann sá dagur upp sem er sá versti í lífi fíkilsins, efnin hættu að virka. Ég hélt áfram neyslu í dálítinn tíma eftir þetta en það var allt breytt. Amma hafði áður hent mér út en þarna voru allir búnir að gefast upp. Hún vildi frekar hafa mig nær sér en vita ekki hvar ég væri eða hvort ég væri lífs eða liðin. Á þessum tíma varð afi veikur og greindist með krabbamein. Ég man þegar amma sagði við mig: Afi þinn er með krabbamein og það er erfiður tími framundan. Ég get þetta ekki með þig líka. Það brast eitthvað inní mér og ég þáði það að fara í meðferð í Götusmiðjunni hjá Guðmundi Tý, oft kallaður Mummi í Mótorsmiðjunni.“Lá á gólfinu og grét Erna dvaldi í meðferð hjá Mumma í Gunnarsholti í fjóra mánuði, rúmlega tvítug. „Ég var þarna til að verða edrú, ekki endilega vegna þess að mig langaði til þess, en ég gat ekki hugsað mér að vera í neyslu. Ég fór að njóta þess að vera edrú með tímanum og ég á einni manneskju það mikið að þakka. Hún hét Susie og var stelpa sem ég hafði kynnst þegar við vorum báðar í neyslu. Ég ætlaði ekki að trúa eigin augum þegar hún kom á Gunnarsholt eitt kvöldið með AA-fund. Hún hafði snúið við blaðinu og ég fór að trúa því að ég gæti gert slíkt hið sama. Við urðum óaðskiljanlegar upp frá þessu. Ég hef aldrei verið svona náin neinni manneskju og ég unni henni mikið, enda var ekki annað hægt, hún var svo yndisleg,“ segir Erna. Einn daginn dundi enn eitt áfallið yfir hana. „Ég var búin að vera fjóra mánuði í Gunnarsholti þegar Mummi bað mig um að koma afsíðis einn morguninn. Ég man eftir tilfinningunni sem var eins og ég hefði verið kýld niður. Afi hafði orðið bráðkvaddur um nóttina, ég lá bara á gólfinu og grét og fannst eins og öllu hefði verið kippt undan mér. Hann hafði gengið mér í föðurstað og ég gat ekki skilið af hverju hann var tekinn frá okkur. Mig langaði að gera hann stoltan af mér og biðja hann afsökunar á því hvernig ég hefði verið. Ég veit að hann yrði stoltur af mér ef hann sæi mig í dag, vonandi gerir hann það.“ Missti góða vinkonu Eftir að afi Ernu dó flutti hún aftur í bæinn og hóf nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Ég kláraði stúdentspróf á tveimur og hálfu ári með því að vera í dag- og kvöldskóla saman. Á þessum tíma kom gamall draugur upp aftur, átröskunin sem ég hafði verið að glíma við frá fimmtán ára aldri. Í Þetta skiptið heltók mig þráhyggja að vera grönn, æfa mikið, læra mikið og reyna að vera eins fullkomin og ég gæti. Það gekk allt vel á yfirborðinu, ég útskrifaðist, hóf nám við verkfræðideild Háskóla Reykjavíkur og var í sambúð með manni sem ég elskaði. Samt sem áður gat ég ekki verið hamingjusöm, ég forðaðist að fást við líðan mína og tilfinningar og það fór að síga á ógæfuhliðina fyrir mér. Það varð einhver hugarfarsbreyting, ekki bara hjá mér heldur einnig Susie. Susie fannst meðvitundarlaus á Landspítalanum í júní 2007, hún hafði tekið inn of stóran skammt vímuefna og vaknaði aldrei aftur. Hún kom frá góðu heimili en hafði lent í einelti eins og ég í skóla. Það sár greri ekki, ekki frekar en mitt. Ég var reið og ég skildi ekki hvernig það mátti vera að hún hefði dáið,“ segir Erna. Hún gafst upp á lífinu og varð háð morfíni. „Það var nýtt fyrir mér, ég hafði ekki notað það þegar ég var í neyslu áður. Morfínfíkn er skelfilegt fangelsi. Ég var lengi í feluneyslu en það fór fljótlega að halla undan fæti en eitt vissi ég, að ég vildi ekki fara inní neysluumhverfið aftur. Það var svolítið eins og ég væri föst á milli tveggja heima og tilheyrði hvorugum. Ég náði þó að hætta, fór aftur í nám og lífið virtist vera á uppleið aftur.“ Vildi verða góð mamma Árið 2008 uppgötvaðist fyrir slysni að Erna væri þunguð og komin fjóra mánuði á leið. „Mig langaði svo að verða góða mamma og vildi gefa barninu mínu gott líf. Ég trúði því og treysti að nú yrði allt í lagi. Ég vildi óska að ég gæti sagt núna að sagan hefði endað hér og allt hefði verið gott upp frá því. Því miður var það ekki svo. Í apríl 2009 var ég aftur komin í meðferð, ófrísk af mínu seinna barni en í þetta skiptið var tími skilnings og tækifæra liðinn. Ég gafst upp, þáði alla hjálp sem mér bauðst og tók leiðsögn. Ég fór í langtímameðferð, fyrst á Hlaðgerðarkoti og síðan á Brú á vegum Samhjálpar. Ég upplifði svo mikla sorg og mér fannst stundum allt svo svart og sá ekki fram á að það myndi nokkurn tíma verða betra. Í dag get ég litið á þetta tímabil með væntumþykju og þakklæti. Frá þessum tímapunkti hefur líf mitt verið yndislegt. Ég tók mér góðan tíma til að jafna mig og vera með börnunum mínum. Ég lærði að sjá heiminn upp á nýtt og mig í honum. Ég gat loksins orðið sú manneskja sem ég vildi vera og það sem mestu máli skiptir góð móðir fyrir börnin mín.“ Erna útskrifast sem hjúkrunarfræðingur núna í vor og stefnir á að hefja nám í læknisfræði erlendis. „Ég hef lært að sjá heiminn í nýju ljósi, lært að þekkja sjálfa mig og lært að bera virðingu fyrir mér. Í dag er ég umkringd fólki sem ég elska og það ann mér. Ég er búin að kveðja þetta tímabil og leggja það til hliðar og búin að ná nokkurs konar sátt. Ég myndi ekki óska neinni manneskju að lifa eins og ég lifði og líða eins og mér leið.“ Playboy-stimpillinn Talið berst að fyrirsætuheiminum en Erna er hvað þekktust fyrir að vera svokallað glamúrmódel fyrir rúmum áratug. Hún sat fyrir léttklædd í tímaritum og þótti ansi djörf. „Ég var ekki alveg í jarðsambandi á þessum tíma og sat fyrir á frekar vandræðalegum myndum sem teknar voru á kjánalegum stöðum, til dæmis í bílakjallaranum í Kringlunni, í einhverjum smáfötum. Við vorum nokkrar sem komum fram á sjónarsviðið á svipuðum tíma en ég hneykslaði fólk meira, held ég. Ég hafði ágætlega upp úr þessu á þessum árum, en þetta er nú ekki beint eitthvað sem ég set feitletrað í hástafi á ferilskrána mína,“ segir Erna. Hún hefur setið fyrir í tímaritum hérlendis og erlendis, nú síðast í Playboy Italia árið 2012. „Í þessum glamúrheimi er Playboy toppurinn. Fólk hefur frekar neikvætt viðhorf til þessarar gerðar fyrirsætustarfa. Ég skil það svo sem alveg. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta sjálfri, ég er allavega hætt að sitja fyrir. Ég passa ekkert inn í þennan heim: ég er innskeif, pæli ekkert í tísku, hef áhuga á fornleifum og eyðibýlum, drekk ekki, reyki ekki, les mikið og er ekki gefin fyrir margmenni. Það kemur alveg fyrir að fólk stimpli mig út af þessu en ég læt það yfirleitt ekki á mig fá,“ segir Erna „Mér finnst athyglisvert að glamúrmynd af berbrjósta konu úti í haga er sögð vera argasti ósómi á meðan fjórtán ára stúlkur eru myndaðar hálf berrassaðar, í grófum, ofbeldisfullum og klámfengnum stellingum fyrir tískumerki á borð við Armani og Chanel. Tónlistarmyndbönd í dag eru orðin mjög djörf. Klámvæðing virðist vera búin að þröngva sér inn í dægurmenninguna og fólk orðið svo ónæmt fyrir þessu. Nema ef einhver segir Playboy þá virðast allar viðvörunarbjöllur hringja og hneykslunin lekur af mannskapnum. Það er kannski ágætt. Fólk virðist vera að velta því alvarlega fyrir sér hvaða skilaboð börnin okkar fá úr umhverfinu.“
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Sjá meira