Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Haraldur Guðmundsson skrifar 29. janúar 2014 07:00 Ragnheiður E. Árnadóttir iðnaðarráðherra og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, skoðuðu húsnæðið að undirritun lokinni. Vísir/GVA „Fyrirtækið er ólíkt mörgum öðrum að því leytinu til að öll okkar framleiðsla mun seljast vegna mikils skorts á þessum afurðum þörungsins,“ segir Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Skarphéðinn og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skrifuðu í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar mun Algalíf rækta þörunga og vinna úr þeim virka efnið astaxanthin, sem er sterkt andoxunarefni og er meðal annars notað í fæðubótarefni og vítamínblöndur. Algalíf var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Átta manns starfa nú hjá fyrirtækinu en starfsmenn verða um þrjátíu talsins þegar verksmiðjan verður komin í full afköst um mitt ár 2016. Verksmiðjan mun að sögn Skarphéðins kosta um tvo milljarða króna. Fyrirtækið nýtir nú fimmtán hundruð fermetra húsnæði á Ásbrú en áform eru um að stækka húsnæðið um sex þúsund fermetra. „Í rauninni er búið að vinna markvisst með þennan þörung í tæp tvö ár og við höfum leitað að húsnæði fyrir verksmiðjuna bæði hér og erlendis. Ákvörðunin um að fara á Ásbrú var tekin snemma síðasta haust og þá var farið á fullt í að semja,“ segir Skarphéðinn og bætir því við að margar ástæður hafi legið að baki ákvörðuninni um að reisa verksmiðjuna hér á landi. „Augljósi kosturinn er hagstætt orkuverð, en það var ekki úrslitaatriði því verðið er lægra í Bandaríkjunum. Samfélagið í Reykjanesbæ er einnig mjög opið og vildi styðja við okkur, veðurfarið er hagstætt fyrir framleiðsluna vegna kuldans og hér er nóg af hreinu vatni. Þörungarnir vaxa í vel yfir tuttugu stiga hita og því getum við notast við náttúrulega kælingu allt árið.“ Verksmiðjan verður að sögn Skarphéðins sú fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum. „Þörungarnir verða ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni verður stýrt nákvæmlega.“ Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira
„Fyrirtækið er ólíkt mörgum öðrum að því leytinu til að öll okkar framleiðsla mun seljast vegna mikils skorts á þessum afurðum þörungsins,“ segir Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Skarphéðinn og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skrifuðu í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar mun Algalíf rækta þörunga og vinna úr þeim virka efnið astaxanthin, sem er sterkt andoxunarefni og er meðal annars notað í fæðubótarefni og vítamínblöndur. Algalíf var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Átta manns starfa nú hjá fyrirtækinu en starfsmenn verða um þrjátíu talsins þegar verksmiðjan verður komin í full afköst um mitt ár 2016. Verksmiðjan mun að sögn Skarphéðins kosta um tvo milljarða króna. Fyrirtækið nýtir nú fimmtán hundruð fermetra húsnæði á Ásbrú en áform eru um að stækka húsnæðið um sex þúsund fermetra. „Í rauninni er búið að vinna markvisst með þennan þörung í tæp tvö ár og við höfum leitað að húsnæði fyrir verksmiðjuna bæði hér og erlendis. Ákvörðunin um að fara á Ásbrú var tekin snemma síðasta haust og þá var farið á fullt í að semja,“ segir Skarphéðinn og bætir því við að margar ástæður hafi legið að baki ákvörðuninni um að reisa verksmiðjuna hér á landi. „Augljósi kosturinn er hagstætt orkuverð, en það var ekki úrslitaatriði því verðið er lægra í Bandaríkjunum. Samfélagið í Reykjanesbæ er einnig mjög opið og vildi styðja við okkur, veðurfarið er hagstætt fyrir framleiðsluna vegna kuldans og hér er nóg af hreinu vatni. Þörungarnir vaxa í vel yfir tuttugu stiga hita og því getum við notast við náttúrulega kælingu allt árið.“ Verksmiðjan verður að sögn Skarphéðins sú fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum. „Þörungarnir verða ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni verður stýrt nákvæmlega.“
Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira