Gunnar Steinn: Nú má maður ekki verða of saddur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2014 07:00 Gunnar Steinn Jónsson og landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson á blaðamannafundinum í gær. Mynd/Valli Gunnar Steinn Jónsson og varnartröllið Bjarki Már Gunnarsson eru á leið á sitt fyrsta stórmót á EM í Danmörku. Það bjuggust allir við að Bjarki Már fengi tækifærið í forföllum Ingimundar Ingimundarsonar og bakvandræðum Vignis Svavarssonar en það sáu mun færri fyrir sér að Gunnar Steinn kæmist í EM-hópinn. „Ég kom inn í byrjun sem síðasti maður og ég held að ég hafi ekki verið beint inni í plönunum til að byrja með. Ég held að ég hafi nýtt ágætlega þau tækifæri sem ég fékk,“ sagði Gunnar Steinn kátur. „Þetta er oft styttra en menn halda,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson um Gunnar. „Hann fór í axlaraðgerð í sumar sem hjálpaði honum mikið varðandi skotkraft. Hann hefur ekki verið að spila vörn í Frakklandi en hefur sýnt það á þessum æfingum að hann getur alveg spilað vörnina líka. Hann hefur komið mjög vel inn í hópinn, virkar andlega sterkur og með góðan taktískan skilning,“ segir Aron. „Ég gerði það rétta þegar ég hitti Aron fyrir jól og fékk að fara yfir kerfin með honum. Ég vissi það að ef ég ætlaði að eiga einhvern möguleika á að fara með á EM þá þyrfti ég að vera með allt á hreinu. Það var ekki hægt að eyða tíma í að æfa mig í einhverjum atriðum. Ég var því vel undirbúinn. Ég glósaði aðeins um jólin,“ sagði Gunnar Steinn brosandi. „Þetta er búið að vera draumur minn lengi og ég er kannski ekki alveg búinn að átta mig á þessu. Nú má maður ekki verða of saddur eftir þetta. Ég verð að geta hjálpað liðinu á mótinu því það er aðalatriðið. Ég verð því að koma mér niður á jörðina aftur,“ sagði Gunnar Steinn að lokum. EM 2014 karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira
Gunnar Steinn Jónsson og varnartröllið Bjarki Már Gunnarsson eru á leið á sitt fyrsta stórmót á EM í Danmörku. Það bjuggust allir við að Bjarki Már fengi tækifærið í forföllum Ingimundar Ingimundarsonar og bakvandræðum Vignis Svavarssonar en það sáu mun færri fyrir sér að Gunnar Steinn kæmist í EM-hópinn. „Ég kom inn í byrjun sem síðasti maður og ég held að ég hafi ekki verið beint inni í plönunum til að byrja með. Ég held að ég hafi nýtt ágætlega þau tækifæri sem ég fékk,“ sagði Gunnar Steinn kátur. „Þetta er oft styttra en menn halda,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson um Gunnar. „Hann fór í axlaraðgerð í sumar sem hjálpaði honum mikið varðandi skotkraft. Hann hefur ekki verið að spila vörn í Frakklandi en hefur sýnt það á þessum æfingum að hann getur alveg spilað vörnina líka. Hann hefur komið mjög vel inn í hópinn, virkar andlega sterkur og með góðan taktískan skilning,“ segir Aron. „Ég gerði það rétta þegar ég hitti Aron fyrir jól og fékk að fara yfir kerfin með honum. Ég vissi það að ef ég ætlaði að eiga einhvern möguleika á að fara með á EM þá þyrfti ég að vera með allt á hreinu. Það var ekki hægt að eyða tíma í að æfa mig í einhverjum atriðum. Ég var því vel undirbúinn. Ég glósaði aðeins um jólin,“ sagði Gunnar Steinn brosandi. „Þetta er búið að vera draumur minn lengi og ég er kannski ekki alveg búinn að átta mig á þessu. Nú má maður ekki verða of saddur eftir þetta. Ég verð að geta hjálpað liðinu á mótinu því það er aðalatriðið. Ég verð því að koma mér niður á jörðina aftur,“ sagði Gunnar Steinn að lokum.
EM 2014 karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira