Kaldranaleg kúvending Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 8. janúar 2014 06:00 Nýtt upphaf! Ný tækifæri! Nýtt líf! Ég drattast fram úr í kolniðamyrkri og tíni á mig spjarirnar, fyrsta heila vinnuvikan er fram undan í langan tíma og það er janúar. Úti bítur frostið og vindgnauðið smýgur inn um hlustirnar. Byrjaðu núna! Engar afsakanir! Ég feta mig eftir svellbunkanum og sýg upp í nefið. Menn eru víst komnir á kolvetnalaust heyri ég útundan mér, sneiða hjá sterkju og drekka sítrónuvatn á fastandi maga. Fólk deilir á milli sín leiðbeiningum um innkaup fyrir þennan og hinn kúrinn. Einhverjir ætla að fasta. Alls staðar er fólk að snúa við blaðinu, taka sig á og varla hægt að fletta blaði né opna netið án þess að dynji á manni skilaboð frá bísperrtum heilsuspekúlöntum með uppskriftir að bættum lífsstíl. Lausnina fyrir þig! Og mig sjálfsagt líka. En ég er lítið í lausnum svona á janúarmorgni. Vaknaði ekki fyrr til að skjótast í ræktina áður en vinnudagur hæfist. Er ekki einu sinni búin að kaupa mér kort. Skokkaði heldur ekki hring í hverfinu fyrir morgunmat og þeytti ekki grænan klíðishristing í blandaranum í morgun. Ég bara drattaðist. Undanfarnar vikur hafa enda snúist um allt annað. Það er ekki langt síðan ég leitaði ákaft að uppskrift að mjúkum súkkulaðismákökum. Ég datt niður á eina sem innihélt svo mikið smjör, svo mikið súkkulaði og svo mikinn sykur að útkoman varð draumi líkust. Uppskriftin dugði í 70 kökur! Ég bakaði tvo umganga. Það er enn styttra síðan ég skóflaði í mig dísætri pavlóvu og drakk heitt súkkulaði með rjóma með án þess að blikna, og það rétt eftir að ég hafði farið tvær ferðir í majonesbaðaða smurbrauðstertuna og heita réttinn! Ég kæmist ekki upp með það í dag. En ég mátti eiga von á þessu. Þessi lífsstílskúvending yfirtekur alltaf allt um leið og nýtt ár gengur í garð. Kaldranalegt, svona á kaldasta tíma ársins. Ég læt minninguna um pavlóvuna fleyta mér inn í nýja árið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Nýtt upphaf! Ný tækifæri! Nýtt líf! Ég drattast fram úr í kolniðamyrkri og tíni á mig spjarirnar, fyrsta heila vinnuvikan er fram undan í langan tíma og það er janúar. Úti bítur frostið og vindgnauðið smýgur inn um hlustirnar. Byrjaðu núna! Engar afsakanir! Ég feta mig eftir svellbunkanum og sýg upp í nefið. Menn eru víst komnir á kolvetnalaust heyri ég útundan mér, sneiða hjá sterkju og drekka sítrónuvatn á fastandi maga. Fólk deilir á milli sín leiðbeiningum um innkaup fyrir þennan og hinn kúrinn. Einhverjir ætla að fasta. Alls staðar er fólk að snúa við blaðinu, taka sig á og varla hægt að fletta blaði né opna netið án þess að dynji á manni skilaboð frá bísperrtum heilsuspekúlöntum með uppskriftir að bættum lífsstíl. Lausnina fyrir þig! Og mig sjálfsagt líka. En ég er lítið í lausnum svona á janúarmorgni. Vaknaði ekki fyrr til að skjótast í ræktina áður en vinnudagur hæfist. Er ekki einu sinni búin að kaupa mér kort. Skokkaði heldur ekki hring í hverfinu fyrir morgunmat og þeytti ekki grænan klíðishristing í blandaranum í morgun. Ég bara drattaðist. Undanfarnar vikur hafa enda snúist um allt annað. Það er ekki langt síðan ég leitaði ákaft að uppskrift að mjúkum súkkulaðismákökum. Ég datt niður á eina sem innihélt svo mikið smjör, svo mikið súkkulaði og svo mikinn sykur að útkoman varð draumi líkust. Uppskriftin dugði í 70 kökur! Ég bakaði tvo umganga. Það er enn styttra síðan ég skóflaði í mig dísætri pavlóvu og drakk heitt súkkulaði með rjóma með án þess að blikna, og það rétt eftir að ég hafði farið tvær ferðir í majonesbaðaða smurbrauðstertuna og heita réttinn! Ég kæmist ekki upp með það í dag. En ég mátti eiga von á þessu. Þessi lífsstílskúvending yfirtekur alltaf allt um leið og nýtt ár gengur í garð. Kaldranalegt, svona á kaldasta tíma ársins. Ég læt minninguna um pavlóvuna fleyta mér inn í nýja árið.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun