Leiðrétta þarmaflóruna með hægðaflutningi Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2014 10:12 Sigurjón Vilbergsson hefur tvisvar sinnum framkvæmt hægðaflutning á Landspítalanum. Mynd/GVA Sigurjón Vilbergsson meltingarlæknir var gestur í Bítinu í morgun þar sem hann útskýrði hvað svokallað hægða-transplant, eða hægðaflutningur er, þar sem utanaðkomandi hægðir eru settar í ristilinn á veikum einstaklingum. Stjórnendur þáttarins sögðust hafa heyrt af þessari aðgerð og vildu fá að vita meira. Sigurjón fór í þættinum yfir það hve mikilvægar bakteríur séu mönnum og segist hafa fyrst kynnst hægða ígræðslu í sérnámi í Noregi. Þar sem ónæmiskerfið í mjög veikum sjúklingum hafi farið í ólag. „Þá voru komnar tækifærasýkingar í meltingarveginn sem valda bólgum og menn eiginlega búnir að reyna allt sem þeir gátu. Sýklalyf og fleira,“ sagði Sigurjón. „Það sem gerist er að ef einhver einstaklingur fær sýklalyf, erum við ekki bara að drepa bakteríur í hálsinum, sem við ætlum að drepa. Þá ráðumst við á alla flóruna í meltingunni og við vitum að þegar við gerum þetta getur komið upp sýking í ristli af völdum þekktrar bakteríu. Hún kemur þarna sem tækifærissinni og þar geta orðið mjög alvarlegar bólgur.“ Hann sagði vitað að það að leiðrétta þarmaflórunna og fá hægðir annarsstaðar frá hjálpaði gegn bakteríum. Í Gautaborg í Svíþjóð er sérstakur hægðabanki og þaðan voru hægðirnar fengnar. „Þar eru menn með tilbúnar hægðir sem búið er að skoða og rannsaka og eru öruggar.“ „Ég kalla þetta að leiðrétta þarmaflóruna hjá þessu veika fólki. Ég man eftir þremur eða fjórum sjúklingum sem við gerðum þetta á í Noregi og það heppnaðist alveg ótrúlega vel.“ Sigurjón hefur framkvæmt hægðaflutning í Noregi og tvisvar sinnum á Íslandi. „Það kom til mín kona sem var mjög veik og ég gerði skoðun á henni. Hún var með blóðugan niðurgang og þegar ég gerði ristilspeglun á henni, þá var alveg skelfilegar bólgur að sjá.“ Á endanum fór konan í hægðaflutning og eftir aðgerðina tók hún skjótan bata. „Mig minnir að hún hafi verið útskrifuð tveimur til þremur dögum síðar. Búin að vera innliggjandi í tvo til þrjá mánuði á spítala.“ „Ástæðan fyrir því að ekki er meira talað um þetta er að menn hafa heyrt um þetta og lesið og finnst þetta mjög áhugavert. Um leið og á að framkvæma aðgerðina, sérðu bara undir hælana á þeim. Það er bara vegna þess að menn vita ekki betur,“ sagði Sigurjón. Undir lok viðtalsins lýsir Sigurjón því hvernig aðgerðin fer fram og ræðir um grein sem hann er að skrifa um hægðaflutning. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan og hér. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Sigurjón Vilbergsson meltingarlæknir var gestur í Bítinu í morgun þar sem hann útskýrði hvað svokallað hægða-transplant, eða hægðaflutningur er, þar sem utanaðkomandi hægðir eru settar í ristilinn á veikum einstaklingum. Stjórnendur þáttarins sögðust hafa heyrt af þessari aðgerð og vildu fá að vita meira. Sigurjón fór í þættinum yfir það hve mikilvægar bakteríur séu mönnum og segist hafa fyrst kynnst hægða ígræðslu í sérnámi í Noregi. Þar sem ónæmiskerfið í mjög veikum sjúklingum hafi farið í ólag. „Þá voru komnar tækifærasýkingar í meltingarveginn sem valda bólgum og menn eiginlega búnir að reyna allt sem þeir gátu. Sýklalyf og fleira,“ sagði Sigurjón. „Það sem gerist er að ef einhver einstaklingur fær sýklalyf, erum við ekki bara að drepa bakteríur í hálsinum, sem við ætlum að drepa. Þá ráðumst við á alla flóruna í meltingunni og við vitum að þegar við gerum þetta getur komið upp sýking í ristli af völdum þekktrar bakteríu. Hún kemur þarna sem tækifærissinni og þar geta orðið mjög alvarlegar bólgur.“ Hann sagði vitað að það að leiðrétta þarmaflórunna og fá hægðir annarsstaðar frá hjálpaði gegn bakteríum. Í Gautaborg í Svíþjóð er sérstakur hægðabanki og þaðan voru hægðirnar fengnar. „Þar eru menn með tilbúnar hægðir sem búið er að skoða og rannsaka og eru öruggar.“ „Ég kalla þetta að leiðrétta þarmaflóruna hjá þessu veika fólki. Ég man eftir þremur eða fjórum sjúklingum sem við gerðum þetta á í Noregi og það heppnaðist alveg ótrúlega vel.“ Sigurjón hefur framkvæmt hægðaflutning í Noregi og tvisvar sinnum á Íslandi. „Það kom til mín kona sem var mjög veik og ég gerði skoðun á henni. Hún var með blóðugan niðurgang og þegar ég gerði ristilspeglun á henni, þá var alveg skelfilegar bólgur að sjá.“ Á endanum fór konan í hægðaflutning og eftir aðgerðina tók hún skjótan bata. „Mig minnir að hún hafi verið útskrifuð tveimur til þremur dögum síðar. Búin að vera innliggjandi í tvo til þrjá mánuði á spítala.“ „Ástæðan fyrir því að ekki er meira talað um þetta er að menn hafa heyrt um þetta og lesið og finnst þetta mjög áhugavert. Um leið og á að framkvæma aðgerðina, sérðu bara undir hælana á þeim. Það er bara vegna þess að menn vita ekki betur,“ sagði Sigurjón. Undir lok viðtalsins lýsir Sigurjón því hvernig aðgerðin fer fram og ræðir um grein sem hann er að skrifa um hægðaflutning. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan og hér.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira