Án styrkja er viðvarandi halli á landbúnaðarkerfinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. mars 2014 07:00 Hagstofan er í nýrri grein í Vísbendingu sögð hafa unnið gott starf á sviði landbúnaðartölfræði. Enn sé þó mikið verk óunnið. Fréttablaðið/Valli Árlegur rekstrarhalli landbúnaðarins nemur um fimm til átta milljörðum króna sé ekki tekið tillit til framleiðslustyrkja frá hinu opinbera. Þetta kemur fram í grein sem Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar í nýjasta tölublað efnahagsritsins Vísbendingar. Þórólfur styðst við gögn frá Hagstofu Íslands, sem fékk styrk frá Evrópusambandinu til að efla tölfræðivinnslu tengda landbúnaði. „Tölurnar afhjúpa svo að ekki verður um villst að tolla-, hafta- og bannstefna sem fylgt hefur verið frá því um 1930 þegar innflutningur á landbúnaðarafurðum var bannaður hefur skilað minni en engum árangri,“ segir Þórólfur í grein sinni. „Mál er að linni. Mál er að gjörbylta landbúnaðarkerfinu.“Þórólfur MatthíassonHann bendir á að um langt árabil hafi landbúnaðartölfræði verið unnin af Búnaðarfélagi Íslands eða undir handarjaðri félagasamtaka bænda. „Þessi sömu samtök hafa staðið í margháttuðu stappi við stjórnvöld, sömdu um niðurgreiðslur og útflutningsuppbætur, geymslugjöld og vaxtakostnað. Nú er samið um beingreiðslur og kvótasetningu,“ segir hann og bendir á að allir byggi þessir samningar á umfangsmikilli gagnasöfnun og gagnavinnslu. „Gagnavinnslan hefur væntanlega mótast af þörfum og hagsmunum bænda en ekki miðað að því að skaffa bókhöldurum þjóðarhags sem bestar upplýsingar.“ Fyrstu niðurstöður gagnavinnslu Hagstofunnar hafi hins vegar verið að týnast inn. Þórólfur bendir á að hallinn á rekstri landbúnaðarins, að fráteknum styrkjum, hafi verið langmestur, 30 milljarðar króna, árið 2008. Árið sé hins vegar afbrigðilegt vegna gjaldfærsluáhrifa gengis á höfuðstól gengisbundinna lána. Fram kemur í grein Þórólfs að í venjulegu árferði sé nettó fjármagnskostnaður landbúnaðarins í kringum fimm milljarðar króna. Árin sem undir séu í grein hans nemi hins vegar nettó fjármagnskostnaður hærri upphæð en hreint vinnsluvirði án styrkja. „Það þýðir að bændur nota hluta af framleiðslustyrkjunum til að greiða vexti af lánum.“ Þá séu greiðslur neikvæðar sé litið til atvinnurekstrar og launagreiðslna án framleiðslustyrkja. „Þetta þýðir að framlag vinnuaflsins til hreins vinnsluvirðis án framleiðslustyrkja er minna en ekki neitt! Framleiðni vinnuafls í landbúnaði er ekki bara lítið, það er neikvætt!“ Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Árlegur rekstrarhalli landbúnaðarins nemur um fimm til átta milljörðum króna sé ekki tekið tillit til framleiðslustyrkja frá hinu opinbera. Þetta kemur fram í grein sem Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar í nýjasta tölublað efnahagsritsins Vísbendingar. Þórólfur styðst við gögn frá Hagstofu Íslands, sem fékk styrk frá Evrópusambandinu til að efla tölfræðivinnslu tengda landbúnaði. „Tölurnar afhjúpa svo að ekki verður um villst að tolla-, hafta- og bannstefna sem fylgt hefur verið frá því um 1930 þegar innflutningur á landbúnaðarafurðum var bannaður hefur skilað minni en engum árangri,“ segir Þórólfur í grein sinni. „Mál er að linni. Mál er að gjörbylta landbúnaðarkerfinu.“Þórólfur MatthíassonHann bendir á að um langt árabil hafi landbúnaðartölfræði verið unnin af Búnaðarfélagi Íslands eða undir handarjaðri félagasamtaka bænda. „Þessi sömu samtök hafa staðið í margháttuðu stappi við stjórnvöld, sömdu um niðurgreiðslur og útflutningsuppbætur, geymslugjöld og vaxtakostnað. Nú er samið um beingreiðslur og kvótasetningu,“ segir hann og bendir á að allir byggi þessir samningar á umfangsmikilli gagnasöfnun og gagnavinnslu. „Gagnavinnslan hefur væntanlega mótast af þörfum og hagsmunum bænda en ekki miðað að því að skaffa bókhöldurum þjóðarhags sem bestar upplýsingar.“ Fyrstu niðurstöður gagnavinnslu Hagstofunnar hafi hins vegar verið að týnast inn. Þórólfur bendir á að hallinn á rekstri landbúnaðarins, að fráteknum styrkjum, hafi verið langmestur, 30 milljarðar króna, árið 2008. Árið sé hins vegar afbrigðilegt vegna gjaldfærsluáhrifa gengis á höfuðstól gengisbundinna lána. Fram kemur í grein Þórólfs að í venjulegu árferði sé nettó fjármagnskostnaður landbúnaðarins í kringum fimm milljarðar króna. Árin sem undir séu í grein hans nemi hins vegar nettó fjármagnskostnaður hærri upphæð en hreint vinnsluvirði án styrkja. „Það þýðir að bændur nota hluta af framleiðslustyrkjunum til að greiða vexti af lánum.“ Þá séu greiðslur neikvæðar sé litið til atvinnurekstrar og launagreiðslna án framleiðslustyrkja. „Þetta þýðir að framlag vinnuaflsins til hreins vinnsluvirðis án framleiðslustyrkja er minna en ekki neitt! Framleiðni vinnuafls í landbúnaði er ekki bara lítið, það er neikvætt!“
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira