Ekki hægt að treysta endurreikningum hundrað prósent Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2014 12:16 Vísir/GVA Sigurvin Ólafsson, héraðsdómslögmaður, segir að lántakendur sem nýverið hafi fengið tilkynningar frá fjármálafyrirtækjum um endurreikning lána þurfi að skoða tilkynninguna gaumgæfilega. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sigurvin ræddi í þættinum um opið bréf til þeirra sem tóku gengislán eða gerðu gengistryggða bílasamninga sem hann birti á Pressunni nýverið. „Ég hef verið að halda lífi í þessu, bæði með að útskýra hvað hefur gerst og að benda á þessu er hvergi nærri lokið. Það á enn eftir að leiðrétta stóran hluta þessara lána,“ sagði Sigurvin í Bítinu. Hann segist hafa reynt að koma málinu fram á mannamáli í greinum sínum. „Í þessar grein er ég að draga saman líf þess sem tók gengislán í mjög einfaldri mynd. Hann tók bara lán sem honum var boðið og það tvöfaldaðist eða þrefaldaðist 2008. Allt fór í hund og kött, næstu tvö eða þrjú ár hjá viðkomandi. Það er erfitt að borga af þessum lánum og á sama tíma er allt miklu erfiðara í samfélaginu,“ sagði Sigurvin. Hann fer yfir sögu þessa einstaklings í greininni og kemur að lokum tveimur aðstæðum sem flestir lántakendur ættu að vera í. „Núna er komið að skuldadögum eða sem sagt fjármálafyrirtækin telja sig vera búin að finna út úr þessu. Nú eru þau að senda út erindi til lántakenda. Þá er það annaðhvort tilkynning um að fólk fái leiðréttingu á láninu þannig að það verði lækkað eða jafnvel að fólkið fái eitthvað endurgreitt ef búið er að borga lánið upp og það hefur greitt of mikið. Það er hópur A.“ Sigurvin segir að það séu góðar fréttir en sá hópur þurfi samt að skoða það sem þeir fá gaumgæfilega. „Hinn hópurinn fékk tilkynningu um að samkvæmt mati fjármálafyrirtækja eigi ekki að leiðrétta frekar útaf einhverjum túlkunum þeirra á dómi hæstaréttar. Ég tel að sá hópur þurfi líka að skoða gaumgæfilega tilkynninguna.“ „Án þess að ég sé að gruna banka eða fjármálafyrirtæki um græsku, skoðið gaumgæfilega þessar tilkynningar sem þið fáið. Jafnvel þó þið fáið tilkynningu um að þið eigið að fá eitthvað endurgreitt. Annað hvort rennið þið sjálf yfir þær eða fáið einhvern til að gera það. Ég get fullyrt að það er ekki hægt að treysta þessu hundrað prósent,“ segir Sigurvin. Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Sigurvin Ólafsson, héraðsdómslögmaður, segir að lántakendur sem nýverið hafi fengið tilkynningar frá fjármálafyrirtækjum um endurreikning lána þurfi að skoða tilkynninguna gaumgæfilega. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sigurvin ræddi í þættinum um opið bréf til þeirra sem tóku gengislán eða gerðu gengistryggða bílasamninga sem hann birti á Pressunni nýverið. „Ég hef verið að halda lífi í þessu, bæði með að útskýra hvað hefur gerst og að benda á þessu er hvergi nærri lokið. Það á enn eftir að leiðrétta stóran hluta þessara lána,“ sagði Sigurvin í Bítinu. Hann segist hafa reynt að koma málinu fram á mannamáli í greinum sínum. „Í þessar grein er ég að draga saman líf þess sem tók gengislán í mjög einfaldri mynd. Hann tók bara lán sem honum var boðið og það tvöfaldaðist eða þrefaldaðist 2008. Allt fór í hund og kött, næstu tvö eða þrjú ár hjá viðkomandi. Það er erfitt að borga af þessum lánum og á sama tíma er allt miklu erfiðara í samfélaginu,“ sagði Sigurvin. Hann fer yfir sögu þessa einstaklings í greininni og kemur að lokum tveimur aðstæðum sem flestir lántakendur ættu að vera í. „Núna er komið að skuldadögum eða sem sagt fjármálafyrirtækin telja sig vera búin að finna út úr þessu. Nú eru þau að senda út erindi til lántakenda. Þá er það annaðhvort tilkynning um að fólk fái leiðréttingu á láninu þannig að það verði lækkað eða jafnvel að fólkið fái eitthvað endurgreitt ef búið er að borga lánið upp og það hefur greitt of mikið. Það er hópur A.“ Sigurvin segir að það séu góðar fréttir en sá hópur þurfi samt að skoða það sem þeir fá gaumgæfilega. „Hinn hópurinn fékk tilkynningu um að samkvæmt mati fjármálafyrirtækja eigi ekki að leiðrétta frekar útaf einhverjum túlkunum þeirra á dómi hæstaréttar. Ég tel að sá hópur þurfi líka að skoða gaumgæfilega tilkynninguna.“ „Án þess að ég sé að gruna banka eða fjármálafyrirtæki um græsku, skoðið gaumgæfilega þessar tilkynningar sem þið fáið. Jafnvel þó þið fáið tilkynningu um að þið eigið að fá eitthvað endurgreitt. Annað hvort rennið þið sjálf yfir þær eða fáið einhvern til að gera það. Ég get fullyrt að það er ekki hægt að treysta þessu hundrað prósent,“ segir Sigurvin.
Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent