Viðskipti innlent

Gerðu kjarakaup á húsbúnaði

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Náttúruminjasafn Íslands
Náttúruminjasafn Íslands Vísir/GVA
Náttúruminjasafn Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Markaðarins um dýrkeypta endurnýjun húsbúnaðar Fjármálaeftirlitsins. Í henni kemur fram að ráðdeild fyrirfinnist einnig í fjármálum ríkisstofnana.

Náttúruminjasafn gerði kjarakaup í síðustu viku þegar stofnunin keypti notuð húsgögn á uppboði á vegum Ríkiskaupa. Í tilkynningunni segir að um hafi verið að ræða vandaða íslenska framleiðslu frá Á. Guðmundssyni, hillur og skrifborð klædd mahognyspæni, alls 17 hillu- og skápaeiningar og þrjú skrifborð með skúffuvögnum á hjólum.

„Í fagurfræðilegu tilliti falla notuðu húsgögnin einkar vel að yfirbragði og því innbúi sem var fyrir í húsnæði Náttúruminjasafnsins, gömlu Loftskeytastöðinni á Melunum, með mahognyklæddu trégólfi og nokkrum mahognymublum,“ segir í tilkynningunni.

Notuðu húsgögnin voru keypt af embætti Sérstaks saksóknara og Ríkislögreglustjóra og kostuðu samtals 265.000 kr.

Nýi notaði húsbúnaðurinn mun nýtast til að innrétta þrjú skrifstofuherbergi auk bókastofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×