Hlutfall snjalltækja í vefumferð 34 prósent Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 09:14 Þeir Steinar Ingi Farestveit og Ólafur Örn Nielsen, stofnendur Form5, segja breytingar á vefumferð hafa áhrif á iðnaðinn í heild sinni. Vísir/GVA Hlutfall snjalltækja í vefnotkun Íslendinga hefur um það bil tvöfaldast á einu ári. Ólafur Örn Nielsen, framkvæmdastjóri hjá Form5 vefhönnunarstúdíói, hefur tekið saman tölur frá helstu vefmiðlum landsins ásamt tölfræði frá Modernus sem heldur úti samræmdri vefmælingu yfir heildarnotkun. „Þar kom í ljós að á vefmiðlum sem hafa breiða markhópaskírskotun er hlutfall snjalltækja um og yfir 25 prósent af allri umferð,“ segir Ólafur og nefnir sem dæmi Vísir.is, Mbl.is og Já.is. Síða eins og Fótbolti.net hefur rúmlega 30 prósenta hlutfall snjalltækja sem Ólafur segir væntanlega skýrast af markhópnum. Samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernus eiga snjalltæki að meðaltali 34 prósent í allri umferð. Á markaðsvefjum og vefjum sem höfða til yngri hópa hafa þeir séð snjalltækjahlutfall í kringum 40 prósent. „Þróunin er komin lengst hjá samfélagsmiðlum, sem höfða jafnframt til yngri markhópa. Facebook sagði í ágúst í fyrra að 78 prósent notkunarinnar væru „mobile“ á móti 22% í „desktop“,“ segir Ólafur. Ólafur segir að ef sama þróunin heldur áfram verði vefnotkun algengari í snjalltækjum heldur en hefðbundnum tölvum, það er fartölvum og borðtölvum, jafnvel á þessu ári og vefmiðlar sem selji auglýsingar þurfi að aðlaga auglýsingamódel sín þessum nýja veruleika. „Það er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að vefir þeirra séu skalanlegir og aðlagi sig ólíkum skjástærðum og jafnframt að markaðssókn þeirra á netinu henti og sé miðuð að þessum breytta veruleika,“ segir Ólafur. Hann segir þetta hafa ákveðna áherslu í för með sér fyrir vefiðnaðinn í heild sinni. „Að skala vefina var áður valkostur en nú er mikilvægt að notendaupplifunin sé jafn góð fyrir allar skjástærðir,“ segir Ólafur að lokum. Form5 er vefstúdíó sem hannar allt frá vefsíðum til snjallforrita. Starfsmenn fyrirtækisins eru fjórir og hafa þeir starfað fyrir fyrirtæki á borð við Össur, 66°Norður, Símann og Nikita. Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Hlutfall snjalltækja í vefnotkun Íslendinga hefur um það bil tvöfaldast á einu ári. Ólafur Örn Nielsen, framkvæmdastjóri hjá Form5 vefhönnunarstúdíói, hefur tekið saman tölur frá helstu vefmiðlum landsins ásamt tölfræði frá Modernus sem heldur úti samræmdri vefmælingu yfir heildarnotkun. „Þar kom í ljós að á vefmiðlum sem hafa breiða markhópaskírskotun er hlutfall snjalltækja um og yfir 25 prósent af allri umferð,“ segir Ólafur og nefnir sem dæmi Vísir.is, Mbl.is og Já.is. Síða eins og Fótbolti.net hefur rúmlega 30 prósenta hlutfall snjalltækja sem Ólafur segir væntanlega skýrast af markhópnum. Samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernus eiga snjalltæki að meðaltali 34 prósent í allri umferð. Á markaðsvefjum og vefjum sem höfða til yngri hópa hafa þeir séð snjalltækjahlutfall í kringum 40 prósent. „Þróunin er komin lengst hjá samfélagsmiðlum, sem höfða jafnframt til yngri markhópa. Facebook sagði í ágúst í fyrra að 78 prósent notkunarinnar væru „mobile“ á móti 22% í „desktop“,“ segir Ólafur. Ólafur segir að ef sama þróunin heldur áfram verði vefnotkun algengari í snjalltækjum heldur en hefðbundnum tölvum, það er fartölvum og borðtölvum, jafnvel á þessu ári og vefmiðlar sem selji auglýsingar þurfi að aðlaga auglýsingamódel sín þessum nýja veruleika. „Það er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að vefir þeirra séu skalanlegir og aðlagi sig ólíkum skjástærðum og jafnframt að markaðssókn þeirra á netinu henti og sé miðuð að þessum breytta veruleika,“ segir Ólafur. Hann segir þetta hafa ákveðna áherslu í för með sér fyrir vefiðnaðinn í heild sinni. „Að skala vefina var áður valkostur en nú er mikilvægt að notendaupplifunin sé jafn góð fyrir allar skjástærðir,“ segir Ólafur að lokum. Form5 er vefstúdíó sem hannar allt frá vefsíðum til snjallforrita. Starfsmenn fyrirtækisins eru fjórir og hafa þeir starfað fyrir fyrirtæki á borð við Össur, 66°Norður, Símann og Nikita.
Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira