Er markaðsvirði Tesla raunhæft? Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2014 11:48 Tesla Model S fyrir utan höfuðstöðvar rafbílaframleiðandans. Hækkun bréfa rafbílaframleiðandans Tesla í vikunni verða að teljast einir bestu dagar Elon Musk, stærsta eiganda Tesla og forstjóra fyrirtækisins. Bréf Tesla hækkuðu úr 218 dollurum á hlut í 259 dollara. Þessi hækkun hefur orðið til 65% hækkunar bréfa Tesla á þessu ári, sem rétt er byrjað og hafa bréfin hækkað um 620% á síðustu 12 mánuðum. Svo mikið er virði Tesla orðið nú á hlutabréfamarkaði að það nemur helmingsvirði bílarisans GM og eign Elon Musk í Tesla er nú meira virði en þjóðarframleiðsla Nicaragua. Þetta háa verð á bréfum Tesla byggir á því að fyrirtækið tífaldi sölu sína á bílum frá 2013 til 2016, þrítugfaldi söluna árið 2020 og sextugfaldi hana árið 2028. Það þýðir 1,2 milljón bíla sölu það ár. Margir efa að slíkt sé raunhæft. Enn er búist við hækkun á virði bréfa í Tesla og má því búast við að virði þeirra verði 10 til 20 sinnum meira en velta fyrirtækisins á næstu árum. Því þarf Tesla að hagnast vel á sölu bíla sinna til að réttlæta þetta háa verð á hlutbréfum félagsins. Gjörðir Elon Musk hafa hingað til verið eins og töfrabrögð og tíminn einn mun leiða í ljós hvort áframhald verður á þeim. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá eitt af síðustu uppátækjum fyrirtækisins. Tveimur Tesla S bílum var keyrt þvert yfir Bandaríkin nú í janúar og notuðust þeir aðeins við net hraðhleðslustöðva sem fyrirtækið hefur komið upp. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hækkun bréfa rafbílaframleiðandans Tesla í vikunni verða að teljast einir bestu dagar Elon Musk, stærsta eiganda Tesla og forstjóra fyrirtækisins. Bréf Tesla hækkuðu úr 218 dollurum á hlut í 259 dollara. Þessi hækkun hefur orðið til 65% hækkunar bréfa Tesla á þessu ári, sem rétt er byrjað og hafa bréfin hækkað um 620% á síðustu 12 mánuðum. Svo mikið er virði Tesla orðið nú á hlutabréfamarkaði að það nemur helmingsvirði bílarisans GM og eign Elon Musk í Tesla er nú meira virði en þjóðarframleiðsla Nicaragua. Þetta háa verð á bréfum Tesla byggir á því að fyrirtækið tífaldi sölu sína á bílum frá 2013 til 2016, þrítugfaldi söluna árið 2020 og sextugfaldi hana árið 2028. Það þýðir 1,2 milljón bíla sölu það ár. Margir efa að slíkt sé raunhæft. Enn er búist við hækkun á virði bréfa í Tesla og má því búast við að virði þeirra verði 10 til 20 sinnum meira en velta fyrirtækisins á næstu árum. Því þarf Tesla að hagnast vel á sölu bíla sinna til að réttlæta þetta háa verð á hlutbréfum félagsins. Gjörðir Elon Musk hafa hingað til verið eins og töfrabrögð og tíminn einn mun leiða í ljós hvort áframhald verður á þeim. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá eitt af síðustu uppátækjum fyrirtækisins. Tveimur Tesla S bílum var keyrt þvert yfir Bandaríkin nú í janúar og notuðust þeir aðeins við net hraðhleðslustöðva sem fyrirtækið hefur komið upp.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira