Ótrúlegur apríl hjá ljónum Guðmundar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2014 11:30 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Vísir/Getty „Svona er þetta bara þegar maður er með á öllum vígstöðum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, um það mikla leikjaálag sem er fram undan í mánuðinum. Í raun gæti stór hluti tímabilsins hjá Löwen ráðist á einni og sömu vikunni. Helgina 12.-13. apríl ráðast úrslitin í þýsku bikarkeppninni en næsta miðvikudag á eftir mætir Löwen liði Kiel í toppslag þýsku deildarinnar. Kiel hefur tveggja stiga forystu á Löwen en lærisveinar Guðmundar komast á toppinn með sigri þar sem liðið er með aðeins betra markahlutfall. Löwen drógst svo gegn Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og fer fyrri leikurinn fram í Mannheim líklega helgina 19.-20. apríl. „Við viljum auðvitað vinna bikarinn og munum vonandi spila úrslitaleikinn á sunnudeginum,“ sagði Guðmundur við Vísi í gær. „En það þýðir að við förum aftur frá Hamburg á mánudeginum og höfum þá aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Kiel,“ segir Guðmundur en Löwen sló út Kiel í 16-liða úrslitum bikarsins fyrr í vetur. Það þýðir að Alfreð Gíslason fær talsvert meiri tíma til að undirbúa lið sitt fyrir leikinn gegn Löwen. „Barcelona hefur líka mikið forskot á okkur hvað sinn undirbúning varðar enda varla hægt að kalla þetta alvöru deild á Spáni,“ bætti Guðmundur við. Hann segir erfitt að forgangsraða keppnunum. „Við höfum alltaf reynt bara að taka næsta leik og í raun er ekkert annað hægt að gera. Næst eru það bikarúrslitin í Hamburg og við stefnum að því að verða bikarmeistarar.“ „Svo tekur næsti leikur við eftir það. Þannig er það einfaldlega þegar maður er með á öllum vígstöðum. En það er líka skemmtilegt.“Stærstu leikirnir í apríl: 12. apríl: Löwen - Flensburg (undanúrslit bikar) 13. apríl: Úrslitaleikur bikarkeppninnar 16. apríl: Löwen - Kiel (þýska úrvalsdeildin) 19./20. apríl: Löwen - Barcelona (Meistaradeild Evrópu) 26./27. apríl: Barcelona - Löwen (Meistaradeild Evrópu) Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur vildi verja heiður sinn og Ljónanna Guðmundur Guðmundsson stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu Rhein-Neckar Löwen gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu á mánudagskvöld. 2. apríl 2014 06:00 Tók bekkjarsetunni af æðruleysi Stefán Rafn Sigurmannsson hefur komið frábærlega inn í lið Rhein-Neckar Löwen þegar Uwe Gensheimer hefur verið frá vegna meiðsla. 2. apríl 2014 08:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Svona er þetta bara þegar maður er með á öllum vígstöðum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, um það mikla leikjaálag sem er fram undan í mánuðinum. Í raun gæti stór hluti tímabilsins hjá Löwen ráðist á einni og sömu vikunni. Helgina 12.-13. apríl ráðast úrslitin í þýsku bikarkeppninni en næsta miðvikudag á eftir mætir Löwen liði Kiel í toppslag þýsku deildarinnar. Kiel hefur tveggja stiga forystu á Löwen en lærisveinar Guðmundar komast á toppinn með sigri þar sem liðið er með aðeins betra markahlutfall. Löwen drógst svo gegn Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og fer fyrri leikurinn fram í Mannheim líklega helgina 19.-20. apríl. „Við viljum auðvitað vinna bikarinn og munum vonandi spila úrslitaleikinn á sunnudeginum,“ sagði Guðmundur við Vísi í gær. „En það þýðir að við förum aftur frá Hamburg á mánudeginum og höfum þá aðeins einn dag til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Kiel,“ segir Guðmundur en Löwen sló út Kiel í 16-liða úrslitum bikarsins fyrr í vetur. Það þýðir að Alfreð Gíslason fær talsvert meiri tíma til að undirbúa lið sitt fyrir leikinn gegn Löwen. „Barcelona hefur líka mikið forskot á okkur hvað sinn undirbúning varðar enda varla hægt að kalla þetta alvöru deild á Spáni,“ bætti Guðmundur við. Hann segir erfitt að forgangsraða keppnunum. „Við höfum alltaf reynt bara að taka næsta leik og í raun er ekkert annað hægt að gera. Næst eru það bikarúrslitin í Hamburg og við stefnum að því að verða bikarmeistarar.“ „Svo tekur næsti leikur við eftir það. Þannig er það einfaldlega þegar maður er með á öllum vígstöðum. En það er líka skemmtilegt.“Stærstu leikirnir í apríl: 12. apríl: Löwen - Flensburg (undanúrslit bikar) 13. apríl: Úrslitaleikur bikarkeppninnar 16. apríl: Löwen - Kiel (þýska úrvalsdeildin) 19./20. apríl: Löwen - Barcelona (Meistaradeild Evrópu) 26./27. apríl: Barcelona - Löwen (Meistaradeild Evrópu)
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur vildi verja heiður sinn og Ljónanna Guðmundur Guðmundsson stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu Rhein-Neckar Löwen gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu á mánudagskvöld. 2. apríl 2014 06:00 Tók bekkjarsetunni af æðruleysi Stefán Rafn Sigurmannsson hefur komið frábærlega inn í lið Rhein-Neckar Löwen þegar Uwe Gensheimer hefur verið frá vegna meiðsla. 2. apríl 2014 08:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Guðmundur vildi verja heiður sinn og Ljónanna Guðmundur Guðmundsson stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu Rhein-Neckar Löwen gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu á mánudagskvöld. 2. apríl 2014 06:00
Tók bekkjarsetunni af æðruleysi Stefán Rafn Sigurmannsson hefur komið frábærlega inn í lið Rhein-Neckar Löwen þegar Uwe Gensheimer hefur verið frá vegna meiðsla. 2. apríl 2014 08:00