Fyrstu heimilin fá ljósleiðarann í mars Haraldur Guðmundsson skrifar 4. janúar 2014 07:00 Starfsmenn Þjótandi sjá um lagningu ljósleiðarans. Mynd/Hvalfjarðarsveit. „Við gerum ráð fyrir að fyrstu heimilin geti mögulega farið að nota ljósleiðarann í byrjun mars,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Íbúar sveitarfélagsins sjá nú fyrir endann á þrjú hundruð milljóna króna verkefni sem hófst síðasta vor þegar sveitarstjórnin ákvað að leggja ljósleiðara í öll íbúðarhús í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórnin hafði áður auglýst eftir áhugasömum aðilum sem gætu komið að uppbyggingu kerfisins en komst á endanum að þeirri niðurstöðu að hafna öllum tilboðum. „Við settum verkið í útboð og fyrirtækið Þjótandi átti lægsta boð. Við gerum ráð fyrir að vinnu þeirra ljúki um miðjan júní,“ segir Laufey. Hún segir sveitarfélagið eiga kerfið en að aðrir komi til með að bjóða íbúum upp á netþjónustu. „Við höfum bent fjarskiptafyrirtækjunum á að framkvæmdum ljúki á árinu. Svo er það þeirra að tengja íbúana en hér búa um 620 manns og þetta eru tæplega tvö hundruð heimili. Það eru ómetanleg lífsgæði fólgin í því að hafa aðgengi að háhraðanettengingu og þau lífsgæði voru einfaldlega ekki nógu góð hér,“ segir Laufey. Sveitarfélagið varð til árið 2006 með sameiningu fjögurra hreppa. Það skuldar lítið og skilaði samkvæmt ársreikningi rekstrarafgangi upp á 103 milljónir króna árið 2012. Tekjur sveitarfélagsins koma að stórum hluta í gegnum fasteignagjöld fyrirtækja á Grundartangasvæðinu. „Rekstrartekjur sveitarfélagsins árið 2012 voru 622 milljónir króna. Um 65 prósent af okkar fasteignatekjum koma frá þessum fyrirtækjum á Grundartanga og öðrum stórfyrirtækjum í sveitarfélaginu eins og olíubirgðastöðinni og Hval hf.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, hafa átt í viðræðum við sveitarfélagið um breytingar á aðalskipulagi svæðisins. Ef sveitarfélagið ákveður að breyta skipulaginu gæti fyrirtækjum á svæðinu fjölgað og tekjur Hvalfjarðarsveitar aukist. „Það er ekki komin nein niðurstaða í það mál en það er eitt af því sem verið er að skoða. Svona skipulagsbreytingar taka alltaf einhvern tíma,“ segir Laufey. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir að fyrstu heimilin geti mögulega farið að nota ljósleiðarann í byrjun mars,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Íbúar sveitarfélagsins sjá nú fyrir endann á þrjú hundruð milljóna króna verkefni sem hófst síðasta vor þegar sveitarstjórnin ákvað að leggja ljósleiðara í öll íbúðarhús í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórnin hafði áður auglýst eftir áhugasömum aðilum sem gætu komið að uppbyggingu kerfisins en komst á endanum að þeirri niðurstöðu að hafna öllum tilboðum. „Við settum verkið í útboð og fyrirtækið Þjótandi átti lægsta boð. Við gerum ráð fyrir að vinnu þeirra ljúki um miðjan júní,“ segir Laufey. Hún segir sveitarfélagið eiga kerfið en að aðrir komi til með að bjóða íbúum upp á netþjónustu. „Við höfum bent fjarskiptafyrirtækjunum á að framkvæmdum ljúki á árinu. Svo er það þeirra að tengja íbúana en hér búa um 620 manns og þetta eru tæplega tvö hundruð heimili. Það eru ómetanleg lífsgæði fólgin í því að hafa aðgengi að háhraðanettengingu og þau lífsgæði voru einfaldlega ekki nógu góð hér,“ segir Laufey. Sveitarfélagið varð til árið 2006 með sameiningu fjögurra hreppa. Það skuldar lítið og skilaði samkvæmt ársreikningi rekstrarafgangi upp á 103 milljónir króna árið 2012. Tekjur sveitarfélagsins koma að stórum hluta í gegnum fasteignagjöld fyrirtækja á Grundartangasvæðinu. „Rekstrartekjur sveitarfélagsins árið 2012 voru 622 milljónir króna. Um 65 prósent af okkar fasteignatekjum koma frá þessum fyrirtækjum á Grundartanga og öðrum stórfyrirtækjum í sveitarfélaginu eins og olíubirgðastöðinni og Hval hf.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, hafa átt í viðræðum við sveitarfélagið um breytingar á aðalskipulagi svæðisins. Ef sveitarfélagið ákveður að breyta skipulaginu gæti fyrirtækjum á svæðinu fjölgað og tekjur Hvalfjarðarsveitar aukist. „Það er ekki komin nein niðurstaða í það mál en það er eitt af því sem verið er að skoða. Svona skipulagsbreytingar taka alltaf einhvern tíma,“ segir Laufey.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira