Fyrstu heimilin fá ljósleiðarann í mars Haraldur Guðmundsson skrifar 4. janúar 2014 07:00 Starfsmenn Þjótandi sjá um lagningu ljósleiðarans. Mynd/Hvalfjarðarsveit. „Við gerum ráð fyrir að fyrstu heimilin geti mögulega farið að nota ljósleiðarann í byrjun mars,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Íbúar sveitarfélagsins sjá nú fyrir endann á þrjú hundruð milljóna króna verkefni sem hófst síðasta vor þegar sveitarstjórnin ákvað að leggja ljósleiðara í öll íbúðarhús í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórnin hafði áður auglýst eftir áhugasömum aðilum sem gætu komið að uppbyggingu kerfisins en komst á endanum að þeirri niðurstöðu að hafna öllum tilboðum. „Við settum verkið í útboð og fyrirtækið Þjótandi átti lægsta boð. Við gerum ráð fyrir að vinnu þeirra ljúki um miðjan júní,“ segir Laufey. Hún segir sveitarfélagið eiga kerfið en að aðrir komi til með að bjóða íbúum upp á netþjónustu. „Við höfum bent fjarskiptafyrirtækjunum á að framkvæmdum ljúki á árinu. Svo er það þeirra að tengja íbúana en hér búa um 620 manns og þetta eru tæplega tvö hundruð heimili. Það eru ómetanleg lífsgæði fólgin í því að hafa aðgengi að háhraðanettengingu og þau lífsgæði voru einfaldlega ekki nógu góð hér,“ segir Laufey. Sveitarfélagið varð til árið 2006 með sameiningu fjögurra hreppa. Það skuldar lítið og skilaði samkvæmt ársreikningi rekstrarafgangi upp á 103 milljónir króna árið 2012. Tekjur sveitarfélagsins koma að stórum hluta í gegnum fasteignagjöld fyrirtækja á Grundartangasvæðinu. „Rekstrartekjur sveitarfélagsins árið 2012 voru 622 milljónir króna. Um 65 prósent af okkar fasteignatekjum koma frá þessum fyrirtækjum á Grundartanga og öðrum stórfyrirtækjum í sveitarfélaginu eins og olíubirgðastöðinni og Hval hf.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, hafa átt í viðræðum við sveitarfélagið um breytingar á aðalskipulagi svæðisins. Ef sveitarfélagið ákveður að breyta skipulaginu gæti fyrirtækjum á svæðinu fjölgað og tekjur Hvalfjarðarsveitar aukist. „Það er ekki komin nein niðurstaða í það mál en það er eitt af því sem verið er að skoða. Svona skipulagsbreytingar taka alltaf einhvern tíma,“ segir Laufey. Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir að fyrstu heimilin geti mögulega farið að nota ljósleiðarann í byrjun mars,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Íbúar sveitarfélagsins sjá nú fyrir endann á þrjú hundruð milljóna króna verkefni sem hófst síðasta vor þegar sveitarstjórnin ákvað að leggja ljósleiðara í öll íbúðarhús í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórnin hafði áður auglýst eftir áhugasömum aðilum sem gætu komið að uppbyggingu kerfisins en komst á endanum að þeirri niðurstöðu að hafna öllum tilboðum. „Við settum verkið í útboð og fyrirtækið Þjótandi átti lægsta boð. Við gerum ráð fyrir að vinnu þeirra ljúki um miðjan júní,“ segir Laufey. Hún segir sveitarfélagið eiga kerfið en að aðrir komi til með að bjóða íbúum upp á netþjónustu. „Við höfum bent fjarskiptafyrirtækjunum á að framkvæmdum ljúki á árinu. Svo er það þeirra að tengja íbúana en hér búa um 620 manns og þetta eru tæplega tvö hundruð heimili. Það eru ómetanleg lífsgæði fólgin í því að hafa aðgengi að háhraðanettengingu og þau lífsgæði voru einfaldlega ekki nógu góð hér,“ segir Laufey. Sveitarfélagið varð til árið 2006 með sameiningu fjögurra hreppa. Það skuldar lítið og skilaði samkvæmt ársreikningi rekstrarafgangi upp á 103 milljónir króna árið 2012. Tekjur sveitarfélagsins koma að stórum hluta í gegnum fasteignagjöld fyrirtækja á Grundartangasvæðinu. „Rekstrartekjur sveitarfélagsins árið 2012 voru 622 milljónir króna. Um 65 prósent af okkar fasteignatekjum koma frá þessum fyrirtækjum á Grundartanga og öðrum stórfyrirtækjum í sveitarfélaginu eins og olíubirgðastöðinni og Hval hf.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, hafa átt í viðræðum við sveitarfélagið um breytingar á aðalskipulagi svæðisins. Ef sveitarfélagið ákveður að breyta skipulaginu gæti fyrirtækjum á svæðinu fjölgað og tekjur Hvalfjarðarsveitar aukist. „Það er ekki komin nein niðurstaða í það mál en það er eitt af því sem verið er að skoða. Svona skipulagsbreytingar taka alltaf einhvern tíma,“ segir Laufey.
Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira