Umfjöllun: Ísland - Austurríki 30-22 | Sannfærandi sigur hjá strákunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2014 00:01 Úr leiknum í dag. Bjarki Már Elísson og Ólafur Bjarki Ragnarsson í vörninni. Mynd/NordicPhotos/Getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann átta marka sigur á Austurríki, 30-22, í öðrum leik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi. Íslenska liðið átti ekki í miklum vandræðum með lærisveina Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu sem höfðu unnið Þýskaland í fyrsta leik sínum á mótinu. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, leyfði sér að hvíla Aron Pálmarsson sem tryggði íslenska liðinu sigur á Rússum í gærkvöldi. Það voru áfram margir að skila mörkum í sóknarleiknum og varnarleikurinn var mun betri en í leiknum á móti Rússum í gær sem eru góðar fréttir fyrir íslenska liðið sem er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Danmörku. Þórir Ólafsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk en þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ólafur Guðmundsson skoruðu allir fjögur mörk. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins þrjú mörk eða fleiri í leiknum. Tólf íslenskir leikmenn skoruðu í leiknum og vann liðið á breiddinni en austurríska liðið þreyttist er líða tók á leikinn og náðu varamenn liðsins ekki að setja mark sitt á leikinn líkt og þeir íslensku gerðu. Aron Rafn Eðvarðsson stóð allan leikinn í markinu fyrir utan eina sókn þegar Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að standa í markinu. Honum gafst ekki tími til að skipta útaf eftir að hafa verið í sókninni í markmannastreyju þegar Ísland var manni færra. Björgvin Páll Gústavsson kom einu sinni inn til að freista þess að verja víti en Aron Rafn átti góðan leik í markinu fyrir aftan góða vörnina sem náði mun betur saman en í leiknum í gær. Íslenska liðið var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en missti forskotið niður í jafna stöðu, 11-11 fyrir hálfleik. Austurríkismenn skoruðu fyrsta markið í seinni hálfleiknum en þá fóru íslensku strákarnir, skoruðu þrjú mörk í röð og voru með frumkvæðið það sem eftir lifði leiks. Íslenska liðið er því búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á mótinu og verður búið að vinna mótið takist Rússum að vinna Þjóðverja seinna í kvöld. Þetta eru góðar fréttir fyrir Evrópumótið í Danmörku.Mynd/NordicPhotos/Getty EM 2014 karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann átta marka sigur á Austurríki, 30-22, í öðrum leik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi. Íslenska liðið átti ekki í miklum vandræðum með lærisveina Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu sem höfðu unnið Þýskaland í fyrsta leik sínum á mótinu. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, leyfði sér að hvíla Aron Pálmarsson sem tryggði íslenska liðinu sigur á Rússum í gærkvöldi. Það voru áfram margir að skila mörkum í sóknarleiknum og varnarleikurinn var mun betri en í leiknum á móti Rússum í gær sem eru góðar fréttir fyrir íslenska liðið sem er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Danmörku. Þórir Ólafsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk en þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ólafur Guðmundsson skoruðu allir fjögur mörk. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins þrjú mörk eða fleiri í leiknum. Tólf íslenskir leikmenn skoruðu í leiknum og vann liðið á breiddinni en austurríska liðið þreyttist er líða tók á leikinn og náðu varamenn liðsins ekki að setja mark sitt á leikinn líkt og þeir íslensku gerðu. Aron Rafn Eðvarðsson stóð allan leikinn í markinu fyrir utan eina sókn þegar Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að standa í markinu. Honum gafst ekki tími til að skipta útaf eftir að hafa verið í sókninni í markmannastreyju þegar Ísland var manni færra. Björgvin Páll Gústavsson kom einu sinni inn til að freista þess að verja víti en Aron Rafn átti góðan leik í markinu fyrir aftan góða vörnina sem náði mun betur saman en í leiknum í gær. Íslenska liðið var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en missti forskotið niður í jafna stöðu, 11-11 fyrir hálfleik. Austurríkismenn skoruðu fyrsta markið í seinni hálfleiknum en þá fóru íslensku strákarnir, skoruðu þrjú mörk í röð og voru með frumkvæðið það sem eftir lifði leiks. Íslenska liðið er því búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á mótinu og verður búið að vinna mótið takist Rússum að vinna Þjóðverja seinna í kvöld. Þetta eru góðar fréttir fyrir Evrópumótið í Danmörku.Mynd/NordicPhotos/Getty
EM 2014 karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira