Vignir kvartar ekki yfir því að fara aftur til Danmerkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2014 06:00 Vignir lék í þrjú ár með Skjern í Danmörku á sínum tíma. Vísir/Daníel „Ég er ekki búinn að skrifa undir neitt en vonandi geng ég frá mínum málum á næstunni. Viðræðurnar eru langt komnar. Ég get staðfest það,“ segir landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson en frá því var greint í dönskum fjölmiðlum í gær að hann væri á leið til Midtjylland. Það lið er búið að rúlla dönsku B-deildinni upp í vetur og spilar því í deild þeirra bestu næsta vetur. Liðið stóð sig einnig vel í bikarkeppninni og fór þar alla leið í undanúrslit en tapaði fyrir liði Arons Kristjánssonar, Kolding. Samningur Vignis við þýska félagið Minden er að renna út. Árin tvö þar hafa ekki gengið sem skyldi hjá línumanninum sterka. Hann hefur verið talsvert meiddur og lítið fengið að spila þess á milli. „Þetta hefur verið undarlegur tími hjá Minden með öll meiðslin og spiltímann. Þetta hefur ekki alveg verið eins og ég ætlaði mér en við fjölskyldan höfum engu að síður haft það gott hérna,“ segir Vignir en hann ræddi ekkert við félagið um neitt framhald á sínum samningi þar. Vignir hóf atvinnumannsferil sinn hjá Skjern í Danmörku þar sem hann gerði það gott. Hann er því alls ekki mótfallinn því að fara þangað aftur. „Ég átti þrjú frábær ár í Skjern og leið rosalega vel þar. Ef við förum til Danmerkur þá er það svo sannarlega ekkert til að kvarta yfir. Við værum alveg til í það.“ Vigni líst vel á það sem hann hefur heyrt frá forráðamönnum félagsins. „Þeir eru ekkert með of háleit markmið en þau eru raunhæf. Þeir hafa sett upp gott plan um hvernig þeir vilja byggja þetta upp. Mér leist vel á það sem þeir hafa fram að færa og þetta er spennandi kostur. Vonandi klárast þetta sem fyrst því ég þarf að fara að ganga frá mínum málum hér í Þýskalandi ef ég er að flytja úr landinu.“ Handbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
„Ég er ekki búinn að skrifa undir neitt en vonandi geng ég frá mínum málum á næstunni. Viðræðurnar eru langt komnar. Ég get staðfest það,“ segir landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson en frá því var greint í dönskum fjölmiðlum í gær að hann væri á leið til Midtjylland. Það lið er búið að rúlla dönsku B-deildinni upp í vetur og spilar því í deild þeirra bestu næsta vetur. Liðið stóð sig einnig vel í bikarkeppninni og fór þar alla leið í undanúrslit en tapaði fyrir liði Arons Kristjánssonar, Kolding. Samningur Vignis við þýska félagið Minden er að renna út. Árin tvö þar hafa ekki gengið sem skyldi hjá línumanninum sterka. Hann hefur verið talsvert meiddur og lítið fengið að spila þess á milli. „Þetta hefur verið undarlegur tími hjá Minden með öll meiðslin og spiltímann. Þetta hefur ekki alveg verið eins og ég ætlaði mér en við fjölskyldan höfum engu að síður haft það gott hérna,“ segir Vignir en hann ræddi ekkert við félagið um neitt framhald á sínum samningi þar. Vignir hóf atvinnumannsferil sinn hjá Skjern í Danmörku þar sem hann gerði það gott. Hann er því alls ekki mótfallinn því að fara þangað aftur. „Ég átti þrjú frábær ár í Skjern og leið rosalega vel þar. Ef við förum til Danmerkur þá er það svo sannarlega ekkert til að kvarta yfir. Við værum alveg til í það.“ Vigni líst vel á það sem hann hefur heyrt frá forráðamönnum félagsins. „Þeir eru ekkert með of háleit markmið en þau eru raunhæf. Þeir hafa sett upp gott plan um hvernig þeir vilja byggja þetta upp. Mér leist vel á það sem þeir hafa fram að færa og þetta er spennandi kostur. Vonandi klárast þetta sem fyrst því ég þarf að fara að ganga frá mínum málum hér í Þýskalandi ef ég er að flytja úr landinu.“
Handbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira