Sigurganga Clippers og Spurs heldur áfram | Miami réði ekkert við Pierce Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2014 07:33 San Antonio Spurs heldur fast í efsta sæti vesturdeildar NBA en liðið vann Portland Trail Blazers á heimavelli í nótt, 103-90, og hafði ekki mikið fyrir því.Patty Mills var stigahæstur heimamanna með 15 stig en annars var sigurinn mikið liðsátak eins og svo oft áður hjá San Antonio. Tim Duncan skoraði 10 stig og tók 11 fráköst á 26 mínútum og TiagoSplitter skilaði einnig tvennu með 12 stigum og 10 fráköstum á 25 mínútum. Portland heldur áfram að hrynja niður töfluna en liðið er búið að tapa fjórum leikjum í röð og er komið niður í fimmta sæti. DamianLillard, leikstjórnandi Portland, skoraði mest fyrir gestina í gær eða 23 stig. Eina liðið sem er heitara í NBA-deildinni en San Antonio um þessar mundir er Los Angeles Clippers sem vann níunda leikinn í röð í nótt. Clippers vann Golden State Warriors á heimavelli, 111-98.Blake Griffin heldur áfram að spila eins og engill fyrir Clippers en hann hlóð í tröllatvennu með 30 stigum og 15 fráköstum. Chris Paul skoraði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar. Hjá Golden State var Klay Thompson stigahæstur með 26 stig. Clippers er komið í þriðja sæti vesturdeildarinnar og má Oklahoma City fara passa sig þó leiðin sé enn löng upp í annað sætið. Golden State vermir sjötta sæti vestursins. Brooklyn Nets gerði sér svo lítið fyrir og vann meistara Miami Heat á útivelli, 96-95. Brooklyn er þar með búið að vinna alla þrjá leikina gegn Miami í vetur. Enn fremur er Brooklyn með besta árangur allra liða í austurdeildinni á árinu. Liðið er búið að vinna 23 leiki og tapa 9 síðan 1. janúar.Paul Pierce fór á kostum fyrir Brooklyn og skoraði 29 stig en Chris Bosh var stigahæstur hjá Miami með 24 stig. LeBron James skoraði 19 stig. Í spilaranum hér að ofan má sjá Paul Pierce setja 29 stig á Miami en hér að neðan má sjá rosalega troðslu frá Blake Griffin.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Brooklyn Nets 95-96 Orlando Magic - Denver Nuggets 112-120 Philadelphia 76ers - Sacramento Kings 98-115 Toronto Raptors - Detroit Pistons 101-87 Washington Wizards - Charlotte Bobcats 85-98 Boston Celtics - New York Knicks 92-116 New Orleans Pelicans - Memphis Grizzliez 88-90 Utah Jazz - Dallas Mavericks 101-108 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 103-90 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 101-110 Los Angeles Clippers - Golden State Warriors 111-98Staðan í deildinni.) NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira
San Antonio Spurs heldur fast í efsta sæti vesturdeildar NBA en liðið vann Portland Trail Blazers á heimavelli í nótt, 103-90, og hafði ekki mikið fyrir því.Patty Mills var stigahæstur heimamanna með 15 stig en annars var sigurinn mikið liðsátak eins og svo oft áður hjá San Antonio. Tim Duncan skoraði 10 stig og tók 11 fráköst á 26 mínútum og TiagoSplitter skilaði einnig tvennu með 12 stigum og 10 fráköstum á 25 mínútum. Portland heldur áfram að hrynja niður töfluna en liðið er búið að tapa fjórum leikjum í röð og er komið niður í fimmta sæti. DamianLillard, leikstjórnandi Portland, skoraði mest fyrir gestina í gær eða 23 stig. Eina liðið sem er heitara í NBA-deildinni en San Antonio um þessar mundir er Los Angeles Clippers sem vann níunda leikinn í röð í nótt. Clippers vann Golden State Warriors á heimavelli, 111-98.Blake Griffin heldur áfram að spila eins og engill fyrir Clippers en hann hlóð í tröllatvennu með 30 stigum og 15 fráköstum. Chris Paul skoraði 16 stig og gaf 12 stoðsendingar. Hjá Golden State var Klay Thompson stigahæstur með 26 stig. Clippers er komið í þriðja sæti vesturdeildarinnar og má Oklahoma City fara passa sig þó leiðin sé enn löng upp í annað sætið. Golden State vermir sjötta sæti vestursins. Brooklyn Nets gerði sér svo lítið fyrir og vann meistara Miami Heat á útivelli, 96-95. Brooklyn er þar með búið að vinna alla þrjá leikina gegn Miami í vetur. Enn fremur er Brooklyn með besta árangur allra liða í austurdeildinni á árinu. Liðið er búið að vinna 23 leiki og tapa 9 síðan 1. janúar.Paul Pierce fór á kostum fyrir Brooklyn og skoraði 29 stig en Chris Bosh var stigahæstur hjá Miami með 24 stig. LeBron James skoraði 19 stig. Í spilaranum hér að ofan má sjá Paul Pierce setja 29 stig á Miami en hér að neðan má sjá rosalega troðslu frá Blake Griffin.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Brooklyn Nets 95-96 Orlando Magic - Denver Nuggets 112-120 Philadelphia 76ers - Sacramento Kings 98-115 Toronto Raptors - Detroit Pistons 101-87 Washington Wizards - Charlotte Bobcats 85-98 Boston Celtics - New York Knicks 92-116 New Orleans Pelicans - Memphis Grizzliez 88-90 Utah Jazz - Dallas Mavericks 101-108 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 103-90 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 101-110 Los Angeles Clippers - Golden State Warriors 111-98Staðan í deildinni.)
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira