Fram vann fimmtán marka sigur á FH, 31-16, í Olís-deild kvenna í handbolta í Framhúsinu í Safamýri í kvöld. Framliðið átti frábæran dag en liðið komst upp í þriðja sæti deildarinnar með þessum góða sigri.
Marthe Sördal var markahæst hjá Fram með sjö mörk en Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sex mörk.
FH er áfram í 7. sæti deildarinnar en þetta stóra tap kemur á óvart enda stóðu FH-konur í liði ÍBV í síðustu umferð.
Fram - FH 31-16 (16-9)
Mörk Fram: Marthe Sördal 7, Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Hekla Rún Ámundadóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, María Karlsdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 2, Karólína Vilborg Torfadóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 1, Jóhanna Björk Viktorsdóttir 1.
Mörk FH: Steinunn Snorradóttir 6, Aníta Mjöll Ægisdóttir 4
Berglind Ósk Björgvinsdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 2, Rakel Sigurðardóttir 1, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1.
Framkonur í rétta gírnum á móti FH
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
