Mikil gleði og kraftur í kringum Floru Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2014 07:30 Florentina Stanciu, sem sést hér í landsleik með Íslandi, hefur verið ótrúleg í marki Stjörnunnar á tímabilinu. Mynd/Vilhelm Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna tólf en sami leikmaður er einnig besti markvörður deildarinnar. Florentina Stanciu eða Flora eins og hún er oftast kölluð er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna en hún stendur í marki Stjörnunnar á ný eftir nokkra fjarveru frá liðinu. Florentina er einnig besti markvörður deildarinnar. Valið kemur þjálfara hennar, Skúla Gunnsteinssyni, ekki á óvart. „Flora hefur allt að bera sem afreksíþróttamaður þarf að hafa til þess að ná langt í sinni grein,“ segir Skúli. „Hún leggur rosalega hart að sér og æfir ekki bara vel heldur einnig mjög skynsamlega. Hún hugsar mjög vel um sig og æfir aukalega sjálf. Flora er mjög svo fagleg í sinni nálgun á íþróttinni og er gríðarlegur keppnismaður í öllu,“ segir Skúli en Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar eins og er. Skúli segir að það skipti engu máli hvort um sé að ræða upphitunarfótboltann eða alvöru keppnisleiki, Flora verður alltaf að fara með sigur af hólmi.Mikilvæg liðinu „Fyrir liðið er hún ótrúlega mikilvæg og það er ávallt ofboðslega mikil gleði og kraftur í kringum hana. Hún hefur jákvæð áhrif á liðið og gerir í leiðinni verkefni okkar mun skemmtilegri. Hún skilar mun meira til liðsins en bara að vera góð í marki og hvetur liðsfélaga sína alltaf áfram.“ Florentina lék fyrst með ÍBV á Íslandi áður en hún gekk til liðs við Stjörnuna árið 2006. Hún gekk síðan aftur í raðir ÍBV árið 2011 en fyrir núverandi tímabil kom markvörðurinn síðan aftur í Stjörnuna. Florentina hefur einnig leikið erlendis með Handball Metz Metropole í Frakklandi og Uni Ursus Cluj í Rúmeníu. Á ferlinum hefur hún unnið marga titla og orðið Íslandsmeistari bæði með ÍBV og Stjörnunni. „Ég held að flestir séu sammála því að markmannsstaðan sé mikilvægasta staðan á vellinum. Ef markmaðurinn ver öll skot andstæðingsins þá er ekki hægt að tapa og Flora er ótrúlega öflugur markvörður. Hún á mikinn þátt í því að liðinu gengur vel. Varnarleikur liðsins í heild sinni hefur verið góður í vetur og það hefur sitt að segja upp á markvörslu. Florentina er klárlega gríðarlega mikilvæg liðinu en ég myndi segja að andlegir og félagslegir eiginleikar hennar séu það sem gerir hana í raun ómissandi fyrir liðið.“ Flott fyrirmynd Að mati þjálfarans er Florentina mikill sigurvegari og ungum handknattleikskonum frábær fyrirmynd. „Hún er rosalega góð auglýsing fyrir handboltann og hefur mjög jákvæð áhrif hér á landi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hún eigi eftir að verða mjög skemmtileg í úrslitakeppninni fyrir alla þá sem fylgjast með handbolta.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna tólf en sami leikmaður er einnig besti markvörður deildarinnar. Florentina Stanciu eða Flora eins og hún er oftast kölluð er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna en hún stendur í marki Stjörnunnar á ný eftir nokkra fjarveru frá liðinu. Florentina er einnig besti markvörður deildarinnar. Valið kemur þjálfara hennar, Skúla Gunnsteinssyni, ekki á óvart. „Flora hefur allt að bera sem afreksíþróttamaður þarf að hafa til þess að ná langt í sinni grein,“ segir Skúli. „Hún leggur rosalega hart að sér og æfir ekki bara vel heldur einnig mjög skynsamlega. Hún hugsar mjög vel um sig og æfir aukalega sjálf. Flora er mjög svo fagleg í sinni nálgun á íþróttinni og er gríðarlegur keppnismaður í öllu,“ segir Skúli en Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar eins og er. Skúli segir að það skipti engu máli hvort um sé að ræða upphitunarfótboltann eða alvöru keppnisleiki, Flora verður alltaf að fara með sigur af hólmi.Mikilvæg liðinu „Fyrir liðið er hún ótrúlega mikilvæg og það er ávallt ofboðslega mikil gleði og kraftur í kringum hana. Hún hefur jákvæð áhrif á liðið og gerir í leiðinni verkefni okkar mun skemmtilegri. Hún skilar mun meira til liðsins en bara að vera góð í marki og hvetur liðsfélaga sína alltaf áfram.“ Florentina lék fyrst með ÍBV á Íslandi áður en hún gekk til liðs við Stjörnuna árið 2006. Hún gekk síðan aftur í raðir ÍBV árið 2011 en fyrir núverandi tímabil kom markvörðurinn síðan aftur í Stjörnuna. Florentina hefur einnig leikið erlendis með Handball Metz Metropole í Frakklandi og Uni Ursus Cluj í Rúmeníu. Á ferlinum hefur hún unnið marga titla og orðið Íslandsmeistari bæði með ÍBV og Stjörnunni. „Ég held að flestir séu sammála því að markmannsstaðan sé mikilvægasta staðan á vellinum. Ef markmaðurinn ver öll skot andstæðingsins þá er ekki hægt að tapa og Flora er ótrúlega öflugur markvörður. Hún á mikinn þátt í því að liðinu gengur vel. Varnarleikur liðsins í heild sinni hefur verið góður í vetur og það hefur sitt að segja upp á markvörslu. Florentina er klárlega gríðarlega mikilvæg liðinu en ég myndi segja að andlegir og félagslegir eiginleikar hennar séu það sem gerir hana í raun ómissandi fyrir liðið.“ Flott fyrirmynd Að mati þjálfarans er Florentina mikill sigurvegari og ungum handknattleikskonum frábær fyrirmynd. „Hún er rosalega góð auglýsing fyrir handboltann og hefur mjög jákvæð áhrif hér á landi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hún eigi eftir að verða mjög skemmtileg í úrslitakeppninni fyrir alla þá sem fylgjast með handbolta.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira