Viðskipti innlent

Gunnars Majones gjaldþrota

Haraldur Guðmundsson skrifar
Kleópatra Kristbjörg hefur stýrt Gunnars Majones frá árinu 2006.
Kleópatra Kristbjörg hefur stýrt Gunnars Majones frá árinu 2006.
Gunnars Majones hf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið var stofnað árið 1960 og hefur síðan þá framleitt majonesið fræga og ýmsar sósur.

Vörur fyrirtækisins verða hér eftir framleiddar af félaginu Gunnars ehf. Hugrún Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýja félagsins.

Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri Gunnars Majoness hf., mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins, samkvæmt heimildum Vísis. Ekki náðist í Kleópötru við vinnslu fréttarinnar.

Gunnar Jónsson og eiginkona hans Sigríður Regína Waage stofnuðu fyrirtækið eins og áður segir árið 1960. Gunnar lést árið 1998 en síðustu ár hefur það verið rekið af dætrum hjónanna, Nancy og Helen.

Þrotabú fyrirtækisins heitir nú GM framleiðsla hf. Félagið skilaði ekki inn ársreikningum árin 2012 og 2013 en samkvæmt ársreikningi 2011 var eigið fé þess neikvætt um tæpar 52 milljónir króna. Þá var hagnaður félagsins tæpar 11 milljónir króna og rúmar 15 milljónir árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×