Viðskipti innlent

Útistandandi kröfur í Kaupþing lækkuðu um 115 milljarða

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Verðmæti heildareigna Kaupþings nam 778,1 milljarði króna í árslok 2013, samanborið við 846,8 milljarða í árslok 2012. Þá jóskt raunvirði eigna um 23,2 milljarða króna á milli ára, en neikvæð gengisáhrif námur 59,6 milljörðum króna.

Útistandandi kröfur námu 2.879,3 milljörðum króna og lækkuðu um 115,5 milljarða.

Þetta kemur fram tilkynningu frá slitastjórn Kaupþings hf. vegna ársreiknings félagsins sem birtur var í dag.

Greiðslur vegna samþykktra forgangskrafna voru 19,3 milljarðar króna og greiðslur inn á vörslureikning vegna umdeildra forgangskrafna námu 15,9 milljörðum. Handbært fé Kaupþings nam 418,6 milljörðum króna og hækkaði um einn milljarð króna á árinu.

Ástæður lækkunar útistandandi krafna má samkvæmt tilkynningunni rekja til úrlausnar ágreiningsmála, krafna sem kröfuhafar hafa afturkallað, greiðslna vegna forgangskrafna og krafna sem endanlega hefur verið hafnað.

Rekstrarkostnaður Kaupþings lækkaði úr 5,1 milljarði í 3,5 á milli ára sem samsvarar 40,7 prósentum. Tæplega helmingur þess kostnaðar er til kominn vegna aðkeyptrar erlendrar sérfræðiráðgjafar. Hann lækkar þó úr tæpum 6,5 milljörðum króna í rétt rúmlega þrjá milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×