Laugardalshöllin ræður ekki við kröfurnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. október 2014 07:00 Leikvöllurinn í Laugardalshöll var færður 80 cm frá áhorfendum af öryggisástæðum, en það skapaði bara vandamál hinum megin. Fréttablaðið/Vilhelm Þótt allt hafi gengið upp innan vallar í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið þegar strákarnir okkar rúlluðu yfir Ísrael í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í handbolta þá var gleðin ekki jafn mikil utan vallar. Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins hafði út á ýmislegt að setja, t.a.m. klukkuna í Höllinni sem hikstaði öðrum megin og þrengsli þeim megin sem heiðursstúkan er. „Það er bara hægt að setja númerin 4-15 á klukkuna sem hentar engan veginn fyrir handbolta og svo stoppaði hún nokkrum sinnum en hélt svo áfram. Hún fékk algjöra falleinkunn,“ segir Róbert Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, við Fréttablaðið. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir sambandið hafa beðið eftirlitsmanninn um að taka út húsið til að vita hvað þurfi að laga. „Höllin er bara barn síns tíma. Það eru orðnar meiri kröfur í kringum alþjóðlega leiki sem húsið ræður ekki við.“ Áður hafði verið kvartað yfir því að leikvöllurinn væri of nálægt áhorfendapöllunum í stóru stúkunni og þurfti því að færa völlinn um 80 cm til suðurs. Var það gert til að tryggja öryggi áhorfenda þannig að hægt sé að rýma húsið fljótlega komi eitthvað upp á. „Það var eitthvað sem við réðum ekkert. En þegar það vandamál var leyst varð til annað hinum megin þar sem það voru alltof mikil þrengsli í kringum heiðursstúkuna og sætin á vængjunum. Við vorum að sjá leik núna í fyrsta skipti eftir að völlurinn var færður og þetta var niðurstaðan. Svona er bara staðan á þessu húsi; það uppfyllir ekki nútímastaðla,“ segir Einar. Róbert Geir sagði við Vísi að HSÍ mætti búast við skýrslu frá eftirlitsmanni sem hann er nú búinn að skila inn til EHF, en hvort sektir fylgi eða önnur refsing á eftir að koma í ljós. Á dögunum var haldið glæsilegt Evrópumót í hópfimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum þar sem leigð var stúka sem myndaði flottan keppnisvöll. Þetta er eitthvað sem HSÍ var að spá í fyrir nokkrum árum. „Við fórum í svona hönnun í Egilshöll í kringum 2008. Það sorglegasta við frjálsíþróttahöllina er bara lofthæðin. Hún er ekki nema níu metrar sem sleppur í handbolta, en minni má hún ekki vera. Þetta leit mjög vel út og umgjörðin var flott. Menn þurfa því að spyrja sig ýmissa spurninga eftir þetta,“ segir Einar. Komið hefur til tals að stúkan verði eftir hér á landi en HSÍ hefur að minnsta kosti ekki tekið þátt í þeim umræðum. „Ef þú myndir leigja svona stúku sex sinnum held ég það borgi sig að kaupa hana. Það er mikill kostnaður í kringum svona stúku. En það er líka mikill kostnaður að setja hana upp fyrir svona leik eins og gegn Ísrael. Þetta hefði verið hægt fyrir leiki eins og gegn Svíum hér um árið og fleiri leiki þegar hefði verið hægt að fylla Höllina oft,“ segir Einar. Handbolti Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira
Þótt allt hafi gengið upp innan vallar í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið þegar strákarnir okkar rúlluðu yfir Ísrael í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í handbolta þá var gleðin ekki jafn mikil utan vallar. Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins hafði út á ýmislegt að setja, t.a.m. klukkuna í Höllinni sem hikstaði öðrum megin og þrengsli þeim megin sem heiðursstúkan er. „Það er bara hægt að setja númerin 4-15 á klukkuna sem hentar engan veginn fyrir handbolta og svo stoppaði hún nokkrum sinnum en hélt svo áfram. Hún fékk algjöra falleinkunn,“ segir Róbert Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, við Fréttablaðið. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir sambandið hafa beðið eftirlitsmanninn um að taka út húsið til að vita hvað þurfi að laga. „Höllin er bara barn síns tíma. Það eru orðnar meiri kröfur í kringum alþjóðlega leiki sem húsið ræður ekki við.“ Áður hafði verið kvartað yfir því að leikvöllurinn væri of nálægt áhorfendapöllunum í stóru stúkunni og þurfti því að færa völlinn um 80 cm til suðurs. Var það gert til að tryggja öryggi áhorfenda þannig að hægt sé að rýma húsið fljótlega komi eitthvað upp á. „Það var eitthvað sem við réðum ekkert. En þegar það vandamál var leyst varð til annað hinum megin þar sem það voru alltof mikil þrengsli í kringum heiðursstúkuna og sætin á vængjunum. Við vorum að sjá leik núna í fyrsta skipti eftir að völlurinn var færður og þetta var niðurstaðan. Svona er bara staðan á þessu húsi; það uppfyllir ekki nútímastaðla,“ segir Einar. Róbert Geir sagði við Vísi að HSÍ mætti búast við skýrslu frá eftirlitsmanni sem hann er nú búinn að skila inn til EHF, en hvort sektir fylgi eða önnur refsing á eftir að koma í ljós. Á dögunum var haldið glæsilegt Evrópumót í hópfimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum þar sem leigð var stúka sem myndaði flottan keppnisvöll. Þetta er eitthvað sem HSÍ var að spá í fyrir nokkrum árum. „Við fórum í svona hönnun í Egilshöll í kringum 2008. Það sorglegasta við frjálsíþróttahöllina er bara lofthæðin. Hún er ekki nema níu metrar sem sleppur í handbolta, en minni má hún ekki vera. Þetta leit mjög vel út og umgjörðin var flott. Menn þurfa því að spyrja sig ýmissa spurninga eftir þetta,“ segir Einar. Komið hefur til tals að stúkan verði eftir hér á landi en HSÍ hefur að minnsta kosti ekki tekið þátt í þeim umræðum. „Ef þú myndir leigja svona stúku sex sinnum held ég það borgi sig að kaupa hana. Það er mikill kostnaður í kringum svona stúku. En það er líka mikill kostnaður að setja hana upp fyrir svona leik eins og gegn Ísrael. Þetta hefði verið hægt fyrir leiki eins og gegn Svíum hér um árið og fleiri leiki þegar hefði verið hægt að fylla Höllina oft,“ segir Einar.
Handbolti Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira