Leiðréttir goðsagnir um hrunið Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Ný bók, Billions to Bust and Back, fjallar um Björgólf Thor Björgólfsson, líf hans og viðskiptasögu. Í nýrri bók Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis sem út kemur í dag segist hann fjalla um efnahagshrun Íslands með hálfum huga. Reiði og leit að sökudólgum, auk harðra viðbragða við eina viðtalinu sem hann fór í eftir hrun, hafi dregið úr honum. Það sé hins vegar vilji til þess að hið rétta komi fram sem ráði umfjölluninni fremur en að hann vilji rétta sinn hlut. Björgólfur segir að leiðrétta þurfi goðsögnina að orsaka hrunsins sé að leita í íslensku bönkunum og vitnar til orða prófessor Roberts Aliber um að rót þess sé að finna í brotalömum alþjóðafjármálakerfisins. „Sjálfur trúi ég því að hrunið hafi verið óumflýjanlegt vegna efnahagsstefnu stjórnarinnar og vaxtastefnu Seðlabankans, þótt ég viðurkenni auðvitað að bankarnir deili sökinni með of hröðum vexti,“ segir Björgólfur. Þá segir hann rangt að fall bankanna hafi haft hlutfallslega meiri neikvæð áhrif á húsnæðiseigendur hér. „Allt bendir til að erlendir lánveitendur bankanna hafi orðið verst úti.“ Skaði húsnæðiseigenda sé að stærstum hluta vegna hruns krónunnar og skuldastöðu landsins. „Íslensku bankarnir eru blórabögglar fyrir stærri kerfislægar brotalamir heimafyrir og erlendis,“ segir hann. „Það er aðallega vegna þess að sú skýring hentar öflum bæði á vinstri vængnum, sem fengu þar staðfestingu á sjónarmiðum sínum um kapítalisma og leið inn í ríkisstjórn, og hægri vængnum sem beina vildi athyglinni frá misheppnaðri efnahagsstefnu sinni.“ Tengdar fréttir Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum. 27. nóvember 2014 14:13 Björgólfur Thor gat ekki hjálpað föður sínum Í nýrri bók sinni gerir Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir upp við fortíðina og viðskiptalegan viðskilnað sem varð á milli hans og Björgólfs Guðmundssonar föður hans. Björgólfur segir föður sinn hafa dreift kröftum sínum um of fyrir hrun. 27. nóvember 2014 12:00 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Viðskipti erlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira
Í nýrri bók Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis sem út kemur í dag segist hann fjalla um efnahagshrun Íslands með hálfum huga. Reiði og leit að sökudólgum, auk harðra viðbragða við eina viðtalinu sem hann fór í eftir hrun, hafi dregið úr honum. Það sé hins vegar vilji til þess að hið rétta komi fram sem ráði umfjölluninni fremur en að hann vilji rétta sinn hlut. Björgólfur segir að leiðrétta þurfi goðsögnina að orsaka hrunsins sé að leita í íslensku bönkunum og vitnar til orða prófessor Roberts Aliber um að rót þess sé að finna í brotalömum alþjóðafjármálakerfisins. „Sjálfur trúi ég því að hrunið hafi verið óumflýjanlegt vegna efnahagsstefnu stjórnarinnar og vaxtastefnu Seðlabankans, þótt ég viðurkenni auðvitað að bankarnir deili sökinni með of hröðum vexti,“ segir Björgólfur. Þá segir hann rangt að fall bankanna hafi haft hlutfallslega meiri neikvæð áhrif á húsnæðiseigendur hér. „Allt bendir til að erlendir lánveitendur bankanna hafi orðið verst úti.“ Skaði húsnæðiseigenda sé að stærstum hluta vegna hruns krónunnar og skuldastöðu landsins. „Íslensku bankarnir eru blórabögglar fyrir stærri kerfislægar brotalamir heimafyrir og erlendis,“ segir hann. „Það er aðallega vegna þess að sú skýring hentar öflum bæði á vinstri vængnum, sem fengu þar staðfestingu á sjónarmiðum sínum um kapítalisma og leið inn í ríkisstjórn, og hægri vængnum sem beina vildi athyglinni frá misheppnaðri efnahagsstefnu sinni.“
Tengdar fréttir Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum. 27. nóvember 2014 14:13 Björgólfur Thor gat ekki hjálpað föður sínum Í nýrri bók sinni gerir Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir upp við fortíðina og viðskiptalegan viðskilnað sem varð á milli hans og Björgólfs Guðmundssonar föður hans. Björgólfur segir föður sinn hafa dreift kröftum sínum um of fyrir hrun. 27. nóvember 2014 12:00 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Viðskipti erlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira
Er enginn útrásarvíkingur, segir Björgólfur Thor Hluta af óvæginni umræðu og ákveðinni hörku sem mætti Björgólfi Thor hér á landi eftir hrun segir hann skýrast af því að hann hafi verið flokkaður með "útrásarvíkingum“ sem fjárfest hafi í erlendum eignum með ódýru fjármagni frá íslensku bönkunum. 27. nóvember 2014 14:13
Björgólfur Thor gat ekki hjálpað föður sínum Í nýrri bók sinni gerir Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir upp við fortíðina og viðskiptalegan viðskilnað sem varð á milli hans og Björgólfs Guðmundssonar föður hans. Björgólfur segir föður sinn hafa dreift kröftum sínum um of fyrir hrun. 27. nóvember 2014 12:00