Útlit er fyrir að þúsundir erlendra ferðamanna muni leggja leið sína hingað til lands í mars á næsta ári, til að fylgjast með almyrkva sólar.
Þegar er uppselt í tvö skemmtiferðaskip, búið er að panta vélar frá Flugfélagi Íslands og Icelandair er að kanna grundvöll þess að senda þotu eða þotur á svæðið, þar sem sólmykrvinn mun sjást best.
Almyrkvi verður á tilteknu svæði á milli Íslands og Færeyja klukkan 9:45 þann 20. mars.
Að sjónarspilinu loknu munu bæði skemmtiferðarskipin koma til Reykjavíkur og verður það í fyrsta sinn sem að skemmtiferðaskip koma hingað til lands á þessum árstíma að sögn Ágústs Ágústssonar hjá Faxaflóahöfnum.
Þegar er ljóst að margir útlendingar muni leggja leið sína hingað til lands að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa Icelandair.
„Já við erum farnir að vinna með ferðaskrifstofum sem eru farnir að búa til það sem við köllum pakka þar sem að helst er vakin athygli á þessu. Já salan fyrir þetta er komin í gang.
Og hótelherbergi kannski líka pöntuð vegna þessa?
Já við hugsum nú kannski fyrst og fremst um flugið og við hjá Icelandair við hugsum nú kannski einkum um þetta til að drga athygli að landinu og búa til umræðu um Ísland og það sem hér er í boði fyrir ferðamenn. En síðan erum við að vinna með ferðaskrifstofum sem eru með þá svona pakkaferðir með hóteli og öllu tilheyrandi og hjá Flugfélagi Íslands er verið að leigja út vélar frá Reykjavík og þarna austur fyrir landið þar sem að sólmyrkvinn er algjör og það er verið að skoða það með stærri vélar, þotur sem að færu þá héðan með fólk.
En þetta verður líka upplifun hér í Reykjavík, mér er sagt að hér verði 97 prósenta myrkvi, sem þýðir að það dimmir, þetta er á föstudagsmorgni um tíuleytið þannig að það verður upplifun að vera hér bara á þessu svæði.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta verður gott það er svo gríðarlegur áhugi á stjörnufræði og öllu því sem við kemur himingeimnum þannig að maður sér það strax að það er áhugi á þessu,“ sagði Guðjón í samtali við Bylgjuna.
Almyrkvinn mun aðeins standa í tvær mínútur en aðdragandi hans sést mun fyrr og svo tekur hann nokkurn tíma að dvína.
Icelandair skoðar þotuferðir vegna sólmyrkva
Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Mest lesið


Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent