Hlutabréf American Apparel hækka eftir brottvikningu forstjóra Randver Kári Randversson skrifar 20. júní 2014 14:41 Fyrir utan verslun American Apparel í New York. Vísir/AFP Hlutabréf í bandaríska fatafyrirtækinu American Apparel hækkuðu í verði í gær. Frá þessu er greint á vef New York Post. Dov Charney hafði fyrr um daginn verið vikið úr starfi forstjóra fyrirtækisins vegna ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni við starfsmenn. Charney var jafnan umdeildur einkum vegna markaðsherferða fyrirtækisins sem sýndu oft fáklæddar fyrirsætur og þóttu mjög ögrandi. Fyrirtækið komst einnig í vandræði vegna stefnu Charneys um að hafa allar vörur American Apparel framleiddar í Bandaríkjunum, öfugt við aðra bandaríska fataframleiðendur, sem flestir hafa fært framleiðslu sína úr landi. Árið 2009 kom það svo á daginn að aðal verksmiðja fyrirtækisins, sem staðsett er í Los Angeles var mönnuð ólöglegum innflytjendum og þurfti fyrirtækið að segja upp 1500 starfsmönnum verksmiðjunnar af þeim sökum. Í kjölfarið stöðvaðist framleiðsla fyrirtækisins, með tilheyrandi vöruskorti og tekjutapi. Mikið tap hefur verið á rekstri American Apparel undanfarin ár. Árið 2013 varð tap upp á 106 milljónir dollara og 37 milljónir árið áður. Hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs virðist hafa tekið tíðindunum af brottvikningu Charneys vel, en hlutabréf í American Apparel hækkuðu í gær um 22%. Tengdar fréttir Forstjóri American Apparel rekinn vegna kynferðislegrar áreitni Málaferli vegna meintrar kynferðislegrar áreitni Dov Charneys hafa staðið frá árinu 2011. 19. júní 2014 16:09 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hlutabréf í bandaríska fatafyrirtækinu American Apparel hækkuðu í verði í gær. Frá þessu er greint á vef New York Post. Dov Charney hafði fyrr um daginn verið vikið úr starfi forstjóra fyrirtækisins vegna ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni við starfsmenn. Charney var jafnan umdeildur einkum vegna markaðsherferða fyrirtækisins sem sýndu oft fáklæddar fyrirsætur og þóttu mjög ögrandi. Fyrirtækið komst einnig í vandræði vegna stefnu Charneys um að hafa allar vörur American Apparel framleiddar í Bandaríkjunum, öfugt við aðra bandaríska fataframleiðendur, sem flestir hafa fært framleiðslu sína úr landi. Árið 2009 kom það svo á daginn að aðal verksmiðja fyrirtækisins, sem staðsett er í Los Angeles var mönnuð ólöglegum innflytjendum og þurfti fyrirtækið að segja upp 1500 starfsmönnum verksmiðjunnar af þeim sökum. Í kjölfarið stöðvaðist framleiðsla fyrirtækisins, með tilheyrandi vöruskorti og tekjutapi. Mikið tap hefur verið á rekstri American Apparel undanfarin ár. Árið 2013 varð tap upp á 106 milljónir dollara og 37 milljónir árið áður. Hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs virðist hafa tekið tíðindunum af brottvikningu Charneys vel, en hlutabréf í American Apparel hækkuðu í gær um 22%.
Tengdar fréttir Forstjóri American Apparel rekinn vegna kynferðislegrar áreitni Málaferli vegna meintrar kynferðislegrar áreitni Dov Charneys hafa staðið frá árinu 2011. 19. júní 2014 16:09 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Forstjóri American Apparel rekinn vegna kynferðislegrar áreitni Málaferli vegna meintrar kynferðislegrar áreitni Dov Charneys hafa staðið frá árinu 2011. 19. júní 2014 16:09