Verð á sjávarafurðum rýkur upp Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. júní 2014 19:16 Verð sjávarafurða í erlendri mynt hefur rokið upp á síðustu mánuðum. Frá febrúar til apríl hækkaði verð um 5% og hefur ekki hækkað meira á svo stuttu tímabili í fjögur ár. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir verðhækkun hjálpa útgerðum í uppsjávarfiski eftir loðnubrest á síðasta fiskveiðiári. Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans sem birt er í dag er fjallað um þá verðhækkun sem orðið hefur á sjávarafurðum á síðustu mánuðum. Verð á uppsjávarfiski hefur hækkað um 13 prósent frá því í febrúar og fram í apríl á þessu ári. Verð á uppsjávarfiski hefur aldrei verið hærra samkvæmt úttekt Landsbankans. Verð á mjöli og lýsi hefur sömuleiðis hækkað hratt á síðustu mánuðum eða um tæp 12%.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landsambands íslenska útvegsmanna, segir tíðindin ánægjuleg. „Verðþróunin er jákvæð sem eru góðar fréttir fyrir íslenskan sjávarútveg og þar með fyrir íslenskt samfélag því þetta er jú okkar undirstöðu atvinnuvegur og skilar sér vonandi til allra.“Hvað skýrir þessa verðsveiflu nú? „Skýringingin á hækkun verðs í uppsjávarfiski er vegna þess að menn sjá fyrir sér minni afla í suðurhöfum í samkeppnistegundum,“ segir Kolbeinn. „Markaðurinn er að ná einhverju jafnvægi eftir mikla aukningu á þorski úr Barentshafi.“Bætir upp fyrir loðnubrest Nýliðin loðnuvertíð var næst lélegasta vertíðin á þessari öld þegar aðeins um 110 þúsund tonn komu að landi. „Þetta er jákvætt fyrir útgerðirnar í uppsjávarfiski þar sem loðnubrestur varð í vetur og menn hafa haft áhyggjur af því að þar verði þröngt í búi. Verðhækkunin bætir það vonandi að einhverju leyti,“ segir Kolbeinn. Meiri bjartsýni ríkir fyrir komandi loðnuvertíð en Hafrannsóknastofnun vonast til að geta gefið út kvóta upp á rúm 450 þúsund tonn. Kolbeinn segir margt benda til þess að næsta fiskveiðiár verði íslenskum sjávarútvegi gott. „Verðið virðast vera á réttri leið. Flestir stofnar eru í ágætis standi og vonandi verður þetta gott ár,“ segir Kolbeinn. „Það eru alltaf einhverjir stofnar sem eru á niðurleið, t.a.m. eru vondar fréttir af ýsunni sem auðvitað kemur illa við einhverja. Yfir það heila þá held ég að við séum á nokkuð góðum stað.“ Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Verð sjávarafurða í erlendri mynt hefur rokið upp á síðustu mánuðum. Frá febrúar til apríl hækkaði verð um 5% og hefur ekki hækkað meira á svo stuttu tímabili í fjögur ár. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir verðhækkun hjálpa útgerðum í uppsjávarfiski eftir loðnubrest á síðasta fiskveiðiári. Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans sem birt er í dag er fjallað um þá verðhækkun sem orðið hefur á sjávarafurðum á síðustu mánuðum. Verð á uppsjávarfiski hefur hækkað um 13 prósent frá því í febrúar og fram í apríl á þessu ári. Verð á uppsjávarfiski hefur aldrei verið hærra samkvæmt úttekt Landsbankans. Verð á mjöli og lýsi hefur sömuleiðis hækkað hratt á síðustu mánuðum eða um tæp 12%.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landsambands íslenska útvegsmanna, segir tíðindin ánægjuleg. „Verðþróunin er jákvæð sem eru góðar fréttir fyrir íslenskan sjávarútveg og þar með fyrir íslenskt samfélag því þetta er jú okkar undirstöðu atvinnuvegur og skilar sér vonandi til allra.“Hvað skýrir þessa verðsveiflu nú? „Skýringingin á hækkun verðs í uppsjávarfiski er vegna þess að menn sjá fyrir sér minni afla í suðurhöfum í samkeppnistegundum,“ segir Kolbeinn. „Markaðurinn er að ná einhverju jafnvægi eftir mikla aukningu á þorski úr Barentshafi.“Bætir upp fyrir loðnubrest Nýliðin loðnuvertíð var næst lélegasta vertíðin á þessari öld þegar aðeins um 110 þúsund tonn komu að landi. „Þetta er jákvætt fyrir útgerðirnar í uppsjávarfiski þar sem loðnubrestur varð í vetur og menn hafa haft áhyggjur af því að þar verði þröngt í búi. Verðhækkunin bætir það vonandi að einhverju leyti,“ segir Kolbeinn. Meiri bjartsýni ríkir fyrir komandi loðnuvertíð en Hafrannsóknastofnun vonast til að geta gefið út kvóta upp á rúm 450 þúsund tonn. Kolbeinn segir margt benda til þess að næsta fiskveiðiár verði íslenskum sjávarútvegi gott. „Verðið virðast vera á réttri leið. Flestir stofnar eru í ágætis standi og vonandi verður þetta gott ár,“ segir Kolbeinn. „Það eru alltaf einhverjir stofnar sem eru á niðurleið, t.a.m. eru vondar fréttir af ýsunni sem auðvitað kemur illa við einhverja. Yfir það heila þá held ég að við séum á nokkuð góðum stað.“
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira