Dómarar leiks Philadelphia 76ers og Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta þurftu að þurrka út sextán sekúndur og hefja leikinn að nýju í nótt eftir að leikmenn liðanna týndu hreinlega áttum í upphafi leiks.
Dómararnir áttuðu sig á því eftir sextán sekúndna leik að liðin voru að sækja á rangar körfur. Þeir voru þá búnir að dæma eina villu og Sixers-maðurinn Henry Sims var að gera sig líklegan til að taka tvö víti þegar tvær grímur runnu á dómarana.
Eftir stuttan dómarafund var ákveðið að þurrka út fyrstu sextán sekúndurnar og hefja leikinn á nýju með þeirri undantekningu að liðin sóttu nú á réttar körfur. Það er hægt að sjá myndband með þessari furðulegu byrjun á NBA-síðunni.
Philadelphia 76ers var búið að tapa sautján fyrstu leikjum sínum á tímabilinu fyrir leikinn í nótt en tókst að landa sínum fyrsta sigri sínum á móti Minnesota Timberwolves, 85-77.
NBA-lið spiluðu á rangar körfur í nótt - myndband
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn