Draga úr mun milli virðisaukaþrepanna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2014 08:00 Stýrihópur mun endurskoða neysluskatta og vörugjöld. Mynd/Eva Björk „Markmiðið er að draga úr muninum milli virðisaukaskattþrepanna og lækka efra þrepið sem þýðir auðvitað að neðra þrepið mun taka einhverjum breytingum til hækkunar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um áætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum sem hann kynnti á Skattadegi Deloitte í gær. Bjarni sagði að vinna væri hafin við endurskoðun neysluskatta og vörugjalda og hyggst ráðuneytið skipa stýrihóp um málið. „Samhliða þessu verða skoðaðar leiðir til að fella niður vörugjöld og gera aðrar ráðstafanir til að bregðast við neikvæðum áhrifum af hækkun neðra þrepsins,“ segir Bjarni. Hann segir efra skattþrepið, sem er 25,5%, alltof hátt en ekki raunhæft að stíga það skref að hafa allan virðisaukaskatt í einu þrepi. „Ég sé fyrir mér að nefndin taki það til skoðunar hvenær eða með hvaða hætti hægt er að vinna að því að hafa þetta í einu þrepi,“ segir Bjarni.Bjarni útilokar ekki að matvöruverð geti hækkað, en á móti kemur að aðrar nauðsynjavörur lækka.Mynd/GVAAðspurður um hvort hækkun á neðra þrepinu muni ekki óhjákvæmilega leiða til hærra verðs á matvörum segist hann ekki útiloka að svo geti farið. „Hins vegar munu ýmsar aðrar nauðsynjar lækka á móti, svo sem eldsneyti sem er í efra og almenna þrepinu,“ segir Bjarni. Hann segir áherslu verða lagða á að fella niður vörugjöld og tekur sem dæmi byggingarvörur ýmiskonar, en slíkt muni hafa áhrif á verðlag. Hann segir að frekar skuli nota bótakerfið en virðisaukaskattkerfið til að koma til móts við þá sem erfitt eiga með að ná endum saman. „Aðalatriðið til að styðja við þá sem eru í lægri launahópum er að gera það í gegnum breytingar á bótakerfinu,“ segir Bjarni en með hvaða hætti það yrði gert er enn óskoðað en það yrði einnig hlutverk nefndarinnar að skoða slíkar útfærslur. „Þar getur allt komið til skoðunar, allt frá barnabótum í einhvern annan sérstakan stuðning,“ segir Bjarni. Hann segir þessar breytingar ekki gerðar með tekjuöflun fyrir ríkið í huga. „Við erum að gera þetta til að gera kerfið skilvirkara, og einfaldara og skapa réttu hvatana, en það mun til lengri tíma litið gagnast betur í tekjuöflunarskyni fyrir ríkið,“ segir Bjarni. „Við viljum minnka þetta bil milli þrepa og breikka skattstofnana og horfum til lægra vöruverðs sem markmiðs,“ segir Bjarni að lokum og segist leggja áherslu á að þessari vinnu verði hraðað sem kostur er. Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
„Markmiðið er að draga úr muninum milli virðisaukaskattþrepanna og lækka efra þrepið sem þýðir auðvitað að neðra þrepið mun taka einhverjum breytingum til hækkunar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um áætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum sem hann kynnti á Skattadegi Deloitte í gær. Bjarni sagði að vinna væri hafin við endurskoðun neysluskatta og vörugjalda og hyggst ráðuneytið skipa stýrihóp um málið. „Samhliða þessu verða skoðaðar leiðir til að fella niður vörugjöld og gera aðrar ráðstafanir til að bregðast við neikvæðum áhrifum af hækkun neðra þrepsins,“ segir Bjarni. Hann segir efra skattþrepið, sem er 25,5%, alltof hátt en ekki raunhæft að stíga það skref að hafa allan virðisaukaskatt í einu þrepi. „Ég sé fyrir mér að nefndin taki það til skoðunar hvenær eða með hvaða hætti hægt er að vinna að því að hafa þetta í einu þrepi,“ segir Bjarni.Bjarni útilokar ekki að matvöruverð geti hækkað, en á móti kemur að aðrar nauðsynjavörur lækka.Mynd/GVAAðspurður um hvort hækkun á neðra þrepinu muni ekki óhjákvæmilega leiða til hærra verðs á matvörum segist hann ekki útiloka að svo geti farið. „Hins vegar munu ýmsar aðrar nauðsynjar lækka á móti, svo sem eldsneyti sem er í efra og almenna þrepinu,“ segir Bjarni. Hann segir áherslu verða lagða á að fella niður vörugjöld og tekur sem dæmi byggingarvörur ýmiskonar, en slíkt muni hafa áhrif á verðlag. Hann segir að frekar skuli nota bótakerfið en virðisaukaskattkerfið til að koma til móts við þá sem erfitt eiga með að ná endum saman. „Aðalatriðið til að styðja við þá sem eru í lægri launahópum er að gera það í gegnum breytingar á bótakerfinu,“ segir Bjarni en með hvaða hætti það yrði gert er enn óskoðað en það yrði einnig hlutverk nefndarinnar að skoða slíkar útfærslur. „Þar getur allt komið til skoðunar, allt frá barnabótum í einhvern annan sérstakan stuðning,“ segir Bjarni. Hann segir þessar breytingar ekki gerðar með tekjuöflun fyrir ríkið í huga. „Við erum að gera þetta til að gera kerfið skilvirkara, og einfaldara og skapa réttu hvatana, en það mun til lengri tíma litið gagnast betur í tekjuöflunarskyni fyrir ríkið,“ segir Bjarni. „Við viljum minnka þetta bil milli þrepa og breikka skattstofnana og horfum til lægra vöruverðs sem markmiðs,“ segir Bjarni að lokum og segist leggja áherslu á að þessari vinnu verði hraðað sem kostur er.
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira