Frank Booker ætlar sér í NBA og ekkert minna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2014 00:01 Frank Aron Booker spilar númer eitt hjá liði Oklahoma Sooners. Vísir/Getty Íslenskir körfuboltaáhugamenn muna vel eftir Franc Booker sem spilaði með ÍR, Val og Grindavík á árunum 1991 til 1995. Booker endurskrifaði ekki aðeins metabók úrvalsdeildar karla í þriggja stiga körfum heldur eignaðist hann einnig son hér á landi með Þórunni Jónsdóttur. Frank Aron Booker er nú orðinn 19 ára gamall og á fyrsta ári með körfuboltaliði Oklahoma-háskólans í Big 12 deildinni í NCAA. Frank Aron hefur eins og flestir nýliðar þurft að sanna sig fyrir þjálfaraliði skólans en um síðustu helgi sló hann í gegn þegar hann skoraði 15 stig á aðeins 20 mínútum í 77-74 sigri á nágrönnunum í Oklahoma State. „Hann var rosaflottur um síðustu helgi,“ sagði móðir hans, Þórunn Jónsdóttir, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Frank Aron er fæddur í júlí 1994 en Þórunn segir hann hafa verið í Bandaríkjunum síðustu átta árin. „Hann er fæddur hérna og fór til pabba síns öðru hvoru. Svo var hann kominn á fullt í körfuboltanum og varð bara að vera hjá pabba sínum,“ segir Þórunn.Átta ár síðan hann var á Íslandi „Það eru að verða átta ár síðan hann var síðast hér á landi. Ég fylgist vel með honum og pabbi hans er duglegur að senda mér úrklippur með honum og fleira slíkt,“ segir Þórunn sem ætlar að fara út til hans í vor. Frank Aron hitti meðal annars úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum um síðustu helgi og það má segja að eplið hafi ekki fallið langt frá eikinni þegar kemur að hæfileikanum í að smella niður þristum. Frank Aron hefur aðeins spilað 14,1 mínútu í leik í vetur en er engu að síður í 2. sæti yfir flestar þriggja stiga körfur í liðinu (1,3 í leik).Vísir/GettyÍ einkaþjálfun hjá pabba alla ævi „Hann ætlar að erfa það frá honum. Hann er búinn að vera í einkaþjálfun alla ævi. Pabbi hans vinnur við íþróttamiðstöð í Augusta í Georgíu og er búinn að vera að kenna honum síðan hann var fimm ára,“ segir Þórunn. Hún sér Frank Aron ná langt í boltanum. „Hann ætlar sér í NBA og ekkert minna,“ segir Þórunn stolt en gerir sér grein fyrir því að það þarf margt að gerast til að sá draumur rætist. „Þetta er rosalega skemmtilegt og það er alveg á hreinu að hann á eftir að gera stóra hluti í körfuboltanum,“ segir Þórunn. Hún rifjar það upp að honum hafi gengið vel í öllum íþróttum þegar hann bjó hjá henni á Selfossi. „Þegar hann var hérna lítill þá æfði hann handbolta og var í öllum íþróttum. Það voru alltaf allir þjálfararnir að tala um að það ætti eftir að verða eitthvað úr þessum því að hann var svo klár í öllum íþróttunum sem hann var í. Hann stóð alltaf upp úr í öllum liðum,“ segir Þórunn.Duglegur að tala íslensku Þórunn er alltaf í sambandi við strákinn og passar upp á að hann haldi íslenskunni við. „Ég læt hann halda henni við. Við tölum saman á Skype og hann er voðalega duglegur að tala íslenskuna,“ segir Þórunn en hún saknar stráksins síns. „Ég græt stundum á næturnar yfir að hafa hann ekki hjá mér en ég hugsa fyrst og fremst um framtíð hans,“ segir Þórunn. Það eru margir stórefnilegir íslenskir körfuboltamenn á svipuðum aldri og Frank Aron og svo gæti farið að fjórir strákar spili í bandaríska háskólaboltanum á næsta tímabili. Elvar Már Friðriksson hjá Njarðvík og Gunnar Ólafsson hjá Keflavík hafa báðir fundið sér skóla og Martin Hermannsson hjá KR hefur fengið boð um að koma út að skoða skóla. En sér Þórunn strákinn sinn spila fyrir íslenska landsliðið?Langar heim til mömmu „Hann gæti alveg hugsað sér að spila fyrir Ísland því hann langar að koma heim til mömmu. Ég veit það alveg að einhverjir vildu sjá hann spila fyrir landsliðið. Þeir hjá KKÍ eru samt ekki byrjaðir að tala við mig um hann en ég á alveg von á því,“ segir Þórunn. „Hann er algjör leiðtogi, ánægður með sig og hress og kátur. Hann er líka stærri en pabbi hans,“ segir Þórunn. Markmið stráksins eru alveg á hreinu og hún fylgist stolt með heiman frá Íslandi. „Tárin leka, þetta er svo fallegt. Hann ætlar ekkert annað en á toppinn. Hann er bara þannig karakter,“ segir Þórunn að lokum. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Janúar 1991 – verður hann einhvern tímann toppaður? Frank Aron Booker er nú orðinn 19 ára gamall og á fyrsta ári með körfuboltaliði Oklahoma-háskólans í Big 12 deildinni í NCAA en hann er sonur Frank Booker sem var í aðalhlutverki í íslenskum körfubolta frá 1991 til 1995. 21. febrúar 2014 08:30 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Íslenskir körfuboltaáhugamenn muna vel eftir Franc Booker sem spilaði með ÍR, Val og Grindavík á árunum 1991 til 1995. Booker endurskrifaði ekki aðeins metabók úrvalsdeildar karla í þriggja stiga körfum heldur eignaðist hann einnig son hér á landi með Þórunni Jónsdóttur. Frank Aron Booker er nú orðinn 19 ára gamall og á fyrsta ári með körfuboltaliði Oklahoma-háskólans í Big 12 deildinni í NCAA. Frank Aron hefur eins og flestir nýliðar þurft að sanna sig fyrir þjálfaraliði skólans en um síðustu helgi sló hann í gegn þegar hann skoraði 15 stig á aðeins 20 mínútum í 77-74 sigri á nágrönnunum í Oklahoma State. „Hann var rosaflottur um síðustu helgi,“ sagði móðir hans, Þórunn Jónsdóttir, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Frank Aron er fæddur í júlí 1994 en Þórunn segir hann hafa verið í Bandaríkjunum síðustu átta árin. „Hann er fæddur hérna og fór til pabba síns öðru hvoru. Svo var hann kominn á fullt í körfuboltanum og varð bara að vera hjá pabba sínum,“ segir Þórunn.Átta ár síðan hann var á Íslandi „Það eru að verða átta ár síðan hann var síðast hér á landi. Ég fylgist vel með honum og pabbi hans er duglegur að senda mér úrklippur með honum og fleira slíkt,“ segir Þórunn sem ætlar að fara út til hans í vor. Frank Aron hitti meðal annars úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum um síðustu helgi og það má segja að eplið hafi ekki fallið langt frá eikinni þegar kemur að hæfileikanum í að smella niður þristum. Frank Aron hefur aðeins spilað 14,1 mínútu í leik í vetur en er engu að síður í 2. sæti yfir flestar þriggja stiga körfur í liðinu (1,3 í leik).Vísir/GettyÍ einkaþjálfun hjá pabba alla ævi „Hann ætlar að erfa það frá honum. Hann er búinn að vera í einkaþjálfun alla ævi. Pabbi hans vinnur við íþróttamiðstöð í Augusta í Georgíu og er búinn að vera að kenna honum síðan hann var fimm ára,“ segir Þórunn. Hún sér Frank Aron ná langt í boltanum. „Hann ætlar sér í NBA og ekkert minna,“ segir Þórunn stolt en gerir sér grein fyrir því að það þarf margt að gerast til að sá draumur rætist. „Þetta er rosalega skemmtilegt og það er alveg á hreinu að hann á eftir að gera stóra hluti í körfuboltanum,“ segir Þórunn. Hún rifjar það upp að honum hafi gengið vel í öllum íþróttum þegar hann bjó hjá henni á Selfossi. „Þegar hann var hérna lítill þá æfði hann handbolta og var í öllum íþróttum. Það voru alltaf allir þjálfararnir að tala um að það ætti eftir að verða eitthvað úr þessum því að hann var svo klár í öllum íþróttunum sem hann var í. Hann stóð alltaf upp úr í öllum liðum,“ segir Þórunn.Duglegur að tala íslensku Þórunn er alltaf í sambandi við strákinn og passar upp á að hann haldi íslenskunni við. „Ég læt hann halda henni við. Við tölum saman á Skype og hann er voðalega duglegur að tala íslenskuna,“ segir Þórunn en hún saknar stráksins síns. „Ég græt stundum á næturnar yfir að hafa hann ekki hjá mér en ég hugsa fyrst og fremst um framtíð hans,“ segir Þórunn. Það eru margir stórefnilegir íslenskir körfuboltamenn á svipuðum aldri og Frank Aron og svo gæti farið að fjórir strákar spili í bandaríska háskólaboltanum á næsta tímabili. Elvar Már Friðriksson hjá Njarðvík og Gunnar Ólafsson hjá Keflavík hafa báðir fundið sér skóla og Martin Hermannsson hjá KR hefur fengið boð um að koma út að skoða skóla. En sér Þórunn strákinn sinn spila fyrir íslenska landsliðið?Langar heim til mömmu „Hann gæti alveg hugsað sér að spila fyrir Ísland því hann langar að koma heim til mömmu. Ég veit það alveg að einhverjir vildu sjá hann spila fyrir landsliðið. Þeir hjá KKÍ eru samt ekki byrjaðir að tala við mig um hann en ég á alveg von á því,“ segir Þórunn. „Hann er algjör leiðtogi, ánægður með sig og hress og kátur. Hann er líka stærri en pabbi hans,“ segir Þórunn. Markmið stráksins eru alveg á hreinu og hún fylgist stolt með heiman frá Íslandi. „Tárin leka, þetta er svo fallegt. Hann ætlar ekkert annað en á toppinn. Hann er bara þannig karakter,“ segir Þórunn að lokum.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Janúar 1991 – verður hann einhvern tímann toppaður? Frank Aron Booker er nú orðinn 19 ára gamall og á fyrsta ári með körfuboltaliði Oklahoma-háskólans í Big 12 deildinni í NCAA en hann er sonur Frank Booker sem var í aðalhlutverki í íslenskum körfubolta frá 1991 til 1995. 21. febrúar 2014 08:30 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Janúar 1991 – verður hann einhvern tímann toppaður? Frank Aron Booker er nú orðinn 19 ára gamall og á fyrsta ári með körfuboltaliði Oklahoma-háskólans í Big 12 deildinni í NCAA en hann er sonur Frank Booker sem var í aðalhlutverki í íslenskum körfubolta frá 1991 til 1995. 21. febrúar 2014 08:30