Peningamálin eitt af erfiðustu verkefnunum 21. febrúar 2014 19:41 Þorsteinn Pálsson. Vísir/Anton Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var í dag í viðtalið í þættinum Reykjavík síðdegis. Þorsteinn telur nauðsynlegt að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og loka þeim. „Ég lít svo á að skýrsla Hagfræðistofnunar sem ríkisstjórnin bað um, sýni að skynsamlegt sé að halda áfram. Það verður þraut að ná sumum af markmiðum Íslands í þessum samningum og þá einkum á sjávarútvegssviði og sviði peningamála.“ Hann segir að á hinn boginn komi það fram í skýrslunni að samið hafi verið um sérlausnir við einstök aðildarríki. Forystumenn sambandsins hafi ítrekað lagt áherslu á að þeir séu reiðubúnir til að ræða íslenska þjóðarhagsmuni í þessum viðræðum. Þá segir hann að helstu rökin sem andstæðingar hafa beitt séu þau að Ísland glati fullveldi sínu. „Í skýrslu Hagfræðistofnunar eru rökin alveg blásin út af borðinu þannig að þegar búið er að blása aðalröksemdina út af borðinu þá skil ég ekki hvernig menn túlka niðurstöðuna á þann veg að allt í einu eigi að slíta viðræðunum.“ Þá segist hann sjá sterka möguleika fyrir Ísland gangi það í Evrópusambandið, en viðundandi samningur þurfi fyrst að nást áður en lengra sé haldið. Hann segir það eðlileg vinnubrögð í lýðræðislegu þjóðfélagi að menn taki ekki ákvarðanir í stórum málum fyrr en sjónarmið úr öllum áttum liggi fyrir og hafi það verið eitt helsta gagnrýniefnið á síðustu ríkisstjórn. „Nú hótar þessi ríkisstjórn að byrja sama leikinn uppá nýtt og veldur það mér miklum og sárum vonbrigðum að heyra það.“ Hann segir skrefið gríðarlega stórt af hálfu þingflokksins að hafna þeirri sátt sem þar var boðið uppá. „Það var ekki verið að biðja einn einasta mann í þingflokknum að skipta um skoðun eða beygja sig fyrir skoðun minnihlutans. Það var bara verið að biðja um það að þjóðin fengi að taka þessa ákvörðun. Því var hafnað og það er stórt skref. “ Aðspurður hvort þetta muni klífa flokkinn segist hann ekki geta svarað því og segist hann ekki vita nein dæmi til þess að jafn stór kosningaloforð hafi verið svikin án afleiðinga. „Ég tel að formaður flokksins hafi gert það af mikilli skynsemi og hyggindum þegar hann lofaði fyrir síðustu kosningar að leysa þetta með því að láta þjóðina taka þessa ákvörðun og taka málið þannig út úr hinu hefðbundna ákvörðunarferli. Það var mjög hyggilegt. Þetta var stórt og mikið loforð í stóru máli en að sama skapi ef ekki verður staðið við það þá eru svikin jafn stór. “ Hann segir peningamálin eitt af erfiðustu verkefnunum. „Það er engan veginn svo að við getum gengið út frá því vísu að við eigum þess kost að ganga inn í evrópska myndsamstarfið. Það náðist sá árangur sem ég tel hafa verið mjög mikilvægur þó það hafi ekki verið neinar skuldbindingar á bakvið. “ Hann talar um að vegna gjaldeyrishaftanna búi Íslendingar við minna viðskiptafrelsi en aðrar þjóðir og það þýði það að möguleikar til aukinna lífskjara séu minni og mikilvægt sé að skapa íslensku atvinnulífi sömu skilyrði og fyrirtækin í samkeppnislöndunum. „Við getum ekki veitt meiri fisk en við getum skapað meiri verðmæti úr því sem við höfum. En það eru hindranir í vegi af því að við höfum ekki tollfrjálsan aðgang fyrir þær afurðir. Við sjáum að um leið og sprotafyrirtækin eignast viðskiptavini þá þurfa þau að selja hugmyndir sínar úr landi eða flytja.“ „Þeir sem ekki horfa á þessar alvarlegu staðreyndir í okkar þjóðarbúskap, ég veit ekki hvað þeir eru að hugsa.“ Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var í dag í viðtalið í þættinum Reykjavík síðdegis. Þorsteinn telur nauðsynlegt að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og loka þeim. „Ég lít svo á að skýrsla Hagfræðistofnunar sem ríkisstjórnin bað um, sýni að skynsamlegt sé að halda áfram. Það verður þraut að ná sumum af markmiðum Íslands í þessum samningum og þá einkum á sjávarútvegssviði og sviði peningamála.“ Hann segir að á hinn boginn komi það fram í skýrslunni að samið hafi verið um sérlausnir við einstök aðildarríki. Forystumenn sambandsins hafi ítrekað lagt áherslu á að þeir séu reiðubúnir til að ræða íslenska þjóðarhagsmuni í þessum viðræðum. Þá segir hann að helstu rökin sem andstæðingar hafa beitt séu þau að Ísland glati fullveldi sínu. „Í skýrslu Hagfræðistofnunar eru rökin alveg blásin út af borðinu þannig að þegar búið er að blása aðalröksemdina út af borðinu þá skil ég ekki hvernig menn túlka niðurstöðuna á þann veg að allt í einu eigi að slíta viðræðunum.“ Þá segist hann sjá sterka möguleika fyrir Ísland gangi það í Evrópusambandið, en viðundandi samningur þurfi fyrst að nást áður en lengra sé haldið. Hann segir það eðlileg vinnubrögð í lýðræðislegu þjóðfélagi að menn taki ekki ákvarðanir í stórum málum fyrr en sjónarmið úr öllum áttum liggi fyrir og hafi það verið eitt helsta gagnrýniefnið á síðustu ríkisstjórn. „Nú hótar þessi ríkisstjórn að byrja sama leikinn uppá nýtt og veldur það mér miklum og sárum vonbrigðum að heyra það.“ Hann segir skrefið gríðarlega stórt af hálfu þingflokksins að hafna þeirri sátt sem þar var boðið uppá. „Það var ekki verið að biðja einn einasta mann í þingflokknum að skipta um skoðun eða beygja sig fyrir skoðun minnihlutans. Það var bara verið að biðja um það að þjóðin fengi að taka þessa ákvörðun. Því var hafnað og það er stórt skref. “ Aðspurður hvort þetta muni klífa flokkinn segist hann ekki geta svarað því og segist hann ekki vita nein dæmi til þess að jafn stór kosningaloforð hafi verið svikin án afleiðinga. „Ég tel að formaður flokksins hafi gert það af mikilli skynsemi og hyggindum þegar hann lofaði fyrir síðustu kosningar að leysa þetta með því að láta þjóðina taka þessa ákvörðun og taka málið þannig út úr hinu hefðbundna ákvörðunarferli. Það var mjög hyggilegt. Þetta var stórt og mikið loforð í stóru máli en að sama skapi ef ekki verður staðið við það þá eru svikin jafn stór. “ Hann segir peningamálin eitt af erfiðustu verkefnunum. „Það er engan veginn svo að við getum gengið út frá því vísu að við eigum þess kost að ganga inn í evrópska myndsamstarfið. Það náðist sá árangur sem ég tel hafa verið mjög mikilvægur þó það hafi ekki verið neinar skuldbindingar á bakvið. “ Hann talar um að vegna gjaldeyrishaftanna búi Íslendingar við minna viðskiptafrelsi en aðrar þjóðir og það þýði það að möguleikar til aukinna lífskjara séu minni og mikilvægt sé að skapa íslensku atvinnulífi sömu skilyrði og fyrirtækin í samkeppnislöndunum. „Við getum ekki veitt meiri fisk en við getum skapað meiri verðmæti úr því sem við höfum. En það eru hindranir í vegi af því að við höfum ekki tollfrjálsan aðgang fyrir þær afurðir. Við sjáum að um leið og sprotafyrirtækin eignast viðskiptavini þá þurfa þau að selja hugmyndir sínar úr landi eða flytja.“ „Þeir sem ekki horfa á þessar alvarlegu staðreyndir í okkar þjóðarbúskap, ég veit ekki hvað þeir eru að hugsa.“
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira