Kiel vann þægilegan sigur, 30-34, á spænska liðinu Naturhouse La Rioja í Meistaradeildinni í kvöld.
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar með þægilegt forskot og sigldu stigunum örugglega heim til Þýskalands.
Kiel er því með fjögurra stiga forskot á toppi A-riðils en hefur leikið einum leik meira en PSG sem er í öðru sæti.
Spánverjinn Joan Canellas kunni vel við sig í heimalandinu því hann skoraði heil ellefu mörk fyrir Kiel í leiknum.
Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk í leiknum.
