Svipmynd Markaðarins: Söng með Skálmöld í Hörpunni Haraldur Guðmundsson skrifar 10. mars 2014 08:44 Eggert hafði starfað hjá HB Granda í einungis hálft ár þegar hann var gerður að forstjóra sjávarútvegsfyrirtækisins. Vísir/Valli „Við vorum að skila uppgjöri sem var býsna nálægt því sem við höfðum kynnt í okkar fjárfestakynningum í tengslum við útboð og skráningu á markað, annars vegar hvað varðar afkomu og hins vegar tillögur um arðgreiðslur,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, og vísar í afkomutölur félagsins fyrir árið 2013. Þar kom fram að heildarhagnaður N1 nam 637 milljónum króna á árinu, samanborið við rúmlega 1.190 milljónir árið 2012, og tillögur stjórnar um arðgreiðslur námu 1.650 milljónum króna. „Það er verið að leggja til býsna háar arðgreiðslur sem skýrast af því að hér hefur ekki verið greiddur arður í mörg ár.“ Eggert var ráðinn forstjóri N1 sumarið 2012 og þá hafði hann stýrt HB Granda í átta ár. „Upphaflega lærði ég rafmagnsverkfræði í Þýskalandi og starfaði eftir það sem verkfræðingur hjá Járnblendifélaginu á Grundartanga við rannsóknir og þróunarstörf. Eftir fimm ár þar fluttum við fjölskyldan til Spánar þar sem ég tók MBA við IESE-viðskiptaháskólann í Barcelona,“ segir Eggert. Eftir MBA-námið var Eggert ráðinn til Philips Electronics í Belgíu og árið 2000 til Philips í San José í Kaliforníu þar sem hann starfaði þangað til fjölskyldan flutti aftur heim árið 2004. „Þetta var gríðarlega lærdómsríkur tími, sérstaklega Kaliforníuárin þar sem við vorum að vinna náið með stóru amerísku tölvufyrirtækjunum Dell, Apple, Hewlett Packard, IBM og Microsoft,“ segir Eggert. Hann er mikill tónlistaráhugamaður en hann spilar bæði á gítar og syngur í Karlakór Reykjavíkur. Hann byrjaði í kórnum í haust og söng fyrst opinberlega á tónleikum hljómsveitarinnar Skálmaldar í Eldborgarsal Hörpu í nóvember. „Það eru mikil plön hjá mínum ágæta kór og það verða miklir tónleikar í vor og síðan er stóra planið að fara í kórferð til Pétursborgar í haust.“ Eggert er kvæntur Jónínu Lýðsdóttur, hjúkrunarfræðingi og nema í ferðamálafræði, og á þrjú börn á aldrinum 16 til 24 ára. „Við hjónin reynum að ganga á fjöll eftir því sem við getum. Undanfarin sumur höfum við farið á Hornstrandir en næsta sumar ætlum við á Lónsöræfi. Svo er maður að dröslast í þessu golfi en ég byrjaði í sportinu á gamalsaldri, þannig að það hefur verið smá barningur að ná tökum á því. En það er gaman þegar vel gengur.“Katrín Olga JóhannesdóttirKatrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já.is „Eggert Benedikt er eindæma skemmtilegur félagi og drengur góður. Hann kemur sífellt á óvart með smellnum vísum sem gefa lífinu lit og lyfta viðskiptaumhverfinu á skemmtilegt plan. Hann hefur einnig mikla tónlistargáfu og stofnar hljómsveitir eins og ekkert sé, ásamt því að syngja með Karlakór Reykjavíkur, það er því aldrei leiðinlegt í kringum Eggert. Sjálfsagt hafa þessar sérgáfur hans stutt við hversu vel honum hefur farnast í íslensku viðskiptalífi, hann er laus við öll látalæti og kemur til dyranna eins og hann er klæddur og nær því góðum tengslum við fólk og fyrirtæki.“Birna EinarsdóttirBirna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka „Ég kynntist Eggert í gegnum Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. Við vorum þar saman í nefnd með tveimur öðrum. Við náðum strax vel saman enda Eggert maður sem gaman er að vera nálægt – skemmtilegur og málefnalegur. Karlinn er ótrúlega hagmæltur og þegar við kynntum niðurstöðu skýrslu sem við unnum að var hún meira og minna í bundnu máli. Íslandsbanki vann síðan þétt með N1 við skráningu félagsins og var sú samvinna frábær í alla staði. Eggert er toppmaður.“ Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
„Við vorum að skila uppgjöri sem var býsna nálægt því sem við höfðum kynnt í okkar fjárfestakynningum í tengslum við útboð og skráningu á markað, annars vegar hvað varðar afkomu og hins vegar tillögur um arðgreiðslur,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, og vísar í afkomutölur félagsins fyrir árið 2013. Þar kom fram að heildarhagnaður N1 nam 637 milljónum króna á árinu, samanborið við rúmlega 1.190 milljónir árið 2012, og tillögur stjórnar um arðgreiðslur námu 1.650 milljónum króna. „Það er verið að leggja til býsna háar arðgreiðslur sem skýrast af því að hér hefur ekki verið greiddur arður í mörg ár.“ Eggert var ráðinn forstjóri N1 sumarið 2012 og þá hafði hann stýrt HB Granda í átta ár. „Upphaflega lærði ég rafmagnsverkfræði í Þýskalandi og starfaði eftir það sem verkfræðingur hjá Járnblendifélaginu á Grundartanga við rannsóknir og þróunarstörf. Eftir fimm ár þar fluttum við fjölskyldan til Spánar þar sem ég tók MBA við IESE-viðskiptaháskólann í Barcelona,“ segir Eggert. Eftir MBA-námið var Eggert ráðinn til Philips Electronics í Belgíu og árið 2000 til Philips í San José í Kaliforníu þar sem hann starfaði þangað til fjölskyldan flutti aftur heim árið 2004. „Þetta var gríðarlega lærdómsríkur tími, sérstaklega Kaliforníuárin þar sem við vorum að vinna náið með stóru amerísku tölvufyrirtækjunum Dell, Apple, Hewlett Packard, IBM og Microsoft,“ segir Eggert. Hann er mikill tónlistaráhugamaður en hann spilar bæði á gítar og syngur í Karlakór Reykjavíkur. Hann byrjaði í kórnum í haust og söng fyrst opinberlega á tónleikum hljómsveitarinnar Skálmaldar í Eldborgarsal Hörpu í nóvember. „Það eru mikil plön hjá mínum ágæta kór og það verða miklir tónleikar í vor og síðan er stóra planið að fara í kórferð til Pétursborgar í haust.“ Eggert er kvæntur Jónínu Lýðsdóttur, hjúkrunarfræðingi og nema í ferðamálafræði, og á þrjú börn á aldrinum 16 til 24 ára. „Við hjónin reynum að ganga á fjöll eftir því sem við getum. Undanfarin sumur höfum við farið á Hornstrandir en næsta sumar ætlum við á Lónsöræfi. Svo er maður að dröslast í þessu golfi en ég byrjaði í sportinu á gamalsaldri, þannig að það hefur verið smá barningur að ná tökum á því. En það er gaman þegar vel gengur.“Katrín Olga JóhannesdóttirKatrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já.is „Eggert Benedikt er eindæma skemmtilegur félagi og drengur góður. Hann kemur sífellt á óvart með smellnum vísum sem gefa lífinu lit og lyfta viðskiptaumhverfinu á skemmtilegt plan. Hann hefur einnig mikla tónlistargáfu og stofnar hljómsveitir eins og ekkert sé, ásamt því að syngja með Karlakór Reykjavíkur, það er því aldrei leiðinlegt í kringum Eggert. Sjálfsagt hafa þessar sérgáfur hans stutt við hversu vel honum hefur farnast í íslensku viðskiptalífi, hann er laus við öll látalæti og kemur til dyranna eins og hann er klæddur og nær því góðum tengslum við fólk og fyrirtæki.“Birna EinarsdóttirBirna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka „Ég kynntist Eggert í gegnum Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. Við vorum þar saman í nefnd með tveimur öðrum. Við náðum strax vel saman enda Eggert maður sem gaman er að vera nálægt – skemmtilegur og málefnalegur. Karlinn er ótrúlega hagmæltur og þegar við kynntum niðurstöðu skýrslu sem við unnum að var hún meira og minna í bundnu máli. Íslandsbanki vann síðan þétt með N1 við skráningu félagsins og var sú samvinna frábær í alla staði. Eggert er toppmaður.“
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira