Orkuskerðing kostar iðnaðinn milljarða Svavar Hávarðsson skrifar 10. mars 2014 08:42 Orkuskerðingin vekur upp stórar spurningar um flutningsnet raforku á Íslandi. Fréttablaðið/Pjetur Tekjutap Landsvirkjunar og viðskiptavina fyrirtækisins vegna orkuskerðingar hleypur á milljörðum. Tap Alcoa Fjarðaáls nemur 1,5 milljarði króna, að óbreyttu. Framleiðsla kísiljárnsverksmiðju Elkem á Grundartanga hefur verið skert um 30%. Aflþynnuverksmiðja Becromal á Akureyri hefur drepið á tíu af sextíu vélum verksmiðjunnar. Samkvæmt samningum Landsvirkjunar og orkukaupenda er leyfilegt að skerða raforkuafhendingu í slökum vatnsárum ef þurfa þykir, og í raun ráð fyrir því gert. Tap fyrirtækisins sjálfs, sem er tilkomið vegna bágs vatnsbúskapar í Blöndulóni og Þórisvatni, er metið á 700 milljónir króna. Landsnet tapar tugum milljóna.Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa, segir að framleiðslutap fyrirtækisins verði nokkru minna en upphaflega var talið. Hún getur ekki staðfest hvert tekjutap fyrirtækisins verður, en miðað við heimsmarkaðsverð á áli fyrir helgi nemur tapið um 1,5 milljörðum. Reiknað er með að nauðsynlegt verði að slökkva á einu af hverjum tíu af þeim 336 kerum sem fyrirtækið starfrækir, að óbreyttu. „Þetta kemur sérstaklega illa við okkur af því að þetta er annað árið í röð sem við þurfum að gera ráðstafanir vegna skerðingar,“ segir Dagmar og vísar til þess að einnig var tilkynnt um orkuskerðingu í fyrra og vegna þessa dró Fjarðaál strax úr framleiðslu, þó til orkuskerðingar kæmi ekki. Þá var framleiðslutap fyrirtækisins um þúsund tonn og tekjutapið um 200 milljónir króna, en þá var boðuð skerðing vegna vatnsstöðu í Hálslóni, miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar. Vandi Alcoa Fjarðaáls er ekki tilkominn vegna vatnsstöðunnar í Hálslóni nú, heldur lágrar vatnsstöðu í Blöndulóni og Þórisvatni. Staðan markast af því að samningar fyrirtækjanna við Landsvirkjun tilgreina að orkuskerðingin komi niður á öllum fyrirtækjunum jafnt. Þetta þýðir í raun að verið er að flytja orku frá Kárahnjúkavirkjun suður, sem Alcoa myndi annars nýta.Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem á Íslandi, segir að drepið hafi verið á stærsta ofni verksmiðjunnar í síðustu viku. „Þetta er töluvert högg. Við erum búin að skerða um 30 prósent, og svo verður til mánaðamóta. Svo er óvissa um framhaldið. Nú er þetta í annað árið í röð sem þessi staða er uppi á borðinu, og það vekur óneitanlega hjá manni ónotakennd.“ Þær upplýsingar fengust frá aflþynnuverksmiðju Becromal á Akureyri að drepið hafi verið á tíu af sextíu vélum. Tekjutap er ekki gefið upp. Framleiðslugeta er um 12 milljón fermetrar af aflþynnum á ári, en framleiðslutapið núna er 100.000 fermetrar á mánuði. Þá eru ónefnd orkufyrirtæki, en Orkubú Vestfjarða reiknar með 200 milljóna aukakostnaði vegna skerðingarinnar. Á móti kemur að um svokallaða skerðanlega orku er að ræða, en verð á henni er mun lægra en við kaup á rafmagni með fullum forgangi. Orkuskerðingin kemur misjafnlega niður á fyrirtækjunum, en Norðurál á Grundartanga kaupir aðeins þriðjung sinnar orku frá Landsvirkjun, og tapið því ekki verulegt, svo dæmi sé tekið. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Tekjutap Landsvirkjunar og viðskiptavina fyrirtækisins vegna orkuskerðingar hleypur á milljörðum. Tap Alcoa Fjarðaáls nemur 1,5 milljarði króna, að óbreyttu. Framleiðsla kísiljárnsverksmiðju Elkem á Grundartanga hefur verið skert um 30%. Aflþynnuverksmiðja Becromal á Akureyri hefur drepið á tíu af sextíu vélum verksmiðjunnar. Samkvæmt samningum Landsvirkjunar og orkukaupenda er leyfilegt að skerða raforkuafhendingu í slökum vatnsárum ef þurfa þykir, og í raun ráð fyrir því gert. Tap fyrirtækisins sjálfs, sem er tilkomið vegna bágs vatnsbúskapar í Blöndulóni og Þórisvatni, er metið á 700 milljónir króna. Landsnet tapar tugum milljóna.Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa, segir að framleiðslutap fyrirtækisins verði nokkru minna en upphaflega var talið. Hún getur ekki staðfest hvert tekjutap fyrirtækisins verður, en miðað við heimsmarkaðsverð á áli fyrir helgi nemur tapið um 1,5 milljörðum. Reiknað er með að nauðsynlegt verði að slökkva á einu af hverjum tíu af þeim 336 kerum sem fyrirtækið starfrækir, að óbreyttu. „Þetta kemur sérstaklega illa við okkur af því að þetta er annað árið í röð sem við þurfum að gera ráðstafanir vegna skerðingar,“ segir Dagmar og vísar til þess að einnig var tilkynnt um orkuskerðingu í fyrra og vegna þessa dró Fjarðaál strax úr framleiðslu, þó til orkuskerðingar kæmi ekki. Þá var framleiðslutap fyrirtækisins um þúsund tonn og tekjutapið um 200 milljónir króna, en þá var boðuð skerðing vegna vatnsstöðu í Hálslóni, miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar. Vandi Alcoa Fjarðaáls er ekki tilkominn vegna vatnsstöðunnar í Hálslóni nú, heldur lágrar vatnsstöðu í Blöndulóni og Þórisvatni. Staðan markast af því að samningar fyrirtækjanna við Landsvirkjun tilgreina að orkuskerðingin komi niður á öllum fyrirtækjunum jafnt. Þetta þýðir í raun að verið er að flytja orku frá Kárahnjúkavirkjun suður, sem Alcoa myndi annars nýta.Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem á Íslandi, segir að drepið hafi verið á stærsta ofni verksmiðjunnar í síðustu viku. „Þetta er töluvert högg. Við erum búin að skerða um 30 prósent, og svo verður til mánaðamóta. Svo er óvissa um framhaldið. Nú er þetta í annað árið í röð sem þessi staða er uppi á borðinu, og það vekur óneitanlega hjá manni ónotakennd.“ Þær upplýsingar fengust frá aflþynnuverksmiðju Becromal á Akureyri að drepið hafi verið á tíu af sextíu vélum. Tekjutap er ekki gefið upp. Framleiðslugeta er um 12 milljón fermetrar af aflþynnum á ári, en framleiðslutapið núna er 100.000 fermetrar á mánuði. Þá eru ónefnd orkufyrirtæki, en Orkubú Vestfjarða reiknar með 200 milljóna aukakostnaði vegna skerðingarinnar. Á móti kemur að um svokallaða skerðanlega orku er að ræða, en verð á henni er mun lægra en við kaup á rafmagni með fullum forgangi. Orkuskerðingin kemur misjafnlega niður á fyrirtækjunum, en Norðurál á Grundartanga kaupir aðeins þriðjung sinnar orku frá Landsvirkjun, og tapið því ekki verulegt, svo dæmi sé tekið.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira