Viðskipti innlent

300 milljarðar í fasteignir í ár

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Meðalupphæð fasteignakaupsamninga 2014 var 32 milljónir króna en var 29 árið 2013.
Meðalupphæð fasteignakaupsamninga 2014 var 32 milljónir króna en var 29 árið 2013. vísir/vilhelm
Um 9.400 kaupsamningum var þinglýst árið 2014 á landinu öllu. Heildarviðskipti með fasteignir námu tæplega 300 milljörðum króna á árinu. Þjóðskrá Íslands greinir frá þessu.

Meðalupphæð á hvern samning var um 32 milljónir króna. Heildarvelta fasteignaviðskipta hefur aukist um tæplega 20 prósent og kaupsamningum fjölgað um tæplega ellefu prósent frá árinu 2013, þegar veltan var rúmlega 250 milljarðar, kaupsamningar 8.475 og meðalupphæð hvers samnings um 29 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×